Við höldum áfram með kynningar á verkum sem finna má á sýningunni JAÐARLAND / BORDERLAND sem nú stendur yfir í KCC Center for Book Arts í University of Southern Maine í Portland, Maine, í Bandaríkjunum. „Ættarakur“ heitir eitt verkanna á sýningunni og er eftir Kristínu Þóru Guðbjartsdóttur. Hún kynnir hér verkið í myndum og texta.
Ættarakur eftir Kristínu Þóru Guðbjartsdóttur
„Bókin er ættarskrá. Skráning á afkomendum foreldra minna, sem árið 2012, þegar bókin var gerð, töldu um 72 manns. Ef bókin yrði endurgerð í dag mynd hún innihalda hátt í hundrað nöfn. Þegar bókin er opnuð, spretta nafnaspjöldin upp, skellast saman nánast eins og í samræðum og sveiflast til og frá þegar bókin er dregin út og þanin sundur og saman eins og harmóníka. Þegar bókin er handfjötluð enn nánar og leikið með form hennar, vefjast og fléttast nafnaspjöldin saman og mynda nánast hreiður. Öll erum við stök rétt eins og nafnaspjöldin en eigum okkur sameiginlegar tengingar og rætur.“
We continue to post photos and information on a selection of works that are displayed at the current book art exhibition BORDERLAND in KCC Center for Book Arts at the University of Southern Maine in Portland, Maine. This time it is Kristín Þóra Guðbjartsdóttir who presents her artwork “Family Field”.
Family Field by Kristín Þóra Guðbjartsdóttir
“This book is a family record. It is a list of my parents’ descendants who in 2012, when the book was created, numbered a total of 72 people. If repeated today the book would include almost 100 names. When the book is opened the tabs or flags containing the individual names pop up, clash against each other as if to communicate, and sway back and forth when the book is dragged open like an accordion. Further play with the book’s form results in the interweaving of the tabs into a nestlike shape. We are all one of a kind like the name-tabs while still possessing common connections and roots.“