🇮🇸 ARKIR halda nú til Bergen á opnun sýningarinnar SIGLA BINDA í galleríinu ENTRÉE. Þar eru til sýnis bókverk eftir tíu listamenn, norska og íslenska. Fimm ARKIR eiga þar verk: Anna Snædís Sigmarsdóttir, Ingiríður Óðinsdóttir, Kristín Þóra Guðbjartsdóttir Sigurborg Stefánsdóttir og Svanborg Matthíasdóttir, en norsku listamennirnir eru Nanna Gunhild Amstrup, Solveig Landa, Rita Marhaug, Imi Maufe og Randi Annie Strand – og eru þær flestar í listahópnum Codex Polaris sem fer fyrir verkefninu í Noregi.
Nánar má lesa um verkefnið hér á sýningarsíðu Codex Polaris og hjá gallerí ENTRÉE. Sýningin opnar laugardaginn 27. nóvember 2021 og henni lýkur 23. janúar 2022.
Mynd ofar | above: Svanborg Matthíasdóttir: Haf
Mynd neðar | below: Rita Marhaug: Stella Polaris
🇬🇧 We are happy to announce that five members of ARKIR are taking the trip to Bergen Norway (which is no easy task in the times of a pandemic!) to take part in the opening of the exhibition SIGLA BINDA, a joint exhibition project by ARKIR and the Norwegian artist groupCodex Polaris. The exhibition, that consists of works by ten artists, five Icelandic and five Norwegian, opens on Saturday 27, 2021 in gallery ENTRÉE in Bergen. The exhibition ends January 23, 2022.
“SIGLA – BINDA is a cross-border collaboration rooted in the love of artist’s books, with ambitions to create art that touches both the mind and the eye. … SAILING – BINDING. The terms binda and sigla – which we have chosen as the title for our project, are two of many common words between Norwegian and Icelandic. They have both concrete and abstract meanings related to our existence , to the sea that binds us together, to our artistic practice between tradition and innovation and to the historical ties between our nations.”
For more information about the project see websites: exhibition page SIGLA BINDA at the site of Codex Polaris and the gallery in Bergen: ENTRÉE.
Við höldum áfram með kynningar á verkum sem finna má á sýningunni JAÐARLAND / BORDERLAND sem nú stendur yfir í KCC Center for Book Arts í University of Southern Maine í Portland, Maine, í Bandaríkjunum. „Ættarakur“ heitir eitt verkanna á sýningunni og er eftir Kristínu Þóru Guðbjartsdóttur. Hún kynnir hér verkið í myndum og texta.
Ættarakur eftir Kristínu Þóru Guðbjartsdóttur
„Bókin er ættarskrá. Skráning á afkomendum foreldra minna, sem árið 2012, þegar bókin var gerð, töldu um 72 manns. Ef bókin yrði endurgerð í dag mynd hún innihalda hátt í hundrað nöfn. Þegar bókin er opnuð, spretta nafnaspjöldin upp, skellast saman nánast eins og í samræðum og sveiflast til og frá þegar bókin er dregin út og þanin sundur og saman eins og harmóníka. Þegar bókin er handfjötluð enn nánar og leikið með form hennar, vefjast og fléttast nafnaspjöldin saman og mynda nánast hreiður. Öll erum við stök rétt eins og nafnaspjöldin en eigum okkur sameiginlegar tengingar og rætur.“
Harmóníkuspjaldabók. Efni: Bókstrigi, pappír, blek. Stærð: 21 x 13 cm (lokuð), 21 x u.þ.b. 70 cm (opin). Bókin er einstök, gerð 2012.
We continue to post photos and information on a selection of works that are displayed at the current book art exhibition BORDERLAND in KCC Center for Book Arts at the University of Southern Maine in Portland, Maine. This time it is Kristín Þóra Guðbjartsdóttir who presents her artwork “Family Field”.
Family Field by Kristín Þóra Guðbjartsdóttir
“This book is a family record. It is a list of my parents’ descendants who in 2012, when the book was created, numbered a total of 72 people. If repeated today the book would include almost 100 names. When the book is opened the tabs or flags containing the individual names pop up, clash against each other as if to communicate, and sway back and forth when the book is dragged open like an accordion. Further play with the book’s form results in the interweaving of the tabs into a nestlike shape. We are all one of a kind like the name-tabs while still possessing common connections and roots.“
Accordion flag book. Material: Cloth, paper, ink. Size: 21 x 13 cm (closed), 21 x approx. 70 cm (open). One-of-a-kind, made in 2012.
Hvað er að frétta? Heimasíða og fréttaveita ARKANNA hefur nú staðið óhreyfð í næstum ár! Bót og betrun er lofað og vonandi verður síðan virkari næsta haust og vetur. Þó hér hafi verið fátt um fréttir að undanförnu er ekki þar með sagt að ARKIRNAR hafi ekki stundað fagrar listir og bókverkagerð. Margskonar verkefni og sýningar eru í undirbúningi. Við sjáum hvað setur í þeim efnum, kynnum það síðar.
