Arkir eru alltaf að … Arkir, always at it?

arkir14mai

Það hefur verið alltof rólegt á bókabloggi Arkanna! Fundir hafa þó verið eins reglulegir og hægt er samkvæmt kristlegu almanaki. Góðir helgidagar! Arkirnar eru sem fyrr dugnaðarforkar á flestum sviðum, önnum kafnar við allt mögulegt annað en bókverkin. En nú eru nætur bjartar og lítt stoðar að liggja á bæn! Upp með falsbeinin!

Myndirnar eru frá Arkarfundi 14. maí.

This blog has been all too quiet! Sorry about that. Yet the Arkir group has had a couple of meetings to keep up the spirit. As usual all members are busy doing something terribly interesting and important OTHER than books for the exhibition… – all though nothing could be more important or interesting than the CON-TEXT book-works! Right? But now nights are bright and we are sharpening knifes and polishing our bonefolders to meet the coming strain.

The photos from our meeting on the 14th of May. 

inkSM1

Pappír, blek og pensill

Á síðasta fundi Arkanna bar margt fyrir sjónir. Svanborg var nýkomin frá Japan með ilmandi græna tetöðu, framandi pappírsarkir og afrakstur af eldsnöggu blekmálunarnámskeiði. Við fengum allar örnámskeið í japönskum pensildrætti. Frábært!

Paper, ink and brush

Svanborg was just back from a trip to Japan (wouldn’t we all like to have been…!) and brought us a fresh crop of green tea, some very sophisticated paper and examples of work from her lesson in Japanese ink painting. And of course she gave us a mini-course and we gave the bamboo a try!

inkSM2

inkSM3

pappirSM

Svo kom Helga Pálína frá sínu verkstæði. And then Helga Pálína showed up:

 HP1

Fjallablúndur

Helga Pálína var búin að æta og þrykkja dýra dúka fyrir sumarsýninguna „Hring eftir hring“ á Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi, sem opnar 1. júní. Magnaðar fjallablúndur þyrluðust upp úr farteski Helgu.

 Mountain laces

Helga Pálína has been working on her textiles for an exhibition in The Textile Museum in Blönduós. We were all fascinated by her magnificent mountain laces!

HP2

HP3

HP4

Og svo var pælt í bókunum! And then we turned to the books:

 SS1

Bókaheilabrot

Við hinar vorum svo að dóta í bókum. Það eru ekki síst skylduverkefnið, töskurnar góðu, sem valda heilabrotum, jafnvel smá verkkvíða og stíflum. En það gerir verkefnið auðvitað bara meira krefjandi, ögrandi …

Books

The rest of us kept worming around the books. Some find the suitcase project hard to do. In that case… it’s challenging!

ASS SS

bokAJ

bokASS

Unite! Baráttudagur bókverkafólks!

boka3blogg1

Gleðilegan fyrsta maí! Fjórar Arkir hittust á fundi í gær. Það er ekki laust við að bókverkin hafi setið á hakanum, enda allar Arkir með ótal járn í eldinum. Auðvitað er margt í bígerð! Við ræddum efni og ástæður… aðferðir og lausnir. Hópnum til hróss má nefna að kvöldið leið án þess að minnst væri á pólitík, svínaflensu eða yfirvofandi heimsendi.

Happy 1st of May! Book workers of the world, unite!

Four members of Arkir met last night at B’s studio for discussion and planning, green tea and pep talk. Considering different techniques, materials, sizes and shapes; we exchanged ideas and good advises. Surely something’s cookin’! We somehow managed to keep away from subjects like politics, the flu, the end of the world, etc.

But then of course David Lynch is coming to save us…

boka2blogg1

boka4blogg