Upphaf – efni og áhöld / Book art by Svanborg

BokSvanborg

Bók vikunnar – Book art of the week

Svanborg Matthíasdóttir:

Upphaf – efni og áhöld (2008)
hvítur litur: olía og olíupastel, hörstrigi, pappír og tjörupappi
– – –
Beginning – tools and materials (2008)
white color: oil and oil pastel, linen, paper, tar paper

Ekki til útláns – Renewed library books?

ARKIR Jun1 AslaugJ

ARKIRNAR hafa ýmis verkefni á prjónunum. Eitt þeirra hófst í síðustu viku þegar okkur bárust margir kassar af bókum sem lokið hafa hlutverki sínu á bókasafninu. Bækurnar munu nú ganga í endurnýjun lífdaga sem efniviður í bókverk og ef allt fer að óskum: verða til sýnis á sérstakri sýningu.
Myndirnar voru teknar á meðan við handlékum bækurnar um leið og við ræddum verkefnin framundan.
– – –
ARKIR have several projects running and one of them started last week when we received loads of old library books which will be “renewed” for the last time, when serving as material for book art objects. If all goes according to the plan, the books will end up in a special exhibition.
These shots were taken when we were discussing future projects and meanwhile just handling the books.

Heimsókn – Reykjavík Letterpress

ReykjavikLetterpress 1

Í vor heimsóttu Arkirnar Reykjavík Letterpress, galdrasmiðju þeirra Hildar Sigurðardóttur og Ólafar Birnu Garðarsdóttur. Tilgangurinn var að skoða ýmsa möguleika klisjuprentunar í bókagerð. Hildur og Ólöf reka þessa einstöku prent- og hönnunarstofu á Lindargötu 50, en þar drjúpa gæðin af hverri prentörk. Fallegur pappír, litir og áferð, hönnun og handbragð, allt ber að sama brunni. Hildur og Ólöf endurguldu svo heimsóknina nokkrum vikum síðar og litu inn á fund hjá Örkunum. Hver veit nema vænta megi samstarfs í framtíðinni! Takk fyrir okkur!
– – –
Earlier this year we visited Reykjavík Letterpress, a design studio and letterpress print shop in Lindargata, run by Hildur Sigurðardóttir og Ólöf Birna Garðarsdóttir. We were eager to learn more about this old technique and its modern twists. It was truly inspiring to see samples of Hildur’s and Ólöf Birna’s quality design and craftmanship in the studio. Couple of weeks later we had Hildur and Ólöf on visit for further talks about book art and printing. Who knows, perhaps we can look forward to collaboration in the art of book making!

Tenglar / Links:
Reykjavík Letterpress
Reykjavík Letterpress on Facebook

@heima – @home by Arnþrúður Ösp

Kynning á íslenskum verkum á sýningunni: hem : HJEM : koti : heim : heima : angerlarsimaffik í Silkeborg Bad. Lesið einnig fyrri færslur:
[1] Sigurborg: Zoo   [2] Áslaug: Babel   [3] Inga: Heim-heima   [4] Anna Snædís: Skandinavísk húsgögn
[5] Svanborg: Heima – Litur   [6] Bryndís: 20 skref afturábak frá heimilinu   [7] Jóhanna Margrét: Réttur til að snúa aftur   [8] Helga Pálína: Friðsæl heimili

Introduction of some of ARKIR’s works in the exhibition: hem : HJEM : koti : heim : heima : angerlarsimaffik in Silkeborg Bad. Read also:
[1] Sigurborg: Zoo    [2] Áslaug: Babel    [3] Inga: Heim-heima   [4] Anna Snædís: Scandinavian Furniture
[5] Svanborg: Heima – Litur  [6] Bryndís: 20 Steps Backwards From Home   [7] Jóhanna Margrét: The Right of Return   [8] Helga Pálína: Peaceful homes

