Stefnt á bókamessu í Bristol | Bristol Artist’s Book Event 2022

🇮🇸 Dagana 23. – 24. apríl taka ARKIR þátt í BABE, bókverkamessunni í Bristol. Fjórar ARKIR halda til Bristol, en messan fer að þessu sinni fram í Bower Ashton studios, í University of the West of England. Auk verka ARKA munum við einnig sýna verk frá PRENTI & VINUM.
Bókverkastefnan stendur frá laugardegi 23. apríl til sunnudagsins 24. apríl 2022 frá kl 11 til 17 báða dagana. Gestir geta kynnt sér dagskrá og þátttakendur HÉR.

🇬🇧 ARKIR will take part in BABE, Bristol Artist’s Book Event, April 23rd-24th. Four members travel to show our books and meet other book artist at the fair. ARKIR will also be representing books from other Icelandic artists at PRINT & FRIENDS. Bristol Artist’s Book Event will be taking place at UWE Bristol’s City Campus Bower Ashton over the weekend of Saturday 23rd and Sunday 24th April 2022, 11am – 5pm each day. For more info visit follow this LINK.

Sýningarlok á Blönduósi – SPOR | TRACES – Exhibition comes to an end

🇮🇸  Sýningunni okkar, SPOR | TRACES í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi, lauk nú í byrjun apríl eftir tveggja ára sýningartímabil. Sýningartíminn var framlengdur vegna heimsfaraldursins, en við stöndum aldeilis ekki í sömu sporum og þá. Verkin munu verða sýnd víðar og við birtum fréttir um það síðar.

Fjórar ARKIR sinntu niðurtökunni fyrir norðan, en nutu góðrar aðstoðar Anne Greenwood, Cornelia Theimer Gardella og fleiri listamanna, en þær tvær áttu einnig verk á sýningunni og dvelja nú á Textíllistamiðstöðinni Ós. 

Elínu S. Sigurðardóttur safnstjóra þökkum við samstarfið og góðar mótttökur fyrr og síðar. Upplýsingar um sýninguna, verkin og skapara þeirra má áfram finna á síðunni hér: SPOR | TRACES. 

🇬🇧 Our exhibition SPOR | TRACES at the Textile Museum in Blönduós came to an end in April when we packed all objects and artworks after an exhibition period of two years – prolonged due to the pandemic. Many thanks to museum director Elín and all participants. Special thanks to Anne, Cornelia, Lyla and Loo who helped with packing!

Photos and information on the exhibited works and their creators are still available on this page: SPOR | TRACES.

Ljósmyndir | photos: © Áslaug Jónsdóttir, Svanborg Matthíasdóttir, Anne Greenwood | the artists

LAND – sýning á Skriðuklaustri opnuð | Book art exhibition at Skriðuklaustur Centre for Culture & History

🇮🇸 Á dögunum héldu fjórar ARKIR austur í Fljótsdal með bókverkasýningu í farteskinu. Sýningin LAND opnaði svo á Skriðuklaustri laugardaginn 2. apríl 2022. Ingiríður, Anna Snædís, Sigurborg og Svanborg önnuðust uppsetningu og sýningarstjórn og nutu aðstoðar og gestrisni starfsfólks Skriðuklausturs. Sýninguna er að finna í tveimur sýningarrýmum í húsinu: „Stásstofunni“ og „Gallerí Klaustur“. Opið er 11 -17 alla daga meðan sýningin stendur yfir. Sýningarlok eru sunnudaginn 1. maí klukkan 17.00.

🇬🇧 On April 2nd ARKIR opened the book art exhibition LAND at Skriðuklaustur, Centre of Culture and History, Fljótsdalur, East Iceland. Four ARKIR members: Ingiríður, Anna Snædís, Sigurborg and Svanborg took care of the exhibition curation and installation and enjoyed the help and hospitality of Skriðuklaustur’s staff. The art works are installed in two exhibition spaces in the building: “Stásstofan” and “Galleri Klaustur”. The centre is open 11 -17 every day during the exhibition. The exhibition ends on Sunday 1 May at 17.00.

Smellið á myndirnar til að stækka. | Click on images for larger view.
Ljósmyndir: Svanborg Matthíasdóttir

🇮🇸 Verkin á sýningunni hafa mörg hver verið sýnd víða um heim en að þessu sinni hafa verkin verið valin sérstaklega með sýningarrými Skriðuklausturs í huga. Heiti sýningarinnar, LAND, hefur víða og fjölþætta skírskotun sem snertir hvert mannsbarn. Ef til vill eru fá orð merkingarþrungnari, nú þegar við blasa umbrotatímar í náttúru og mannheimum. Landið er grundvöllur lífsins, jörðin sem við ræktum og höfum undir fótum, landið er fósturjörð og fjarlæg lönd, undirstaða sjálfsmyndar einstaklinga og þjóða.

🇬🇧 Many of the works have been exhibited previously in Iceland and abroad around the world, but this time the works have been selected especially with Skriðuklaustur’s exhibition spaces in mind, but new works are also exhibited here for the first time. The name of the exhibition, LAND, has a wide reference that every human being can relate to. Perhaps few words are more relevant and important now that we are facing times of upheaval both in nature and communities of men. The land is the basis of life, the land we cultivate and have under our feet, the land is a homeland and far-away lands, the basis of the identity of individuals and nations.

Smellið á myndirnar til að stækka. | Click on images for larger view.
Ljósmyndir: Svanborg Matthíasdóttir

🇮🇸 Hér fyrir ofan: einstakar, handgerðar skissu- og minnisbækur í safnverslun Skriðuklausturs.
🇬🇧 Above: One-of-a-kind handmade sketchbooks in the museum shop at Skriðuklaustur.

Ljósmyndir: Svanborg Matthíasdóttir og Sigurborg Stefánsdóttir