Ævintýraleg heimili – Fabulous homes

Á síðasta Arkarfundi mætti Anna Snædís með nokkrar gamlar og góðar barnabækur: fletti-spretti-bækur með ævintýrunum um stúlkukindurnar Mjallhvíti og Rauðhettu. Flestar okkar höfðu að minnsta kosti átt eina af þessum bókum í barnæsku og notið þess að líta inn til ömmu Rauðhettu, til dverganna sjö, vondu stjúpunnar, Þyrnirósar o.s.frv.

Annars var bara unnið að HEIMA-sýningunni, spáð í form og brot og byggingarlag bóka.

At the last AKRIR-meeting we were admiring old pop-up picturebooks. We all had at least one of these magical books as kids. There we have the homes of The Seven Dwarfs in Snow White and Little Red Riding Hood’s grandmother. Fabulous!

But of course we were working on all kinds of book structions for next exhibition: HOME!