Arkirnar sléttar og felldar – Enjoying Origami

OrigamiAssiaBrill2013

ARKIRNAR fjórar sem mættu á námskeið hjá origami-listamönnunum Dave og Assia Brill  í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi um síðustu helgi verða nú að játa á sig æði mörg brot. Námskeiðið var tveggja daga öflugt grunnnámskeið þar sem nemendur sátu einbeittir frá morgni til kvölds við að brjóta pappírinn rétt og rækilega. Kennararnir voru engir aukvisar í faginu: þau hjónin hafa stundað origami listina í árafjöld, með ótal sýningar og viðurkenningar að baki.

Í Gerðubergi stendur yfir stórgóð sýning á verkum þeirra og einnig nokkurra félaga í Origami Ísland. Sýningin stendur til 24. mars.
– – –
The four of us ARKIR who were lucky enough to take part in a two-days intensive Origami course at Gerðuberg Culture Center last weekend had a great time folding paper and learning to understand the art of origami. Teachers Dave and Assia Brill were admirably patient and thorough in their instructions as they lectured us in basic origami folding.

An ongoing exhibition at Gerðuberg gives a view on their art: beautiful and clever designs and amazing sculptures. Go see their art and also origami by members of Origami Iceland at Gerðuberg Culture Center! Exhibition’s last date: March 24. 

OrigamiDaveBrill2

Tenglar – Links:
Um sýninguna í Gerðubergi / More information on the exhibition at Gerðuberg‘s website.
Heimasíða: Dave and Assia Brill – homepage.
Mbl-Sjónvarp: Heimsklassa origami í Gerðubergi / Morgunblaðið Newspaper video from the exhibition, stating: “World-class origami in Gerðuberg”.

Origami – part of the weekend’s pupils work – by Áslaug

More Origami links shared by Assia and Dave Brill:
History:
Origami Resource Center – History of Origami
British Origami Society – David Lister – The Lister List
Senbazuru Orikata – the first known origami book (1797)
Symbols and bases:
Yoshizawa–Randlett system
Organisations:
British Origami Society
Origami USA
Supplies:
Viereck Verlag
Nicolas Terry’s shop
Origami USA catalog
Private sites:
Robert Lang
Michael LaFosse
Satoshi Kamiya
Akira Yoshizawa

Listabókahelgi Crymogeu – Market of art books

Undraforlagið Crymogea, sem svo gjarna gefur út firnavandaðar, hnausþykkar og fagrar myndabækur, stendur fyrir listabókamarkaði dagana 1., 2. og 3. febrúar 2013 frá kl 11-17. Þetta er í annað sinn sem Crymogea stendur fyrir markaði af þessu tagi. Listafínar bækur eftir bókverkafólk úr ýmsum greinum sjónlista verða á boðstólum í húsakynnum Crymogeu að Barónstíg 27, ofan við Laugaveg. Ekki missa af besta bókamarkaði ársins!
– – –
Crymogea, publisher of rare and beautiful books, holds a market of art books next weekend from Friday to Sunday, February 1. 2. and 3. from 11 am to 5 pm. Art books and artist’s books, all sorts of awesome books by various visual artists will be sold at Crymogea’s market, at Barónstígur 27, just by Laugavegur. Don’t miss Reykjavik’s best book market!

ListabókahelgiCrymo

ARKIR í ati – ARKIR at it …

Bookart AnnaS1

ARKIRNAR hittast nær vikulega um þessar mundir. Það þykir ekki verra að byrja fundi með málsverði enda ekki vanþörf á þegar halda þarf dampi á köldum vetrarkvöldum. Í þetta sinn var það austurlensk lambakjötssúpa og nýbakað brauð. Að því loknu var hægt að hefjast handa enda mörg verk í smíðum og heilabrotin í það minnsta jafn flókin og bókabrotin.
– – –
ARKIR are at it! We try to get together every week now, keeping spirit high in preparations for the exhibition HOME. Starting every meeting with a solid meal – like tonight’s fresh-baked bread and spicy soup of lamb meat and vegetables – helps everybody going on a cold winter evening. 

BookArt Inga 1

Viðburðir í vændum – Upcoming events

Næstu helgi verður mikið um dýrðir fyrir unnendur pappírs- og bókverka. Námskeið og sýningar tengd bókverkum og origami verða haldin bæði í Breiðholtinu og Garðabænum.

Origami – Brot í brot. Sýning og námskeið í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi.

