Anna Snædís sýnir grafík og bókverk | Anna’s Landscapes

🇮🇸 ÖRKIN snara Anna Snædís Sigmarsdóttir opnaði nú á laugardag, 22. febrúar, sýningu á grafíkverkum í Spönginni menningarhúsi – Borgarbókasafninu í Grafarvogi. Sýningin nefnist Nútímalandslag og sækir Anna Snædís innblástur í náttúru, umhverfi og landslag. Anna Snædís sýnir líka nokkur bókverk sem unnin eru með blandaðri tækni, en í þeim má sjá grafíkþrykk, teikningar og letur og verkin vísa bæði í náttúru og samfélag.

Verkin á sýningunni eru að hluta til þau sömu og sýnd voru á Munsterland Festival í Þýskalandi 2017, en þar komu saman listamenn úr norðri og suðri, frá Íslandi og Grikklandi og sýndu grafíkmyndir.

🇬🇧 On Saturday 22 February ARKIR member Anna Snædís Sigmarsdóttir opened an exhibition of graphic prints in Spöngin Culture House, Reykjavík. The exhibition is called Modern Landscape, as Anna seeks inspiration from nature, the environment and the landscape. Anna also shows several mixed-media artist’s books that include graphic prints, drawings and typography. 

The works in the exhibition are partly the same Anna exhibited at the Munsterland Festival in Germany in 2017, where artists from the north and the south, from Iceland and Greece came together and showed graphic prints.


Ljósmyndir | photos: @ Áslaug Jónsdóttir og @ Anna Snædís Sigmarsdóttir.

ENDURBÓKUN í Spönginni – Re-booked in Grafarvogur

ENDURBOKUNSPONGIN2015

Við enduropnum endurnýjaða ENDURBÓKUN í Borgarbókasafni – Menningarhúsi Spönginni í dag, 1. júlí kl 17. Verið velkomin á opnunina! Flest verkin voru sýnd í Gerðubergi á síðasta ári og snemma vors á þessu ári í bókasafni Reykjanesbæjar, en ný og áður ósýnd verk er einnig að finna í Spönginni. Sem fyrr eru verkin unnin úr aflóga bókum, að megni til afskrifuðum bókum frá Borgarbókasafni. Sýningin stendur til 3. október.

Our exhibition ENDURBÓKUN / RE-BOOK has found its way back to Reykjavík from Reykjanes and will now open in Spöngin Culture House, one of Reykjavík City Library branches. This is our third version of this exhibition, with works created from old books, mostly discared books from Reykjavík City Library. To every exhibition we have added some new works. ENDURBÓKUN in Spöngin Culture House will be open until 3. October, see the library opening hours. Welcome to opening today, 1. July at 5 pm!