Heimasíðan endurvakin! | Reviving the ARKIR blog!

Hvað er að frétta? Heimasíða og fréttaveita ARKANNA hefur nú staðið óhreyfð í næstum ár! Bót og betrun er lofað og vonandi verður síðan virkari næsta haust og vetur. Þó hér hafi verið fátt um fréttir að undanförnu er ekki þar með sagt að ARKIRNAR hafi ekki stundað fagrar listir og bókverkagerð. Margskonar verkefni og sýningar eru í undirbúningi. Við sjáum hvað setur í þeim efnum, kynnum það síðar.

Svo haldið sé áfram þar sem frá var horfið, eru hér fyrir neðan til upprifjunar myndir sem Kristín Þóra Guðbjartsdóttir tók af uppsetningu sýningarinnar ENDURBÓKUN í Safnahúsinu á Ísafirði haustið 2016.


Any news from ARKIR? It was a bit shocking to find out that our blog has been silent for an almost a year! Of course we blame our busy lives, but hopefully we can post more news in the months to come, even old ones! ARKIR are still busy working on book arts and multifarious visual arts, planning exhibitions and various projects. We’ll get back to that later!

But just to pick up where we left off a year ago we bring some photos from our last exhibition in Iceland, in September-October 2016: RE-BOOK in “The Old Hospital” Cultural Centre in Ísafjörður. Photos by Kristín Þóra Guðbjartsdóttir.

Um uppsetningu sýningarinnar á Ísafirði sáu þær Kristín Þóra, Inga og Svanborg.
– – –  Kristín Þóra, Inga and Svanborg worked on the display in Ísafjörður.

ARKIR á Akureyri | Book art exhibition in Akureyri

ARKIR-Amtsbokasafn-2016-veggspjald

ARKIR opna bókverkasýningu í Amtsbókasafninu á Akureyri fimmtudaginn 2. júní 2016 kl. 17, og sýna þar verk sem unnin eru úr afskrifuðum bókum af Borgarbókasafni og víðar. Verið velkomin á opnunina!


ARKIR will open their forth variant of the book art exhibition ENDURBÓKUN / RE-BOOK at Amtsbókasafnið, Akureyri City Library, on Thursday, June 2nd, at 5pm. Welcome to the opening!

Sumarsýningar | Summer exhibitions

Kristín-Þóra-Uppbrot

Sumarið er að bresta á og því rétt að tilkynnina um sýningar næstu mánuða. Verk ARKA frá sýningunni ENDURBÓKUN verða til sýnis í Amtsbókasafninu á Akureyri í júní og í lok ágúst opnum við sýningu af sama tagi í Safnahúsinu á Ísafirði. Ekki er útilokað að ný verk slæðist með! Við kynnum opnun og sýningartíma nánar þegar nær dregur.


We are happy to announce that we will be exhibiting works from our exhibition ENDURBÓKUN / RE-BOOK in Amtsbókasafnið – Akureyri City Library, opening in June, as well as in Ísafjörður Culture Center, Safnahúsið, opening at the end of August. Further information on openings, exhibition time and dates will be made known soon.

Fyrir ofan / Above: Kristín Þóra Guðbjartsdóttir: Uppbrot.
Fyrir neðan / Below: Sigurborg Stefánsdóttir: Bútasaumur.
Myndir / photos: © Binni.

Sigurborg-St-Bútasaumur

 

Gleðilegt ár! ∼ Happy New Book Art Year 2016!

 

ARKIR-Sorpualmanak2016web

ARKIR óska listunnendum og bókverkafólki um heim allan gleðilegs árs og þakka góðar viðtökur, samvinnu og samskipti á liðnum árum. Megi nýja árið verða öllu listafólki gjöfult.