Artwork: Dave and Assia Brill From www. gerduberg.is

Artwork: Dave and Assia Brill
From www. gerduberg.is

Nú á fimmtudag 24. janúar opnar í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi sýning á pappírverkum eftir Dave og Assia Brill. Í kynningu um sýninguna segir:

„Á sýningunni eru einstök og heillandi pappírslistaverk eftir hjónin Dave og Assiu Brill. Þau hafa hannað fjölda bréfbrota, gefið út bækur, fengist við kennslu og sýnt verk sín víða um heim. Verk þeirra voru flutt sérstaklega til landsins fyrir sýninguna í Gerðubergi og verða þau viðstödd opnunina.“ 

Föstudag og laugardag 26. – 27. janúar leiðbeina þau síðan á origami-námskeiði fyrir hönnuði, lista- og handverksfólk. ARKIR munu fjölmenna á námskeiðið og vonandi má fregna af því síðar.

Sjá nánar á heimasíðu Gerðubergs – Menningarmiðstöðvar.
Heimasíða Dave Brill.

Klippt og skorið. Skapandi bókverk og einfalt bókband í Hönnunarsafni Íslands.

Svo er það okkar eigin ÖRK, Sigurborg Stefánsdóttir, sem verður með fyrirlestur og vinnusmiðju í Hönnunarsafni Íslands föstudaginn 25. janúar 2013, frá kl. 9:00 -15:00. Eins og segir í kynningu:

Þann 25. janúar 2013 standa Hönnunarsafn Íslands og fræðslu- og menningarsvið Garðabæjar fyrir námsstefnu þar sem viðfangsefnið verður skapandi bókverk og einfalt bókband. Fyrirlesari og kennari verður Sigurborg Stefánsdóttir grafískur hönnuður og forsprakki ,,Arkanna”, félagsskapar sem staðið hefur fyrir spennandi bókverkasýningum hér heima og erlendis. Sigurborg hefur einnig starfað sem kennari m.a. við Myndlista- og handíðaskólann / Listaháskólann og kennt grafíska hönnun og
Fyrri hluti, fyrirlestur. Klippt og skorið, fyrirlestur um skapandi bókverk og einfalt bókband. Kynntar verða til sögunnar fjölmargar aðferðir við að búa til bókverk, mismunandi bókarbrot og skapandi bókverk hönnuða skoðuð.
Síðari hluti, vinnusmiðja. Þátttakendur búa til bókverk og velta fyrir sér með tilraunum  breytilegu formi bókarinnar og möguleikum hennar. Á staðnum verða gamlar bækur sem þátttakendur geta notað sem efnivið í tilraunirnar.

Sjá nánar á heimasíðu Hönnunarsafns Íslands.
Heimasíða Sigurborgar.
– – –

Workshops, lectures, courses and exhibitions!

We are looking forward to next weekends events: workshops, courses and exhibitions of book art and origami! What a treat for paper and book art lovers!

Origami Art: Exhibition and to-days workshop in Gerðuberg Art Center

In Gerðuberg Art Center origami-artists Dave and Assia Brill show their work in an exhibition which opens Thursday January 24. And on Friday and Saturday 25.-26. of January they teach in a course for designers, artists and craftsmen.

See GERÐUBERG ART CENTER.
Dave Brill’s homepage.

Creative bookmaking: Lecture and workshop in Museum of Design 

In Museum of Design and Applied Art in Garðabær, Sigurborg Stefánsdóttir, visual artist and member of ARKIR will be giving lecture and workshop next Friday, January 25, from 9 am to 3 pm.

See MUSEUM OF DESIGN AND APPLIED ART.
Sigurborg Stefánsdóttir homepage.

See you there folks!

Bókverk - Sigurborg

Bókverk í smíðum – Works in process

BokverkBogga2

ARKIR undirbúa þátttöku í samsýningu sem opnar í Silkeborg í byrjun apríl. Sýningin: „hem : hjem : koti : heim : heima : angerlarsimaffik“ er kynnt nánar á sameiginlegum vef þátttakenda: CON-TEXT. Það rær hver og slær með sínu lagi og enn eru margir lausir endar og óskrifuð blöð. Allra handa bókverk eru þó að taka á sig mynd.
– – –
ARKIR are working on books for the Nordic exhibition “HOME” (hem : hjem : koti : heim : heima : angerlarsimaffik) that opens in Denmark in early April for later to travel to the other Nordic countries. There are still many loose ends and uncut sheets, but some interesting works are starting to unfold. Read more about the exhibition on the blog of CON-TEXT.

(update/correction: we are surely making progress but “Works in process” is the right word for it 😉 – sorry folks!)