Kynning á íslenskum verkum á sýningunni: hem : HJEM : koti : heim : heima : angerlarsimaffik í Silkeborg Bad. Lesið einnig fyrri færslur:
[1] Sigurborg: Zoo [2] Áslaug: Babel [3] Inga: Heim-heima [4] Anna Snædís: Skandinavísk húsgögn
[5] Svanborg: Heima – Litur [6] Bryndís: 20 skref afturábak frá heimilinu [7] Jóhanna Margrét: Réttur til að snúa aftur
Introduction of some of ARKIR’s works in the exhibition: hem : HJEM : koti : heim : heima : angerlarsimaffik in Silkeborg Bad. Read also:
[1] Sigurborg: Zoo [2] Áslaug: Babel [3] Inga: Heim-heima [4] Anna Snædís: Scandinavian Furniture
[5] Svanborg: Heima – Litur [6] Bryndís: 20 Steps Backwards From Home [7] Jóhanna Margrét: The Right of Return
© ljósmyndir / photos: Lilja Matthíasdóttir, Áslaug Jónsdóttir

listamaður: Helga Pálína Brynjólfsdóttir
titill: Friðsæl heimili
stærðir: 19 x 2,5 x 20 cm
efni og aðferð: Ljósmyndir, stafræn prentun, pappír og pappírsklipp.
ár: 2013
Eitt verka Helgu Pálínu Brynjólfsdóttur á sýningunni Heim : Heima nefnist Friðsæl heimili. Þegar bókin er opnuð rísa upp mosagrónir legsteinar. Við spyrjum Helgu út í titilinn: Er síðasta heimili okkar friðsælt heimili?
„Það eiga ekki allir friðsæl heimili í lifanda lífi, en ég trúi því að í dauðanum hlotnist þeim þau. Ég lít á grafreiti sem okkar síðasta „heimili“ hér á jörð og þeir virka á mig sem friðsæl heimili hinna látnu auk þess sem margir sækja í frið og ró kirkjugarðanna þegar þeir vitja grafa ástvina sinna.”
Um tilurð verksins segir Helga: „Bókverkið mitt „Friðsæl heimili“ er unnið eftir göngutúr og myndatökur í Hólavallakirkjugarði í vesturbæ Reykjavíkur. Hann er stærsti íslenski kirkjugarðurinn frá 19. öld og er eins og vin í borginni, með stórum trjám og blómlegum gróðri, girtur steinvegg. Legsteinar og krossar eru afar fjölbreyttir, þeir elstu frá 1838. Margir hverjir minna á hús, eru mosavaxnir og skakkir, en garðurinn hefur verið kallaður stærsta og elsta minjasafn Reykjavíkur.“
artist: Helga Pálína Brynjólfsdóttir
title: Peaceful homes
sizes: 19 x 2,5 x 20 cm
materials and method: photographs, digital print, paper and papercut
year: 2013
One of Helga Pálína Brynjólfsdóttir’s artwork at the exhibition Home is called Peaceful homes. When the book is opened rows of mossy gravestones pop up. We ask Helga Pálína about her work: is our last residence a peaceful one?
“Not everyone will experience a peaceful home in their lifetime, but I believe that in the end, death will bring peace to all. I see the graveyard as our last residence on earth and it’s my impression that they truly are the peaceful dwellings of the dead. Many graveyards also offer serene peace and restfulness for the living who visit the graves of their loved ones.“ And Helga explains how her idea came about:
„My book art object “Peaceful homes” was inspired by walks in Reykjavik’s old cemetery, Hólavallakirkjugarður, where I shot the photos I use in the book. It is the largest graveyard from the 19th century and like an oasis in the city, with assorted trees and thriving flora behind its concrete walls. The gravestones and crosses are varied in sizes and shapes, the oldest dating from 1838. Some may even look like houses, some are broken and askew, many covered with moss. The old cemetery has been called the biggest and the oldest museum of Reykjavík. It is surely a peaceful museum.”
-
-
Friðsæl heimili – Peaceful homes – Helga Pálína Brynjólfsdóttir
-
-
Friðsæl heimili – Peaceful homes – Helga Pálína Brynjólfsdóttir
-
-
Friðsæl heimili – Peaceful homes – Helga Pálína Brynjólfsdóttir
-
-
Friðsæl heimili – Peaceful homes – Helga Pálína Brynjólfsdóttir
Helga Pálína lauk listnámi UIAH, Listiðnaðarháskólanum í Helsinki, Finnlandi, og námi í kennsluréttindum frá Kennaraháskóla Íslands. Hún vinnur að margvíslegum textílverkum og bókverkum sem hún hefur sýnt á sýningum hérlendis og erlendis. Hún býr og starfar í Reykjavík.
Helga Pálína studied textile arts and design at UIAH, The University of Art and Design in Helsinki, Finland, and finished teaching ecucation at the School of Education / University of Iceland. She works on her textile and book art which she has exhibited in Iceland and abroad. She lives and works in Reykjavík.
Nánari upplýsingar um listamanninn:
Further information about the artist:
Helga Pálína Brynjólfsdóttir www @
Like this:
Like Loading...