Svo haldið sé áfram þar sem frá var horfið, eru hér fyrir neðan til upprifjunar myndir sem Kristín Þóra Guðbjartsdóttir tók af uppsetningu sýningarinnar ENDURBÓKUN í Safnahúsinu á Ísafirði haustið 2016.
Any news from ARKIR? It was a bit shocking to find out that our blog has been silent for an almost a year! Of course we blame our busy lives, but hopefully we can post more news in the months to come, even old ones! ARKIR are still busy working on book arts and multifarious visual arts, planning exhibitions and various projects. We’ll get back to that later!
But just to pick up where we left off a year ago we bring some photos from our last exhibition in Iceland, in September-October 2016: RE-BOOK in “The Old Hospital” Cultural Centre in Ísafjörður. Photos by Kristín Þóra Guðbjartsdóttir.
Um uppsetningu sýningarinnar á Ísafirði sáu þær Kristín Þóra, Inga og Svanborg.
– – – Kristín Þóra, Inga and Svanborg worked on the display in Ísafjörður.
ARKIR óska listunnendum og bókverkafólki um heim allan gleðilegs árs og þakka góðar viðtökur, samvinnu og samskipti á liðnum árum. Megi nýja árið verða öllu listafólki gjöfult.
Á árinu sem leið sýndu ARKIR bókverk sín víða, bæði hérlendis og erlendis. Sýningin ENDURBÓKUN, sem opnaði fyrst í Gerðubergi Menningarhúsi, var sett upp í Bókasafni Reykjanesbæjar í apríl og síðar í Spönginni Menningarhúsi. Sýningin eða hluti hennar mun ferðast víðar um landið á nýja árinu. Verkin á sýningunni ENDURBÓKUN voru öll unnin úr gömlum eða afskrifuðum bókum af Borgarbókasafni. Myndir frá sýningunni í Gerðubergi prýða nú almanak SORPU árið 2016. Almanakið má nálgast á endurvinnslustöðum SORPU en einnig má skoða almanakið hér og hlaða því niður rafrænt. Myndin á forsíðu almanaksins sýnir hluta af verkinu Orðaflaumur eftir Ingiríði Óðinsdóttur. Ljósmyndir: Binni.
Síðla ársins 2015 tóku ARKIR þátt í sýningunni DRIFTING CLOUDS í Nicosia á Kýpur ásamt fjölmörgum evrópskum listamönnum. Fyrr á árinu höfðu nokkrar úr hópnum sýnt verk á norrænni bókverkasýningu í Helsinki í tilefni af 20 ára afmæli Gallery Jangva í Helsinki. Verk þeirra Önnu Snædísar, Sigurborgar og Svanborgar voru einnig valin á ERROR – sjöunda alþjóðlega bókverkaþríæringinn í Vilnius 2015, en þema þríæringsins var “Error” {Mistake}: villa eða mistök. Verkin voru til sýnis í Gallery Titanikas, sem er í Listaháskólanum í Vilnius, en hluti verkanna var einnig til sýnis í Leipzig í Þýskalandi; í Vercelli á Ítalíu; og víðar. Nánar má lesa um þríæringinn hér: ERROR og fyrir neðan má sjá myndband frá sýningunni í Vercelli: Museo Leone, Vercelli & “Studio 10″ City Gallery.
ARKIR fengu líka góðar heimsóknir á árinu – þar má nefna ljóðskáldið og bókverkakonuna Nancy Campbell eins og við sögðum frá hér; sem og listakonuna Sandhya sem einnig notar ljóð og texta í sínum verkum.
Með nokkrum myndum frá liðnu ári sendum við kveðjur til vina og velunnara ARKANNA og vonum að sem flest ný og áhugaverð bókverk líti dagsins ljós á árinu 2016.
Ösp, Kristín Þóra, Inga, Sandhya, Bogga, Svanborg og Anna Snædís.
Dear friends of ARKIR, co-workers and fellow artists! We wish you all a very happy and prosperous New Year! May your lives be filled with joy and good art!
Looking back at the past year we state that ARKIR Book Arts Group had a fine year. Our exhibition ENDURBÓKUN / RE-BOOK, that originally opened in Gerðuberg Culturehouse, was later opened in Reykjanesbær Library in April and in Spöngin Culturehouse in July. We can confirm that the exhibition will travel further in the new year. All the works were created by using old books, mostly discared books from Gerðuberg Library. Photos exhibiting book art from ENDURBÓKUN / RE-BOOK are illustrating a 2016-calendar published by SORPA, a non-profit waste management firm owned and run by seven municipalities in Iceland’s Capital Area. SORPA’s almanac is available at all the recycling centers but can also be viewed and downloaded here. Artwork on cover shows Orðaflaumur (Stream of Words) by Inga, Ingiríður Óðinsdóttur. Photos by Binni.
