Ævintýraleg heimili – Fabulous homes

Á síðasta Arkarfundi mætti Anna Snædís með nokkrar gamlar og góðar barnabækur: fletti-spretti-bækur með ævintýrunum um stúlkukindurnar Mjallhvíti og Rauðhettu. Flestar okkar höfðu að minnsta kosti átt eina af þessum bókum í barnæsku og notið þess að líta inn til ömmu Rauðhettu, til dverganna sjö, vondu stjúpunnar, Þyrnirósar o.s.frv.

Annars var bara unnið að HEIMA-sýningunni, spáð í form og brot og byggingarlag bóka.

At the last AKRIR-meeting we were admiring old pop-up picturebooks. We all had at least one of these magical books as kids. There we have the homes of The Seven Dwarfs in Snow White and Little Red Riding Hood’s grandmother. Fabulous!

But of course we were working on all kinds of book structions for next exhibition: HOME!

Heim – Home

Níu ARKIR stefna á þátttöku í norrænni samsýningu á næsta ári. Sýningin ber fjölmörg heiti upp á norrænar tungur, en yfirskriftin hverfist um hugtakið heim eða heimili, heimkynni og híbýli. Það eru dönsku listamennirnir í X-piir sem standa undirbúningi sýningarinnar, en ætlað er að hún opni í Silkeborg Bad 6. apríl 2013. Sýningin er farandsýning og frá Silkeborg heldur hún til Grænlands, þaðan til Íslands og svo áfram um gjörvalla Skandinavíu ef allt fer að óskum. Undirbúning, aðstandendur og þátttakendur má kynna sér á vef CONTEXT-hópsins, en sýningin HEIM er önnur samsýning hópsins.

We are happy to announce next project and exhibition: ARKIR will participate in a Nordic group exhibition opening in Silkeborg Bad, Denmark, in April 2013. The exhibition will travel on to Greenland, then Iceland and from there hopefully to the rest of the Nordic countries: Faro Islands, Finland, Sweden and Norway. The preparations for this ambitious plans are made by X-piir, the danish artists in the CONTEXT-group (who started the art project CON-TEXT in 2009 leading to exhibitions in 2009/2010), led by Hanne Matthiesen. The theme and the title  for the exhibition is “HOME”. Follow news about preparations and read more about the many interesting artists on the CONTEXT-blog!

Artwork © Áslaug Jónsdóttir: Þangað.

Að loknu námskeiði – Book arts workshop

Önnum kafnar ARKIR hafa ekki birt tíðindi á bókablogginu um langa hríð. Það er ekki þar með sagt að bækur hafi ekki verið á dagskránni. ARKIRNAR hafa sinnt bókum af öllu tagi, á bókasýningum og bókamessum, við bókagerð, bóklestur, bókaútgáfu, bókaskrif …

Í síðustu frétt greindum við frá bókverkanámskeiði sem þá var í vændum í Gerðubergi. Rebecca Goodale sýndi bókverk og hélt námskeið í lok ágúst. ARKIRNAR Inga og Sigurborg tóku þátt í vinnustofunni og hér fyrir neðan má sjá dæmi um bækur sem þær unnu á námskeiðinu. Einnig má sjá ljósmyndir frá námskeiðinu á heimasíðu Gerðubergs eða heimasíðu ljósmyndarans.

– – –

Dear readers! You have been missing news about ARKIR’s book art, haven’t you? Now, where were we …?

As our last post was to let you all know about Rebecca Goodale’s workshop and exhibition in Gerðuberg Culture Center in August, it’s only proper to give an update on the event. Busy as we all are, only two of ARKIR members made it to Goodale’s course in book art. Inga and Sigurborg enjoyed the workshop and tried out different type of book forms and bindings. See photos below. There are also very nice photos from the workshop at Gerðuberg’s website or at the photographer’s website.