Sýningarlok á Blönduósi – SPOR | TRACES – Exhibition comes to an end

🇮🇸  Sýningunni okkar, SPOR | TRACES í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi, lauk nú í byrjun apríl eftir tveggja ára sýningartímabil. Sýningartíminn var framlengdur vegna heimsfaraldursins, en við stöndum aldeilis ekki í sömu sporum og þá. Verkin munu verða sýnd víðar og við birtum fréttir um það síðar.

Fjórar ARKIR sinntu niðurtökunni fyrir norðan, en nutu góðrar aðstoðar Anne Greenwood, Cornelia Theimer Gardella og fleiri listamanna, en þær tvær áttu einnig verk á sýningunni og dvelja nú á Textíllistamiðstöðinni Ós. 

Elínu S. Sigurðardóttur safnstjóra þökkum við samstarfið og góðar mótttökur fyrr og síðar. Upplýsingar um sýninguna, verkin og skapara þeirra má áfram finna á síðunni hér: SPOR | TRACES. 

🇬🇧 Our exhibition SPOR | TRACES at the Textile Museum in Blönduós came to an end in April when we packed all objects and artworks after an exhibition period of two years – prolonged due to the pandemic. Many thanks to museum director Elín and all participants. Special thanks to Anne, Cornelia, Lyla and Loo who helped with packing!

Photos and information on the exhibited works and their creators are still available on this page: SPOR | TRACES.

Ljósmyndir | photos: © Áslaug Jónsdóttir, Svanborg Matthíasdóttir, Anne Greenwood | the artists

Fréttir af ÖRKUM | ARKIR in 2021

🇮🇸 Þrátt fyrir heimsfaraldur og samkomutakmarkanir hafa ARKIR undirbúið ýmis sýningarverkefni og sinnt listum og bókverkasköpun eins og færi hafa gefist. Í næstu póstum greinum við nánar frá helstu tíðinum en hér fyrir neðan er listi yfir verkefni síðustu mánuða.

🇬🇧 ARKIR have been working on various book art projects despite social restrictions due to the pandemic. Below is a list of current exhibitions and main projects but we will soon report in more details on openings and events.


NORRÆNA BÓKAVERKASAFNIÐ | BIBLIOTEK NORDICA

🇮🇸 ARKIR nýlokið við að setja upp sýningu á verkum úr bókaverkasafninu Bibliotek Nordica í sýningarsal Þjóðarbókhlöðunnar. Sex ARKIR eiga verk í farandbókaverkasafninu sem er eitt af verkefnum Codex Polaris, en safnið samanstendur af bókverkum yfir 80 valdra listamanna, hönnuða, rithöfunda og prentlistamanna. Nánari upplýsingar síðar!

🇬🇧 ARKIR have just finished installation of works from Bibliotek Nordica in the National Library of Iceland. Six members of ARKIR are represented in the book art project run by Codex Polaris, representing more than 80 selected artists, designers, writers, and printmakers from the Nordic Countries. More information soon!


BÓKVERK Í BRISTOL | BABE 2021

🇮🇸 ARKIR tóku þátt í Bristol Artist’s Book Event, BABE, sem fór að mestu fram rafrænt að þessu sinni vegna heimsfaraldurs og ferðatakmarkana. Framlag ARKA var hluti af myndbandshátíðinni The Lost Weekend, sem var viðburður á vegum Arnolfini, International Centre for Contemporary Arts í Bristol. Við munum birta myndbandið hér fljótlega.

🇬🇧 ARKIR participated in Bristol Artist’s Book Event, BABE, which took place mostly online this year, due to the dreaded pandemic and travel restrictions. ARKIR had their part in the video festival The Lost Weekend, arranged by Arnolfini, International Center for Contemporary Arts in Bristol. The video will be posted on our site soon.


SPOR | TRACES

🇮🇸 Textílbókverkasýningin SPOR | TRACES í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi hefur verið framlengd um heilt ár eða til vors 2022. Sýningin er opin á venjulegum sýningartíma safnsins yfir sumarið eða til 31. ágúst 2021, en svo eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar síðar.

🇬🇧 The textile book art exhibition SPOR | TRACES at the Textile Museum in Blönduós has been extended for an entire year or until spring 2022. The exhibition is open during the museum’s regular exhibition hours during the summer or until 31 August 2021, then by appointment. More information soon!


NORRÆNT SÝNINGARVERKEFNI | SIGLA – BINDA

🇮🇸 ARKIR taka þátt í sýningarverkefninu Sigla – Binda ásamt CODEX POLARIS hópnum. Fulltrúar ARKA í verkefninu eru Anna Snædís Sigmarsdóttir, Ingiríður Óðinsdóttir, Kristín Þóra Guðbjartsdóttir, Sigurborg Stefánsdóttir og Svanborg Matthíasdóttir. Sýningar verða m.a. haldnar í heimalöndu hópanna, í Noregi og á Íslandi.

🇬🇧 ARKIR participate in the exhibition project Sigla – Binda together with the book arts group CODEX POLARIS. ARKIR’s representatives in the project are Anna Snædís Sigmarsdóttir, Ingiríður Óðinsdóttir, Kristín Þóra Guðbjartsdóttir, Sigurborg Stefánsdóttir and Svanborg Matthíasdóttir. Exhibitions will be held in the groups’ home countries, in Norway and in Iceland.