Netverk bókverka í Norræna húsinu – Book Art Exhibition in The Nordic House

Netverk bókverka er heiti sýningar í kjallara Norræna hússins. Sýningin er í tengslum við alþjóðlegu ráðstefnuna Art in Translation sem haldin verður dagana 24. – 26. maí í Norræna húsinu og Öskju – og Sjálfstætt fólk á Listahátíð í Reykjavík. Í kynningu segir:

„Fyrir um fimmtíu árum varð til hreyfing myndlistamanna sem unnu verk sín í bókarformi, sendu bækurnar sín á milli og komu sér þannig upp samstarfsneti sem fóstraði nýja og róttæka sýn á myndlist, samfélag og menningu. Á Íslandi voru listamenn sem snemma tileinkuðu sér þetta nýja tjáningarform – einkum þeir Dieter Roth og Magnús Pálsson – og lögðu grunninn að sterkri bókverkahefð sem síðari kynslóðir listamanna hafa nýtt sér til að koma hugmyndum sínum á framfæri og rækta tengsl við aðra framsækna listamenn um allan heim. Sýningin kannar þennan sterka þráð í íslenskri samtímalist og varpar ljósi á það hvaða hlutverki bókverkin gegndu í að rjúfa einangrun íslenskra framúrstefnulistamanna og gera þá að virkum þátttakendum alþjóðlega í nýlistinni.“

Verkin á sýningunni eru öll í eigu Nýlistasafnsins og Listaháskóla Íslands sem eiga merkustu og stærstu safneign bókverka hér á landi. Einnig má skoða bókverk eftir fjölmarga listamenn í rými næst sýningarsalnum, þar á meðal eftir ARKIRNAR Áslaugu og Sigurborgu.

Sýningunni Netverk Bókverka stýra Aðalheiður L. Guðmundsdóttir og Jón Proppé í samstarfi við nemendur í myndlistardeild Listaháskóla Íslands og listfræði við Háskóla Íslands. Sýningin er í innri sal í kjallara Norræna hússins – gengið inn frá bókasafni. Sýningin stendur frá 19. maí til 17. júní 2012. Sjá nánar um ráðstefnuna Art in Translation, um sýninguna í Norræna húsinuNýlistasafnið og Listahátíð.

Daglegt bull – smábók frá 1961 eftir Dieter Roth. Fleiri verk á sýningunni hefðu mátt fá betri umgjörð og rými. Fæst verkanna eru þess eðlis að þau njóti sín liggjandi í kös. Glerborðin nægja ekki til að gera þeim hátt undir höfði, svo áhugaverð og sjaldséð verk ættu það þó fyllilega skilið. Það hefði líka verið gaman að sjá fleiri innsend og e.t.v. sérvalin verk við innganginn þar sem fámennið veitir aðeins gloppótta sýn á bókverk starfandi listamanna. Umgjörð þess hluta sýningarinnar virtist heldur ekki bjóða upp á almenna kynningu á bókverkalist sem hefði þó verið kjörið.

Netverk bókverka – a book art exhibitonin The Nordic House in conjunction with Art in Translation, an international conference on language and the arts held in Reykjavik 24. – 26. May – and  [I]ndpendant People at Reykjavik Arts Festival. In the introduction says:

“Some fifty years ago a movement arose of artists who focused on the production of books as artworks. They exchanged books by mail and thus created a transnational network to foster radical new ideas on art, society and culture. Some Icelandic artists, led by Dieter Roth and Magnús Pálsson, were quick to embrace this new art form, thus laying the groundwork for a tradition that later generations of artists have used to disseminate their art and nurture communication with progressive artists around the world. This exhibition examines this important aspect of contemporary Icelandic art, revealing the important role that artists’ books played in ending the isolation of Icelandic artists and allowing them to become active participants in the international avant-garde.”

The exhibited books are all from the book art collections of Nylo – The Living Art Museum and the library of the Iceland Academy of the Arts, the largest collections of book art in Iceland. A collection of book art from various artist is also on display in the library room next to the exhibition along with informational posters. ARKIR member Sigurborg and Áslaug are among the artists.

The exhibition Artists’ Books and Networks is curated by Aðalheiður L. Guðmundsdóttir and Jón Proppé in collaboration with students from the Icelandic Academy of the Arts and University of Iceland. The exhibition is in The Nordic House, inner excibition hall – entrance through library – on from 19 May – 17 June, 2012. Further information: on the conference Art in Translation, the exhibition in The Nordic HouseThe Living Art Museum and Reykjavik Arts Festival – [I]ndpendant People.