Á árinu sem leið sýndu ARKIR bókverk sín víða, bæði hérlendis og erlendis. Sýningin ENDURBÓKUN, sem opnaði fyrst í Gerðubergi Menningarhúsi, var sett upp í Bókasafni Reykjanesbæjar í apríl og síðar í Spönginni Menningarhúsi. Sýningin eða hluti hennar mun ferðast víðar um landið á nýja árinu. Verkin á sýningunni ENDURBÓKUN voru öll unnin úr gömlum eða afskrifuðum bókum af Borgarbókasafni. Myndir frá sýningunni í Gerðubergi prýða nú almanak SORPU árið 2016. Almanakið má nálgast á endurvinnslustöðum SORPU en einnig má skoða almanakið hér og hlaða því niður rafrænt. Myndin á forsíðu almanaksins sýnir hluta af verkinu Orðaflaumur eftir Ingiríði Óðinsdóttur. Ljósmyndir: Binni.

Síðla ársins 2015 tóku ARKIR þátt í sýningunni DRIFTING CLOUDS í Nicosia á Kýpur ásamt fjölmörgum evrópskum listamönnum. Fyrr á árinu höfðu nokkrar úr hópnum sýnt verk á norrænni bókverkasýningu í Helsinki í tilefni af 20 ára afmæli Gallery Jangva í Helsinki. Verk þeirra Önnu Snædísar, Sigurborgar og Svanborgar voru einnig valin á ERROR – sjöunda alþjóðlega bókverkaþríæringinn í Vilnius 2015, en þema þríæringsins var “Error” {Mistake}: villa eða mistök. Verkin voru til sýnis í Gallery Titanikas, sem er í Listaháskólanum í Vilnius, en hluti verkanna var einnig til sýnis í Leipzig í Þýskalandi; í Vercelli á Ítalíu; og víðar. Nánar má lesa um þríæringinn hér: ERROR og fyrir neðan má sjá myndband frá sýningunni í Vercelli: Museo Leone, Vercelli & “Studio 10″ City Gallery.

 

ARKIR fengu líka góðar heimsóknir á árinu – þar má nefna ljóðskáldið og bókverkakonuna Nancy Campbell  eins og við sögðum frá hér; sem og listakonuna Sandhya sem einnig notar ljóð og texta í sínum verkum.

Með nokkrum myndum frá liðnu ári sendum við kveðjur til vina og velunnara ARKANNA og vonum að sem flest ný og áhugaverð bókverk líti dagsins ljós á árinu 2016.

Sandhya-ARKIR

Ösp, Kristín Þóra, Inga, Sandhya, Bogga, Svanborg og Anna Snædís.

Dear friends of ARKIR, co-workers and fellow artists! We wish you all a very happy and prosperous New Year! May your lives be filled with joy and good art!

Looking back at the past year we state that ARKIR Book Arts Group had a fine year. Our exhibition ENDURBÓKUN / RE-BOOK, that originally opened in Gerðuberg Culturehouse, was later opened in Reykjanesbær Library in April and in Spöngin Culturehouse in July. We can confirm that the exhibition will travel further in the new year. All the works were created by using old books, mostly discared books from Gerðuberg Library. Photos exhibiting book art from ENDURBÓKUN / RE-BOOK are illustrating a 2016-calendar published by SORPA, a non-profit waste management firm owned and run by seven municipalities in Iceland’s Capital Area. SORPA’s almanac is available at all the recycling centers but can also be viewed and downloaded here. Artwork on cover shows Orðaflaumur (Stream of Words) by Inga, Ingiríður Óðinsdóttur. Photos by Binni. 

In October ARKIR took part in the exhibition DRIFTING CLOUDS in Nicosia in Cyprus. Earlier in the year, ARKIR members partisipated in a Nordic Artists’ Books exhibition in Studio Gallery Jangva Studio in Helsinki, as a part of Gallery Jangva’s 20th anniversary. Works by Anna Snædís, Sigurborg and Svanborg were also selected for ERROR – 7th International Artist’s Book Triennial Vilnius 2015” with the theme “Error” {Mistake}. The 7th triennial was opened in Gallery Titanikas, an exhibition hall belonging to the Vilnius Academy of Arts. Selections were also exhibited in Leipzig, Germany; Vercelli, Italy; in Austria; and more. For further information see the triennial’s webpage: ERROR. The video above shows moments from the show in Vercelli: Museo Leone, Vercelli & “Studio 10″ City Gallery.

ARKIR also had good visitors from abroad, – for instance the poet and book artist Nancy Campbell as reported here; and artist Sandhya who also uses poems and texts in her works. 

