Heimasíðan endurvakin! | Reviving the ARKIR blog!

Hvað er að frétta? Heimasíða og fréttaveita ARKANNA hefur nú staðið óhreyfð í næstum ár! Bót og betrun er lofað og vonandi verður síðan virkari næsta haust og vetur. Þó hér hafi verið fátt um fréttir að undanförnu er ekki þar með sagt að ARKIRNAR hafi ekki stundað fagrar listir og bókverkagerð. Margskonar verkefni og sýningar eru í undirbúningi. Við sjáum hvað setur í þeim efnum, kynnum það síðar.

Svo haldið sé áfram þar sem frá var horfið, eru hér fyrir neðan til upprifjunar myndir sem Kristín Þóra Guðbjartsdóttir tók af uppsetningu sýningarinnar ENDURBÓKUN í Safnahúsinu á Ísafirði haustið 2016.


Any news from ARKIR? It was a bit shocking to find out that our blog has been silent for an almost a year! Of course we blame our busy lives, but hopefully we can post more news in the months to come, even old ones! ARKIR are still busy working on book arts and multifarious visual arts, planning exhibitions and various projects. We’ll get back to that later!

But just to pick up where we left off a year ago we bring some photos from our last exhibition in Iceland, in September-October 2016: RE-BOOK in “The Old Hospital” Cultural Centre in Ísafjörður. Photos by Kristín Þóra Guðbjartsdóttir.

Um uppsetningu sýningarinnar á Ísafirði sáu þær Kristín Þóra, Inga og Svanborg.
– – –  Kristín Þóra, Inga and Svanborg worked on the display in Ísafjörður.

HEIMA – Thoughts on HOME

Níu meðlimir ARKAR-hópsins eiga verk á sýningunni HEIMA, sem stendur nú yfir í Norræna húsinu. Þegar farandsýningin var sett upp í Silkeborg á síðasta ári birtum við hér á vefnum hugleiðingar um nokkur verkanna. Nú rifjum við upp þessar kynningar. Smellið á verkin til að lesa meira um hugmyndirnar á bak við verkin og listamennina sjálfa.
Sýningin í Norræna húsinu er opin þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 12 – 17. Sýningunni lýkur 23. febrúar.
– – –
When the exhibition HOME opened in Silkeborg in Denmark last year, each one of us in ARKIR wrote a short text about the idea behind one artist’s book we had made for the exhibition. That way we made a series of blogposts on the theme: HOME. The exhibition has travelled from Denmark to Nuuk in Greenland and is now to be seen in the Nordic house in Reykjavík. Click on the images to read more about some of ARKIR works.
The exhibition in the Nordic house is open Tuesdays to Sundays from 12 to 5 pm. Open until 23. February.

SigurborgSt Zoo1    Inga HEIM1    AnnaS Scand1
Sigurborg Stefánsdóttir: Zoo  |  Ingiríður Óðinsdóttir: Home – at home  |  Anna Snædís Sigmarsdóttir: Skandinavian furniture 1960

Heima – Litur    @heima by Osp 2    BryndisBraga 20steps1
Svanborg Matthíasdóttir: Home – Color  |  Arnþrúður Ösp Karlsdóttir: @Heima  |  Bryndís Bragadóttir: 20 steps backwards from home

Friðsæl heimili - Peaceful homes by Helga Pálína      JMT RightsTo 1      AslaugJons Babel 1
Helga Pálína Brynjólfsdóttir: Peaceful homes  |  Jóhanna M. Tryggvadóttir: The Right of Return  |  Áslaug Jónsdóttir: Tower of Babel

Kæru gestir! – Dear guests!

HEIMAopnun25jan2014 1

Það var vel mætt á opnun sýningarinnar „HEIMA“ í Norræna húsinu s.l. laugardag, 25. janúar 2014. Forstjóri Norræna hússins, Max Dager, bauð gesti velkomna; Hanne Matthiesen, fyrirliði CON-TEXT hópsins, sagði frá tilurð sýningarinnar og svo söng Svavar Knútur nokkur lög af alkunnu listfengi. Gaman, gaman! Kæru gestir: takk fyrir komuna!
– – –
Last Saturday, January 25th, we celebrated the opening of our exhibition ‘HOME’ in the Nordic house. The director of the house, Max Dager, gave a short welcome speech; Hanne Matthiesen told us a bit about the idea behind the theme and the travelling exhibition; and Svavar Knútur sang some wonderful songs. We had a ball! Dear guests: Thank you for joing us!