In October ARKIR took part in the exhibition DRIFTING CLOUDS in Nicosia in Cyprus. Earlier in the year, ARKIR members partisipated in a Nordic Artists’ Books exhibition in Studio Gallery Jangva Studio in Helsinki, as a part of Gallery Jangva’s 20th anniversary. Works by Anna Snædís, Sigurborg and Svanborg were also selected for ERROR – 7th International Artist’s Book Triennial Vilnius 2015” with the theme “Error” {Mistake}. The 7th triennial was opened in Gallery Titanikas, an exhibition hall belonging to the Vilnius Academy of Arts. Selections were also exhibited in Leipzig, Germany; Vercelli, Italy; in Austria; and more. For further information see the triennial’s webpage: ERROR. The video above shows moments from the show in Vercelli: Museo Leone, Vercelli & “Studio 10″ City Gallery.
ARKIR also had good visitors from abroad, – for instance the poet and book artist Nancy Campbell as reported here; and artist Sandhya who also uses poems and texts in her works.
With a series of photos from the year 2015, we send our best wishes and hope for a splendid year 2016!
Svanborg, Inga, Sigurborg, Áslaug, Anna Snædís, Ösp
Sýningin ENDURBÓKUN sendur nú yfir í menningarmiðstöðinni Gerðubergi. Sýningin opnaði 1. nóvember s.l. og stendur til 11. janúar 2015. Verk á sýningunni eiga: Anna Snædís Sigmarsdóttir, Arnþrúður Ösp Karlsdóttir, Áslaug Jónsdóttir, Ingiríður Óðinsdóttir, Sigurborg Stefánsdóttir, Svanborg Matthíasdóttir og Kristín Þóra Guðbjartsdóttir, sem einnig er sýningarstjóri.
The book art exhibition ENDURBÓKUN / RE-BOOKED is now ongoing in Gerðuberg Culture Center. The exhibition will remain open until 11. January 2015. Participants are: Anna Snædís Sigmarsdóttir, Arnþrúður Ösp Karlsdóttir, Áslaug Jónsdóttir, Ingiríður Óðinsdóttir, Sigurborg Stefánsdóttir, Svanborg Matthíasdóttir and Kristín Þóra Guðbjartsdóttir, who also is the exhibition curator.
Tenglar á efni um sýninguna – More about the exhibition: Gerðuberg. ARKARvefurinn: Fyrri póstar – Previous posts onENDURBÓKUN.
ARKIR opnuðu bókverkasýninguna ENDURBÓKUN í menningarmiðstöðinni Gerðubergi á Degi myndlistar 2014, 1. nóvember s.l. Við þökkum gestum okkar kærlega fyrir góðar viðtökur á opnuninni. Sérstakar þakkir fær starfsfólk í Gerðubergi – og auðvitað sýningarstjórinn okkar: Kristín Þóra Guðbjartsdóttir, sem reyndar var fjarri góðu gamni á laugardag.
Sýningin stendur til 11. janúar 2015. Myndir af verkum á sýningunni má sjá hér.
RE-BOOKED! The exhibition opening in Gerðuberg Culture Center last Saturday went well. Our guests were merry and we were certainly happy about it all. Many thanks to all the staff at Gerðuberg and of course our exhibition curator Kristín Þóra Guðbjartsdóttir, who sadly couldn’t join us at the opening. Below: photos from the opening. To see artwork from the exhbition click here.
The exhibition at Gerðuberg is open until 11. January 2015.
ARKIR opna bókverkasýningu í menningarmiðstöðinni Gerðubergi, á morgun, laugardaginn 1. nóvember kl. 14. Öll verk á sýningunni eiga það sameiginlegt að vera unnin úr gömlum bókum. Flestar þeirra voru fengnar hjá Gerðubergssafni, en bókasöfn afskrifa árlega nokkurn fjölda bóka til frekari útlána. Þessar gömlu bækur, sem lokið hafa hlutverki sínu, hafa öðlast nýtt líf í einstæðum listaverkum.
Sjö ARKIR eiga verk á sýningunni: Anna Snædís Sigmarsdóttir, Arnþrúður Ösp Karlsdóttir, Áslaug Jónsdóttir, Ingiríður Óðinsdóttir, Sigurborg Stefánsdóttir, Svanborg Matthíasdóttir og Kristín Þóra Guðbjartsdóttir, sem einnig er sýningarstjóri. Lesa má um sýninguna á vef Gerðubergs hér. Verið velkomin á sýningaropnun!
– – – We are almost there! ARKIR are opening a new book art exhibition at Gerðuberg Culture Center tomorrow, Saturday November 1st, at 2 pm. All the works are created by using old books, mostly discared books from Gerðuberg Library. The title of the exhibition is “Endurbókun” or: Re-book.
Seven ARKIR-members show their works: Anna Snædís Sigmarsdóttir, Arnþrúður Ösp Karlsdóttir, Áslaug Jónsdóttir, Ingiríður Óðinsdóttir, Svanborg Matthíasdóttir, Sigurborg Stefánsdóttir and Kristín Þóra Guðbjartsdóttir, who also is the exhibition curator.
Join us tomorrow at the opening!