With a series of photos from the year 2015, we send our best wishes and hope for a splendid year 2016!

 

 

Við minnum á sýningarlok ~ Last weeks of exhibition

Endurbókun VerkSpöngin2015 KriThora 7

Með þessum myndum minnum við á yfirstandandi sýningu Arkanna: ENDURBÓKUN í Spönginni Menningarhúsi, en henni lýkur laugardaginn 3. október 2015. Sýningin er opin á opnunartíma bókasafnsins: mánudaga til fimmtudaga frá kl 10-19, föstudaga kl 11-19 og laugardaga kl 12-16.
Sjá má fleiri myndir af bókverkum á fyrstu sýningu ENDURBÓKUNAR hér and hér.

ARKIR’s exhibition ENDURBÓKUN – RE-BOOK at Spöngin Culture House, has been well received since the opening on July 1st. WIth these photos we would like to make a note that the exhibition closes on October 3rd 2015.
Check out more photos from ENDURBÓKUN here and here

Ljósmyndir / photos: Kristín Þóra Guðbjartsdóttir og Áslaug Jónsdóttir.

Click on the images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.

works by Anna Snædís Sigmarsdóttir

works by Anna Snædís Sigmarsdóttir

Frá opnun í Spönginni ~ Photos from exhibition opening in July

Endurbókun Opnun 1juli2015 KrThora 3

Hratt líður stund. Við áttum alveg eftir að gera opnun sýningarinnar ENDURBÓKUN í Spönginni Menningarhúsi skil hér á vef ARKANNA. Sýningin opnaði þar 1. júlí með ljúfri stemningu. Sýningarlok eru 3. október. Við þökkum góðar viðtökur í Grafarvoginum.

How time flies! We opened the third variant of our book art exhibition ENDURBÓKUN – RE-BOOK in the City Library, Spöngin Culture House, on July 1st, but we haven’t posted any photos from the opening yet. So now we do! Make sure you check out more photos from ENDURBÓKUN on this blog. The exhibition closes on October 3rd. 

Ljósmyndir / photos: Kristín Þóra Guðbjartsdóttir og Áslaug Jónsdóttir.

Click on the images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.

 

 

ENDURBÓKUN í Spönginni – Re-booked in Grafarvogur

ENDURBOKUNSPONGIN2015

Við enduropnum endurnýjaða ENDURBÓKUN í Borgarbókasafni – Menningarhúsi Spönginni í dag, 1. júlí kl 17. Verið velkomin á opnunina! Flest verkin voru sýnd í Gerðubergi á síðasta ári og snemma vors á þessu ári í bókasafni Reykjanesbæjar, en ný og áður ósýnd verk er einnig að finna í Spönginni. Sem fyrr eru verkin unnin úr aflóga bókum, að megni til afskrifuðum bókum frá Borgarbókasafni. Sýningin stendur til 3. október.

Our exhibition ENDURBÓKUN / RE-BOOK has found its way back to Reykjavík from Reykjanes and will now open in Spöngin Culture House, one of Reykjavík City Library branches. This is our third version of this exhibition, with works created from old books, mostly discared books from Reykjavík City Library. To every exhibition we have added some new works. ENDURBÓKUN in Spöngin Culture House will be open until 3. October, see the library opening hours. Welcome to opening today, 1. July at 5 pm! 

Ekki til útláns – Renewed library books?

ARKIR Jun1 AslaugJ

ARKIRNAR hafa ýmis verkefni á prjónunum. Eitt þeirra hófst í síðustu viku þegar okkur bárust margir kassar af bókum sem lokið hafa hlutverki sínu á bókasafninu. Bækurnar munu nú ganga í endurnýjun lífdaga sem efniviður í bókverk og ef allt fer að óskum: verða til sýnis á sérstakri sýningu.
Myndirnar voru teknar á meðan við handlékum bækurnar um leið og við ræddum verkefnin framundan.
– – –
ARKIR have several projects running and one of them started last week when we received loads of old library books which will be “renewed” for the last time, when serving as material for book art objects. If all goes according to the plan, the books will end up in a special exhibition.
These shots were taken when we were discussing future projects and meanwhile just handling the books.