BokverkakonurOpnun25012014

Hanne, Áslaug, Inga, Bryndís, Anna Snædís, Marianne, Sigurborg, Jóhanna M.

Þið sem komust ekki á opnunina getið hlustað á Svavar Knút af spilaranum hér fyrir neðan á meðan þið skoðið myndirnar. Þetta er ljúfur ástarsöngur þrátt fyrir dramatískan textann: „While the world burns“. Smellið á örina!
– – –
For those of you who could not make it to the opening: Play one of Svavar Knútur’s songs on the player below while flicking through the photos. Despite the dramatic lyrics it’s a sweet lovesong: ‘While the world burns’. Click the arrow!

– – –
Smellið á myndsafnið til að sjá stærri myndir.
Click on the gallery to see larger photos.

Friðsæl heimili – Peaceful homes by Helga Pálína

Kynning á íslenskum verkum á sýningunni: hem : HJEM : koti : heim : heima : angerlarsimaffik í Silkeborg Bad. Lesið einnig fyrri færslur:
[1] Sigurborg: Zoo   [2] Áslaug: Babel   [3] Inga: Heim-heima   [4] Anna Snædís: Skandinavísk húsgögn
[5] Svanborg: Heima – Litur   [6] Bryndís: 20 skref afturábak frá heimilinu   [7] Jóhanna Margrét: Réttur til að snúa aftur    

Introduction of some of ARKIR’s works in the exhibition: hem : HJEM : koti : heim : heima : angerlarsimaffik in Silkeborg Bad. Read also:
[1] Sigurborg: Zoo    [2] Áslaug: Babel    [3] Inga: Heim-heima   [4] Anna Snædís: Scandinavian Furniture
[5] Svanborg: Heima – Litur  [6] Bryndís: 20 Steps Backwards From Home   [7] Jóhanna Margrét: The Right of Return

© ljósmyndir / photos: Lilja Matthíasdóttir, Áslaug Jónsdóttir

HPB Peaceful homes 1

listamaður: Helga Pálína Brynjólfsdóttir
titill: Friðsæl heimili
stærðir: 19 x 2,5 x 20 cm
efni og aðferð: Ljósmyndir, stafræn prentun, pappír og pappírsklipp.
ár: 2013

Eitt verka Helgu Pálínu Brynjólfsdóttur á sýningunni Heim : Heima nefnist Friðsæl heimili. Þegar bókin er opnuð rísa upp mosagrónir legsteinar. Við spyrjum Helgu út í titilinn: Er síðasta heimili okkar friðsælt heimili?
„Það eiga ekki allir friðsæl heimili í lifanda lífi, en ég trúi því að í dauðanum hlotnist þeim þau. Ég lít á grafreiti sem okkar síðasta „heimili“ hér á jörð og þeir virka á mig sem friðsæl heimili hinna látnu auk þess sem margir sækja í frið og ró kirkjugarðanna þegar þeir vitja grafa ástvina sinna.”
Um tilurð verksins segir Helga: Bókverkið mitt „Friðsæl heimili“ er unnið eftir göngutúr og myndatökur í Hólavallakirkjugarði í vesturbæ Reykjavíkur. Hann er stærsti íslenski kirkjugarðurinn frá 19. öld og er eins og vin í borginni, með stórum trjám og blómlegum gróðri, girtur steinvegg. Legsteinar og krossar eru afar fjölbreyttir, þeir elstu frá 1838. Margir hverjir minna á hús, eru mosavaxnir og skakkir, en garðurinn hefur verið kallaður stærsta og elsta minjasafn Reykjavíkur.“ 

artist: Helga Pálína Brynjólfsdóttir
title: Peaceful homes
sizes: 19 x 2,5 x 20 cm
materials and method: photographs, digital print, paper and papercut
year: 2013

One of Helga Pálína Brynjólfsdóttir’s artwork at the exhibition Home is called Peaceful homes. When the book is opened rows of mossy gravestones pop up. We ask Helga Pálína about her work: is our last residence a peaceful one?
“Not everyone will experience a peaceful home in their lifetime, but I believe that in the end, death will bring peace to all. I see the graveyard as our last residence on earth and it’s my impression that they truly are the peaceful dwellings of the dead. Many graveyards also offer serene peace and restfulness for the living who visit the graves of their loved ones.“ And Helga explains how her idea came about:
„My book art object “Peaceful homes” was inspired by walks in Reykjavik’s old cemetery, Hólavallakirkjugarður, where I shot the photos I use in the book. It is the largest graveyard from the 19th century and like an oasis in the city, with assorted trees and thriving flora behind its concrete walls. The gravestones and crosses are varied in sizes and shapes, the oldest dating from 1838. Some may even look like houses, some are broken and askew, many covered with moss. The old cemetery has been called the biggest and the oldest museum of Reykjavík. It is surely a peaceful museum.”

