Jörð | Earth – Áslaug Jónsdóttir

Nú líður senn að lokum sýningarinnar JAÐARLAND / BORDERLAND sem opnaði í janúar í KCC Center for Book Arts í University of Southern Maine í Portland, Maine, í Bandaríkjunum.  Sýningin stendur til 30. apríl. „Jörð | Earth“ heitir eitt verkanna á sýningunni og er eftir Áslaugu Jónsdóttur. Hún kynnir hér verkið í myndum og texta.

Jörð | Earth eftir Áslaugu Jónsdóttur

„Hringlaga opnurnar eru eins og sjálfstæð hvel eða jarðarkringlur, en lokuð er bókin fjórðungur úr hring og opnuð getur hún myndað hálfkúlu. Í verkinu eru ljósmyndir af fjölbreytilegu yfirborði jarðar, gjarnan þar sem vindar, frost og snjór, flóð eða þurrkar hafa reynt á þolmörk svarðar og jarðar. Líklega er okkur eðlislægt að leita í gróskumikla, frjósama og blómlega náttúru, en þessi jaðarsvæði eru ekki síður heillandi því þar opinberast oft undraverður sigur lífmagnsins. Orðið „jörð“ hefur margar merkingar sem tengjast órjúfanlega: reikistjarnan jörð, heimkynni okkar, yfirborð jarðar, haglendi, bújörð, jarðvegurinn … – lítið orð með ofurmerkingu.


ARKIR’s book art exhibition BORDERLAND in KCC Center for Book Arts at the University of Southern Maine in Portland, Maine, USA, is soon to end, it closes April 30. But we continue to post photos and information on a selection of works from the exhibition. This time it is Áslaug Jónsdóttir who presents her artwork “Jörð | Earth”.

Jörð | Earth by Áslaug Jónsdóttir

“This book is a collection of round shaped images, each one like an orb of its own. Half-open the book forms a hemisphere, closed the form is a quarter of a circle. The photographs show various surfaces of the land, of the ground: the earth. The seasons and the soil, the dirt under our feet, all what deserves to be valued and cherished and given time to observe. We tend instinctively to seek the green, fertile and flourishing nature, but the peripheral areas of the earth: the land where wind and rain, frost and snow, flood and draught make it just about habitable, are no less fascinating, as they so often reveal the amazing victory of life. The word „earth“ has many meanings that are closely linked, indeed a small word with a huge significance!

Húm | Dusk – Arnþrúður Ösp Karlsdóttir

Hér kynnum við eitt verkanna á sýningunni JAÐARLAND / BORDERLAND sem nú stendur yfir í KCC Center for Book Arts í University of Southern Maine í Portland, Maine, í Bandaríkjunum. Arnþrúður Ösp Karlsdóttir kynnir verkið sitt „Húm“ í myndum og texta.

Húm eftir Arnþrúði Ösp Karlsdóttur

„Húm er tími dagsins þegar dimmir, sólin hverfur og birta og litir dofna í umhverfinu. Heimurinn verður gegnsær í gráum tónum, ljós og skuggar mynda ákveðna stemningu eða andrúmsloft. Í bókverkunum, sem unnin eru með svörtu bleki og vaxi á vatnslitapappír, vinn ég með gegnsæi, ljós og skugga í gráum litatónum.


We continue to introduce a selection of works that are displayed at the current book art exhibition BORDERLAND in KCC Center for Book Arts at the University of Southern Maine in Portland, Maine. Here it is Arnþrúður Ösp Karlsdóttir who presents her artwork “Dusk”.

Dusk by Arnþrúður Ösp Karlsdóttir

“Húm. Dusk, the time when day turns into night. The light from the sun fades, colors gradually disappear from around us and we are left in a world of transparent grays, the subtle atmospheric twilight of a shadowy transition into darkness. In these artist books, I am using black ink and wax on watercolor paper, achieving semi-transparency, trying to recreate the mood of ‘húm’.

Click on the images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.

Ættarakur | Family Field – Kristín Þóra Guðbjartsdóttir

Við höldum áfram með kynningar á verkum sem finna má á sýningunni JAÐARLAND / BORDERLAND sem nú stendur yfir í KCC Center for Book Arts í University of Southern Maine í Portland, Maine, í Bandaríkjunum. „Ættarakur“ heitir eitt verkanna á sýningunni og er eftir Kristínu Þóru Guðbjartsdóttur. Hún kynnir hér verkið í myndum og texta.

Ættarakur eftir Kristínu Þóru Guðbjartsdóttur

„Bókin er ættarskrá. Skráning á afkomendum foreldra minna, sem árið 2012, þegar bókin var gerð, töldu um 72 manns. Ef bókin yrði endurgerð í dag mynd hún innihalda hátt í hundrað nöfn. Þegar bókin er opnuð, spretta nafnaspjöldin upp, skellast saman nánast eins og í samræðum og sveiflast til og frá þegar bókin er dregin út og þanin sundur og saman eins og harmóníka. Þegar bókin er handfjötluð enn nánar og leikið með form hennar, vefjast og fléttast nafnaspjöldin saman og mynda nánast hreiður. Öll erum við stök rétt eins og nafnaspjöldin en eigum okkur sameiginlegar tengingar og rætur.

Harmóníkuspjaldabók. Efni: Bókstrigi, pappír, blek. Stærð: 21 x 13 cm (lokuð), 21 x u.þ.b. 70 cm (opin). Bókin er einstök, gerð 2012.


We continue to post photos and information on a selection of works that are displayed at the current book art exhibition BORDERLAND in KCC Center for Book Arts at the University of Southern Maine in Portland, Maine. This time it is Kristín Þóra Guðbjartsdóttir who presents her artwork “Family Field”.