Fleiri myndir af sýningunni: / More photos from the exhibition:

Bogga í Bændablaðinu – Farmers News likes Arts and Crafts Fair

Bændablaðið var að koma inn úr dyrunum. Og hver er ekki þar í fullum skrúða nema yfirörkin Sigurborg í Ráðhúsinu! Fín grein um Handverk og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur.

Farmers News just came through the door. And guess who’s smiling big from the pages: Sigurborg with her fabulous cushions at the Arts and Crafts Fair in Reykjavik City Hall! 

Vorannir – Spring fever

Sem fyrr eru ARKIRNAR úti um allar trissur að sinna vorverkum: taka þátt í uppákomum, leggja útland undir fót, útskrifa nemendur úr lista- og handíðaskólum. Þrátt fyrir annir eru fundir nokkuð reglulegir og undanfarna mánuði hefur dagskráin hljóðað upp á margvísleg örnámskeið. Meira um örnámskeið ARKANNA síðar.

Spring fever is hitting us ARKIR! Not that there is much sight of summer in Iceland… Minus 5-8 °C at night, cold wind blowing at daytime. Otherwise we are busy working and traveling, taking part in all kinds of events, graduating art students from various schools of art and craft. Still we manage to meet regularly and have had great fun refreshing our book making with our own micro-courses. More on that later.

NÁMSKEIÐ Í BÓKAGERÐ – COURSES ON BOOK ART 

Það ber reyndar svo vel í veiði fyrir þá sem vilja kynna sér bókband og bókverkagerð að í haust standa til boða námskeið hjá Endurmenntunarskóla Tækniskólans. Í október 2012 hefst námskeið í Bókbandi fyrir byrjendur og í haust verður sjálf örkin Anna Snædís með námskeiðið: Bókagerð/Handgerðar bækur. Allar upplýsingar fást hjá Tækniskólanum.

Looking for courses on book art in Reykjavik? At The Technical College in Reykjavik there are two courses next autumn (2012). Bookbinding for beginners and our own ARKIR member Anna Snædís gives a course in book art: Book art / Handmade books. Check out the links!

(Ljósmynd/photo © Anna Snædís Sigmarsdóttir)

HANDVERK OG HÖNNUN Í RÁÐHÚSINU – ARTS AND CRAFTS FAIR IN THE CITY HALL

HANDVERK OG HÖNNUN stóð fyrir sölusýningu nytjalistamanna í byrjun maí í Ráðhúsi Reykjavíkur, en næsta sýning verður í nóvember. Örkin Sigurborg stóð vaktina frá 3. til 7. maí og sýndi textíla og handgerð og prentuð kort eins og sjá má í kynningu á vef Handverks og hönnunar. Myndir frá sýningunni má skoða á Fésbókarsíðu H&H.

Contemporary ARTS AND CRAFTS FAIR was held in Reykjavik City Hall in May where artist working in textile, ceramics, glass, jewellery, horn and bone, wood, leather and fish skin exhibited and sold their works. One member of ARKIR, Sigurborg, made her way to the show, exhibiting printed textiles and handmade cards. Read more about HANDVERK OG HÖNNUN – CRAFTS AND ART and take a look at photos from the event by using the links.

(left: Ljósmynd/photo © Sigurborg Stefánsdóttir.
Below: Ljósmynd/photo © GI Handverk og hönnun – birt með leyfi)

Sigurborg í sölubásnum – Áslaug í innkaupaleiðangri.

SKRÍMSLAÞING – GATHERING OF MONSTERS

Barnabókahöfundurinn og leikskáldið í ARKAR-hópnum brá sér á skrímslaþing í Melasveitinni á dögunum. Áslaug var þar með vinnustofu ásamt meðhöfundum sínum að bókunum um skrímslin tvö, þeim Kalle Güettler og Rakel Helmsdal. Sömu helgi var síðasta sýning á leikriti Áslaugar um skrímslin, sem frumsýnt var í desember í Kúlunni, barnaleikhúsi Þjóðleikhússins. Á þinginu voru því mikilir fagnaðarfundir. Eins og sagt er frá á vef Forlagsins þá er von á nýrri bók um skrímslin í haust.

Áslaug, the children’s book author and playwright in ARKIR, has been spending time with monsters. Her co-authors of the monster-series, the swedish author Kalle Güettler and faroese Rakel Helmsdal came to Iceland for a workshop and a happy gathering of monsters. At the same time it was the last performance of Áslaug’s children’s play about the two monsters, staged at Kúlan in the National Theater with premiere in December 2011. All the Nordic monsters had a ball and according to Forlagið publishing, a new monster book is to be released in the fall.

(Ljósmynd/photo © VS & Áslaug Jónsdóttir)