Helga Pálína lauk listnámi UIAH, Listiðnaðarháskólanum í Helsinki, Finnlandi, og námi í kennsluréttindum frá Kennaraháskóla Íslands. Hún vinnur að margvíslegum textílverkum og bókverkum sem hún hefur sýnt á sýningum hérlendis og erlendis. Hún býr og starfar í Reykjavík.

Helga Pálína studied textile arts and design at UIAH, The University of Art and Design in Helsinki, Finland, and finished teaching ecucation at the School of Education / University of Iceland. She works on her textile and book art which she has exhibited in Iceland and abroad. She lives and works in Reykjavík.Helga Pálína

Nánari upplýsingar um listamanninn:
Further information about the artist:
Helga Pálína Brynjólfsdóttir     www    @

Réttur til að snúa aftur heim – The Right of Return by Jóhanna

Kynning á íslenskum verk á sýningunni: hem : HJEM : koti : heim : heima : angerlarsimaffik í Silkeborg Bad. Fleiri færslur bætast við á næstu vikum. Lesið líka fyrri færslur:
[1] Sigurborg: Zoo   [2] Áslaug: Babel   [3] Inga: Heim-heima   [4] Anna Snædís: Skandinavísk húsgögn
[5] Svanborg: Heima – Litur   [6] Bryndís: 20 skref afturábak frá heimilinu   

Introduction of some of ARKIR’s works in the exhibition: hem : HJEM : koti : heim : heima : angerlarsimaffik in Silkeborg Bad. Read also:
[1] Sigurborg: Zoo    [2] Áslaug: Babel    [3] Inga: Heim-heima   [4] Anna Snædís: Scandinavian Furniture
[5] Svanborg: Heima – Litur  [6] 20 Steps Backwards From Home   

© ljósmyndir / photos: Lilja Matthíasdóttir, Áslaug Jónsdóttir

JMT RightsTo 1

listamaður: Jóhanna Margrét Tryggvadóttir
titill: Réttur til að flytja ; Réttur til að snúa aftur ; Engin réttindi
stærðir: 30,5 x 11,5  /  22 x 14  /  25,5 x17
efni og aðferð: Blönduð tækni, endurunnar gamlar bækur með resin og býflugnavaxi, hefðbundin bókagerð.
ár: 2013

Á sýningunni Heim : heima sýnir Jóhanna Margrét meðal annars þrjár bækur í fagurrauðu bandi. Saman mynda þær eitt verk sem hún lýsir svo:
„Fyrsta hugmyndin mín var að fá vini og fjölskyldumeðlimi til þess að skrifa niður öll heimilisföng þeirra staða sem þeir höfðu búið á frá því þeir fæddust og til þessa dags. Allir tóku mjög vel í þá bón og það gladdi mig hve skemmtilegt þeim fannst þetta verkefni. Allir fóru að rifja upp fortíðina og vildu vera mjög nákvæmir, ekki gleyma neinum stað. Í gegnum þessa upprifjun spunnust margar skemmtilegar sögur sem nær undantekningarlaust voru góðar og hlýjar minningar. Þá fór ég að hugsa um hve misjöfn örlög okkar eru, eftir því hvar á jarðarkringlunni við fæðumst. Í því samhengi hugsaði ég til Palestínsku þjóðarinnar og ákvað að vinna eina bók sem vísaði til þeirra Palestínumanna sem flæmdir voru burt frá heimilum sínum 1948 og rétt þeirra til þess að snúa aftur heim. Síðustu bókina nefni ég svo Gaza. Það svæði er nokkru minna að flatarmáli en Reykjavík og Kópavogur, höfuðborgarsvæði frjálsrar þjóðar sem telur um 322.000 manns. Á Gaza er 1,4 milljónum manna haldið föngnum í örbirgð, öryggisleysi, þjáningu og niðurlægingu, – réttlausum.“ 

artist: Jóhanna Margrét Tryggvadóttir
titles: The Right to Move ; The Right of Return ; No Rights
sizes: 30,5 x 11,5  /  22 x 14  /  25,5 x17
materials and method: Mixed media, recycled books with resin and beeswax, traditional bookmaking.
year: 2013