© ljósmyndir / photos: Lilja Matthíasdóttir, Áslaug Jónsdóttir

@heima by Osp 1

listamaður: Arnþrúður Ösp Karlsdóttir
titill: @heima
stærð: 22,2 x 1,8 x 33,5 cm (lokuð)
efni og aðferð: ljósrit, glærur, pappír, lím, þráður, saumaskapur, handritaður texti
ár: 2013

Á sýningunni Heim-heima er verk eftir Arnþrúði Ösp sem ber heitið @heima. Við áhorfandanum blasa gegnsæ kort og rauðar staðarmerkingar sem beinast út meðfram síðunum og til beggja handa þegar bókin er opnuð. Rauðir krossar og götukort renna saman í eitt, rétt eins og minningar þegar litið er til baka – eða hvað? Ösp er spurð út í merkingarnar, heimilisföngin og kortin:
„Heimilisföngin eru skrásetning á staðsetningu minni á afmörkuðum tímabilum í lífi mínu. Vegakort eru mér myndræn upprifjun, sem tengjast minningum um lífið og tilveruna á tilteknum stað og á því heimili.
Ég rifjaði upp heimilisföng allra heimila minna, allra þeirra staða sem ég hef búið á frá því ég man eftir mér. Þetta reyndust vera 20 heimilisföng á Íslandi og í Danmörku.“

artist: Arnþrúður Ösp Karlsdóttir
title: @home
size: 22,2 x 1,8 x 33,5 cm (closed)
materials and method: photocopies, transparency films, paper, glue, cardboards, needlework, thread, handwriting
year: 2013

At the exhibition Home in Silkeborg, Arnþrúður Ösp shows a book that is closely connected to the exhibition theme already by the name: @home. The viewer notes the transparent maps that together merge into one diffused map, perhaps a bit like when you search your memory for places in the past? Handwritten addresses on bright red labels point out alongside the pages and back and forth when the book is open. Arnþrúður Ösp looked back and recalled her homes:
“The addresses are registration of my location on specific periods in my life. The maps are to me a visual review connected to memories of the life I lived in that area and at that home.
I recalled addresses of all my homes, all the places I have lived in. It turned out to be 20 addresses in Iceland and in Denmark.”

Arnþrúður Ösp lauk listnámi frá textíldeild MHÍ og kennaranámi frá Håndarbejdet Fremmes Seminarium í Kaupmannahöfn. Hún vinnur textílverk og bókverk og hefur sýnt á sýningum hérlendis og erlendis. Hún býr og starfar í Reykjavík.

Arnþrúður Ösp studied textile arts at The Icelandic College of Arts and Crafts in Reykjavík, Iceland, and took a degree as a teacher from Håndarbejdet Fremmes Seminarium in Copenhagen. She works in textile and book art, and has exhibited in Iceland and abroad. She lives and works in Reykjavík.

ArnthrudurOsp

Nánari upplýsingar um listamanninn:
Further information about the artist:
Arnþrúður Ösp Karlsdóttir   www    @    pin

Friðsæl heimili – Peaceful homes by Helga Pálína

Kynning á íslenskum verkum á sýningunni: hem : HJEM : koti : heim : heima : angerlarsimaffik í Silkeborg Bad. Lesið einnig fyrri færslur:
[1] Sigurborg: Zoo   [2] Áslaug: Babel   [3] Inga: Heim-heima   [4] Anna Snædís: Skandinavísk húsgögn
[5] Svanborg: Heima – Litur   [6] Bryndís: 20 skref afturábak frá heimilinu   [7] Jóhanna Margrét: Réttur til að snúa aftur    

Introduction of some of ARKIR’s works in the exhibition: hem : HJEM : koti : heim : heima : angerlarsimaffik in Silkeborg Bad. Read also:
[1] Sigurborg: Zoo    [2] Áslaug: Babel    [3] Inga: Heim-heima   [4] Anna Snædís: Scandinavian Furniture
[5] Svanborg: Heima – Litur  [6] Bryndís: 20 Steps Backwards From Home   [7] Jóhanna Margrét: The Right of Return

