Sigurborg sýnir – Exhibition of book art

ARKIRNAR slá ekki slöku við sýningarhaldið: Nú á dögunum opnaði yfirörkin Sigurborg sýningu í hinu sívinsæla Herbergi, sýningarsal Kirsuberjatrésins. Á sýningunni eru bókamyndir og myndabækur, – klippimyndir unnar úr bókum og letri, sem og bókverk.

Á morgun, laugardag, munu Tómas R. Einarsson og Gunnar Gunnarsson leika tónlist í Kirsuberjatrénu, milli kl. 12 og 14. Sýningin Bókamyndir og myndabækur stendur til 3. október og er opin virka daga kl. 11-18 og 11-16 á laugardögum. Kjörið að rölta í bæinn: Konfekt fyrir augu og eyru í Kirsuberjatrénu!

More news from ARKIR: 21st of September Sigurborg opened an exhibiton in Kirsuberjatréð, Vesturgata 4, Reykjavík. Last day of exhibition is Oct. 3. Open Mon-Fri 11-18 and Sat. 11-16. Tomorrow there will be music performed by the renowned jazz musicians Tómas R. Einarsson and Gunnar Gunnarsson. Enjoy!

Úr örk í bók – Make it a book!

ARKIRNAR funda stíft þessar vikurnar. Þó vissulega beri á aukinni en nauðsynlegri svartsýni, er starfsandinn góður og margvísleg bókverk dúkka upp hvert af öðru – eins og hér hjá Svanborgu. Það stefnir allt í sýningu!

ARKIR gather for meetings more often these weeks. In spite of an obvious and necessary black mood among members, team spirit is high when working on book art. Here it’s Svanborg trying out her work. It looks like we are heading towards an exhibition!

Saumað í stein – Sewn in Stone

Þó að ARKARbloggið hafi ekki verið virkt undanfarna mánuði er allt aðra sögu að segja af Örkunum sjálfum.

Í gær opnaði Helga Pálína sýningu í Herberginu, sýningarsal Kirsuberjatrésins. Þar mætist harkan og mýktin í lifandi og stílhreinum verkum. Helga Pálína hefur sest á tal við steininn og saumað furðu smágerð spor í litlar hellur úr móbergi. Útkoman er heillandi.

Sýningin Saumað í stein stendur til 19. september og er opin virka daga kl. 11 -18 og 11 – 16 á laugardögum.

The inactive blog is not necessary a sign of idleness among the members of ARKIR. No ho!

Here is a fresh press release: Helga Pálína opened an exhibition yesterday with new works in textile and stone. Quite remarkably she has embroidered pieces of palagonite tuff. See the magic in Kirsuberjatréð, Vesturgata 4, Reykjavík. 

Open until Sept. 19. Mon-Fri 11-18 and Sat. 11-16.

Leikur með línu – Playing við lines

Fleiri ARKIR héldu sýningu á árinu. Inga Óðins sýndi textílverk úr flóka í Kaolin Gallerí í Ingólfsstræði í lok maí. Sjáið myndir frá opnun. Það segir sig sjálft að verk Ingu voru „flókin“! Það voru þó einfaldar línur sem teiknuðu mjúka sveiga og boga og fleiri litir stöfuðu frá verkunum en augað grunaði við fyrstu sýn.

More members of ARKIR have had their works in to the open. Inga exhibited in Kaolin Gallery in May. Take a look at photos from the opening and glimpse of Inga’s wonderful works of felted wool. 

Of löng þögn – A long silence

Hví þessi langa þögn á bloggi Arkanna? Svörin við því myndu rúmast í heilu bókverkunum.  Arkirnar hafa brett upp ermarnar eftir sumarið. Fylgist með …

Why this long silence and no blogging? Don’t wait for an answer, but stay tuned, ARKIR are turning pages …