In the exhibition Home, Jóhanna Margrét exhibits three books in bright red covers. Although they differ in form and sizes, together the three books form a whole. Jóhanna explains the concept:My first idea was to get friends and family to write down all the addresses of the places they have lived at since they were born and to this day. Everyone was very keen to do it and started to review their past and wanted to be very accurate, not forgetting a single address. Through those lists many stories popped up which included almost invariably good and warm memories. Then I started thinking about how very different fortunes are, depending on where we are born in the world.
In that context, I thought of Palestine and decided to make a book that refers to the Palestinian people who were forced from their home in 1948 and their right to return back home. The last book has a hole where it says: Gaza. The Gaza Strip is just fairly larger than Reykjavík, the capitol of a free nation counting about 322.000 people. In Gaza 1.4 million people are held prisoners in extreme poverty, insecurity and humiliation – with no rights.“ 

Jóhanna stundaði nám í Kent Institute of Art and Design, England, Glasgow school of art, The Icelandic College of Arts and Crafts og lauk auk þess námi í kennsluréttindum frá Háskóla Íslands. Hún kennir listgreinar við framhaldsskóla og vinnur að bókverkum sem hún hefur sýnt á samsýningum hérlendis og erlendis. Hún býr og starfar á Íslandi.

Jóhanna studied art at Kent Institute of Art and Design, England, Glasgow school of art, The Icelandic College of Arts and Crafts and finished teaching ecucation at the University of Iceland. She lives and works in Iceland, teaches arts, makes artbooks and takes part in group exhibitions in Iceland and abroad. 

Jóhanna M. Tryggvadóttir

Nánari upplýsingar um listamanninn:
For further information about the artist contact:
Jóhanna M. Tryggvadóttir    @    fb

Heim : heima – Home : at home by Inga

Við kynnum áfram nokkur íslensku verkanna á sýningunni hem : HJEM : koti : heim : heima : angerlarsimaffik í Silkeborg Bad. Fleiri færslur bætast við á næstu vikum. Lesið líka fyrri kynningar: [1] Zoo og [2] Babel.
In the weeks to come we will introduce some of the works by the Icelandic artist in the exhibition  hem : HJEM : koti : heim : heima : angerlarsimaffik in Silkeborg Bad. This is the third post. Read also: [1] Zoo and [2] Babel.
© ljósmyndir / photos: Lilja Matthíasdóttir

Inga HEIM1

listamaður: Ingiríður Óðinsdóttir
titill: Heim – heima
stærð: 32 x 23 x 38 cm.
efni og aðferð: pappír, saumþráður, pappírsskurður
ár: 2013

Inga sýnir fjögur verk á sýningunni sem nú stendur yfir í Silkeborg Bad í Danmörku en þau hverfast öll um Ísland. Um verkin segir Inga: „Þegar ég fór í hugmyndavinnu fyrir sýninguna kom fyrst upp í huga minn þau hús sem ég hafði búið í hér og hvar, en það leiddi mig að spurningunni: hvar á ég heima og hver eru heimkynni mín? Það er auðvitað Ísland. Ég bjó í Svíþjóð um nokkurra ára bil og flaug oft á milli Íslands og Svíþjóðar. Þá var svo notalegt þegar flugvélin var lent og flugfreyjurnar sögðu „velkomin heim“. Þá var ég svo sannarlega komin heim. Út frá þessum hugleiðingum fór ég að vinna með Ísland, útlínur þess og form á ýmsa vegu.“

artist: Ingiríður Óðinsdóttir
title: Heim – heima
size: 32 x 23 x 38 cm.
materials and method: paper, tread, paper-cutting
year: 2013

Inga has four new works at the exhibition “HOME” in Silkeborg Bad in Denmark, and they are all connected in the same theme: Iceland. In Inga’s words: “When I started to reflect upon the concept for the exhibition, the first thing that came to my mind were the various houses I had lived in. But later on I asked myself: Where has my home always been? The answer was Iceland. I lived in Sweden for several years and often flew to Iceland. I was always so pleased when the aircraft had landed and the stewardess announced: “welcome home”. Then I was truly home. From these thoughts, I began to work with my ideas of my home country, the contours and shapes in a variety of ways.”

Ingiríður vinnur við myndlist, bókverk og textílhönnun. Hún stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga á Íslandi og í Svíþjóð, Finnlandi, Danmörku, Belgíu og Bandaríkjunum. Hún býr í Hafnarfirði.