© ljósmyndir / photos: Lilja Matthíasdóttir, Áslaug Jónsdóttir

HPB Peaceful homes 1

listamaður: Helga Pálína Brynjólfsdóttir
titill: Friðsæl heimili
stærðir: 19 x 2,5 x 20 cm
efni og aðferð: Ljósmyndir, stafræn prentun, pappír og pappírsklipp.
ár: 2013

Eitt verka Helgu Pálínu Brynjólfsdóttur á sýningunni Heim : Heima nefnist Friðsæl heimili. Þegar bókin er opnuð rísa upp mosagrónir legsteinar. Við spyrjum Helgu út í titilinn: Er síðasta heimili okkar friðsælt heimili?
„Það eiga ekki allir friðsæl heimili í lifanda lífi, en ég trúi því að í dauðanum hlotnist þeim þau. Ég lít á grafreiti sem okkar síðasta „heimili“ hér á jörð og þeir virka á mig sem friðsæl heimili hinna látnu auk þess sem margir sækja í frið og ró kirkjugarðanna þegar þeir vitja grafa ástvina sinna.”
Um tilurð verksins segir Helga: Bókverkið mitt „Friðsæl heimili“ er unnið eftir göngutúr og myndatökur í Hólavallakirkjugarði í vesturbæ Reykjavíkur. Hann er stærsti íslenski kirkjugarðurinn frá 19. öld og er eins og vin í borginni, með stórum trjám og blómlegum gróðri, girtur steinvegg. Legsteinar og krossar eru afar fjölbreyttir, þeir elstu frá 1838. Margir hverjir minna á hús, eru mosavaxnir og skakkir, en garðurinn hefur verið kallaður stærsta og elsta minjasafn Reykjavíkur.“ 

artist: Helga Pálína Brynjólfsdóttir
title: Peaceful homes
sizes: 19 x 2,5 x 20 cm
materials and method: photographs, digital print, paper and papercut
year: 2013

One of Helga Pálína Brynjólfsdóttir’s artwork at the exhibition Home is called Peaceful homes. When the book is opened rows of mossy gravestones pop up. We ask Helga Pálína about her work: is our last residence a peaceful one?
“Not everyone will experience a peaceful home in their lifetime, but I believe that in the end, death will bring peace to all. I see the graveyard as our last residence on earth and it’s my impression that they truly are the peaceful dwellings of the dead. Many graveyards also offer serene peace and restfulness for the living who visit the graves of their loved ones.“ And Helga explains how her idea came about:
„My book art object “Peaceful homes” was inspired by walks in Reykjavik’s old cemetery, Hólavallakirkjugarður, where I shot the photos I use in the book. It is the largest graveyard from the 19th century and like an oasis in the city, with assorted trees and thriving flora behind its concrete walls. The gravestones and crosses are varied in sizes and shapes, the oldest dating from 1838. Some may even look like houses, some are broken and askew, many covered with moss. The old cemetery has been called the biggest and the oldest museum of Reykjavík. It is surely a peaceful museum.”

Helga Pálína lauk listnámi UIAH, Listiðnaðarháskólanum í Helsinki, Finnlandi, og námi í kennsluréttindum frá Kennaraháskóla Íslands. Hún vinnur að margvíslegum textílverkum og bókverkum sem hún hefur sýnt á sýningum hérlendis og erlendis. Hún býr og starfar í Reykjavík.

Helga Pálína studied textile arts and design at UIAH, The University of Art and Design in Helsinki, Finland, and finished teaching ecucation at the School of Education / University of Iceland. She works on her textile and book art which she has exhibited in Iceland and abroad. She lives and works in Reykjavík.Helga Pálína

Nánari upplýsingar um listamanninn:
Further information about the artist:
Helga Pálína Brynjólfsdóttir     www    @