Ingiríður works on her art, artist books and textile design in her studio in Garðabær. She studied at The Icelandic College of Arts and Crafts. She has participated in numerous group exhibitions in Iceland and Sweden, Finland, Denmark, Belgium and the USA. She lives in Hafnarfjörður.

IngiridurOdins

Nánari upplýsingar um listamanninn / Further information about the artist:
Ingiríður Óðinsdóttir    www    www    fb
Hafa samband / Contact:    @    fb

Dýragarður – Zoo by Sigurborg

Næstu vikur kynnum við nokkur íslensku verkanna á sýningunni hem : HJEM : koti : heim : heima : angerlarsimaffik í Silkeborg Bad. Fleiri færslur bætast við á næstu vikum.
In the weeks to come we will introduce some of the works by the Icelandic artist in the exhibition  hem : HJEM : koti : heim : heima : angerlarsimaffik in Silkeborg Bad. This is the first post.
© ljósmyndir / photos: Áslaug Jónsdóttir og Lilja Matthíasdóttir.

SigurborgSt Zoo1

listamaður: Sigurborg Stefánsdóttir
titill: Zoo
stærð: 19 x 25,5 cm.
efni og aðferð: litaður pappír, pappírsklippur, hringekjubrot, saumur
ár: 2013

Um bókina segir Sigurborg: „Dýragarðsbók: Þetta bókverk er dæmi um heimili innan rimla. Dýrin eru föst í búri, „húsi“ sem þau hafa ekki valið sér sjálf og frelsi er víðs fjærri. Þeim er ætlað að vera sýningargripir og öðrum en sjálfum sér til ánægju. Litir eru hafðir sterkir til að auka sjónrænan áhrifamátt. Bókarbrotið er svokallað „hringekjuform“, þar sem nokkur lög af pappír, misstór eru sett saman og skorið úr, svo horfa megi í gegn.“

artist: Sigurborg Stefánsdóttir
title: Zoo
size: 19 x 25,5 cm.
materials and method: colored paper, paper-cutting, carousel-folding, sewing
year: 2013

Sigurborg on the book: “This artist book is an example of a home behind bars. The animals are caged, a “home” which they have not chosen, and from which freedom is out of reach. They are exhibited for others to enjoy. Colors are usually bright to try to enhance the visual experience. The book design is in the so-called “carousel” folding, which consists of several layers of different sized paper, and cutout, so that it is possible to see through them.”

Sigurborg er listmálari, bókverkakona og grafískur hönnuður. Hún stundaði nám hjá Hans Chr. Højer í Kaupmannahöfn og síðar í Skolen for Brugskunst, nytjalistaháskólanum í Kaupmannahöfn. Hún hefur tekið þátt í námskeiðum í Bandaríkjunum, Japan og á Íslandi. Hún býr í Reykjavík og er með vinnustofu á Grensásvegi 12A.

Sigurborg is a painter, book artist and graphic designer. She studied art with artist Hans Chr. Højer and at Denmark’s School of Design, Copenhagen, Denmark. She has attended art courses in USA, Japan and Iceland. She lives in Reykjavík and has a studio at Grensásvegur in Reykjavik.

Nánari upplýsingar um listamanninn / Further information about the artist:
Sigurborg Stefánsdóttir:  www    www
Hafa samband / Contact:   @    fb

SigurborgSt

Listabókahelgi Crymogeu – Market of art books

Undraforlagið Crymogea, sem svo gjarna gefur út firnavandaðar, hnausþykkar og fagrar myndabækur, stendur fyrir listabókamarkaði dagana 1., 2. og 3. febrúar 2013 frá kl 11-17. Þetta er í annað sinn sem Crymogea stendur fyrir markaði af þessu tagi. Listafínar bækur eftir bókverkafólk úr ýmsum greinum sjónlista verða á boðstólum í húsakynnum Crymogeu að Barónstíg 27, ofan við Laugaveg. Ekki missa af besta bókamarkaði ársins!
– – –
Crymogea, publisher of rare and beautiful books, holds a market of art books next weekend from Friday to Sunday, February 1. 2. and 3. from 11 am to 5 pm. Art books and artist’s books, all sorts of awesome books by various visual artists will be sold at Crymogea’s market, at Barónstígur 27, just by Laugavegur. Don’t miss Reykjavik’s best book market!

ListabókahelgiCrymo