Family Field by Kristín Þóra Guðbjartsdóttir

“This book is a family record. It is a list of my parents’ descendants who in 2012, when the book was created, numbered a total of 72 people. If repeated today the book would include almost 100 names. When the book is opened the tabs or flags containing the individual names pop up, clash against each other as if to communicate, and sway back and forth when the book is dragged open like an accordion. Further play with the book’s form results in the interweaving of the tabs into a nestlike shape. We are all one of a kind like the name-tabs while still possessing common connections and roots.

Accordion flag book. Material: Cloth, paper, ink. Size: 21 x 13 cm (closed), 21 x approx. 70 cm (open). One-of-a-kind, made in 2012.


Fjöll | Mountains – Svanborg Matthíasdóttir

Við höldum áfram að kynna verk af sýningunni JAÐARLAND / BORDERLAND sem stendur yfir í KCC Center for Book Arts í University of Southern Maine í Portland, Maine, í Bandaríkjunum. Sýningunni lýkur nú í lok apríl. Eitt verkanna á sýningunni er „Fjöll“ eftir Svanborgu Matthíasdóttur. Verkinu lýsir hún í textanum hér fyrir neðan.

Fjöll eftir Svanborgu Matthíasdóttur

„Land, landslag, fjöll, fjarlægðir. Samspil ávalra, láréttra og hallandi lína. Form, bygging, fantasía. Ávalt form blaðsíðnanna var kveikjan að innihaldi bókarinnar, samspili forma, lína og byggingar landslagsins sem á sér enga sérstaka fyrirmynd í raun. Eiginleikar efnanna, litar og pappírs, voru einnig áhrifavaldar í sjónrænni framvindu verksins.
Bókin er einstök, gerð árið 2017 með vatnslit, vatnslitapappír og lími.


We continue to introduce a selection of works that are displayed at the current book art exhibition BORDERLAND in KCC Center for Book Arts at the University of Southern Maine in Portland, Maine, USA. The exhibition ends April 30. Here Svanborg Matthíasdóttir describes her artwork “Mountains”.

Mountains by Svanborg Matthíasdóttir

“Land, landscape, mountains, distances. An interaction of oval, horizontal and diagonal lines. Form, composition and fantasy. From the oval shape of the pages stem the play of lines, forms and composition which portray these fantasy landscapes. The properties of the materials used, the type of paper and paint, were a controlling factor in the development of the visual outcome.
This book is a one-of-a-kind, made in 2017.

 

Nýir landnemar | New immigrants – Jóhanna M. Tryggvadóttir

Undanfarnar vikur höfum við kynnt verk á sýningunni JAÐARLAND / BORDERLAND sem nú stendur yfir í KCC Center for Book Arts í University of Southern Maine í Portland, Maine, í Bandaríkjunum. Eitt verkanna á sýningunni er „Nýir landnemar“ eftir Jóhönnu M. Tryggvadóttur. Hún kynnir verkið í myndum og texta hér fyrir neðan.

Nýir landnemar eftir Jóhönnu M. Tryggvadóttur

„Ég hef verið að skoða nokkra nýja landnema sem hafa sest hér að á Íslandi undanfarna áratugi. Þessir landnemar bera enga virðingu fyrir landamærum og gefa okkur ekkert annað val en að sætta okkur við lífshætti þeirra. 
Rannsóknir hafa sýnt að nýjar aðstæður hafa skapast hér á landi á undanförnum áratugum sem gerir þeim kleift að setjast hér að. Þar má first nefna hnatthlýnun, alþjóðleg ferðalög og aukin innflutningur á vörum.


Að minnsta kosti þrír af þessum nýbúum skapa hjá okkur óttatilfinningu, eins og lúsmý, skógarmítill og spánarsnigill. Ég hef eftir fremsta megni reynt að rannsaka þessi kvikindi með forvitni og reynt að sjá fegurð í sjónrænum smáatriðunum í stað þess að einblína á þær staðreyndir hversu mikil skaðvaldur þau geta verið.


Að síðustu lá leið mín að glókolli sem einnig er nýr nýbúi. Þessi minnsti fugl Evrópu er aftur á móti velkomin í flóru okkar þar sem hann er, auk þess að vera augnayndi, hjálplegur við að eyða sitkalúsinni.
 Þrátt fyrir afleiðingar loftlagsbreytinga og breyttar lífsvenjur þá gefur þessi litli fugl mér von um að náttúran leitist þrátt fyrir allt við að ná jafnvægi, en við þurfum að læra að hlusta á hana.


In the last weeks we have been posting photos and information on a selection of works that are displayed at the current book art exhibition BORDERLAND in KCC Center for Book Arts at the University of Southern Maine in Portland, Maine. Here Jóhanna M. Tryggvadóttir presents her artwork “New immigrants”.

New immigrants by Jóhanna M. Tryggvadóttir

“I have been investigating several new immigrants who have settled in Iceland over the last decades. These settlers respect no borders and we have no choice other than to accept their way of life. Studies have shown that the conditions necessary for these small animals to settle in Iceland have been created gradually through global warming, international travel and increased imports of goods.

Three of these new settlers elicit in us dread and a fear of the unknown. These are Ceratopogonidae (biting midges, no-see-ums), Ixodes ricinus (castor bean ticks) and Arion vulgaris (Spanish slug). I have studied all of these creatures with curiosity and an open mind, making an effort to see the beauty of their features and details instead of looking at the damage they can do.

Finally, there is Regulus regulus (the goldcrest ), the smallest bird in Europe, which is such a welcome addition to our bird life and which helps in the fight against green spruce aphids on the Sitka spruce. This little bird makes me hope that nature itself strives to achieve a natural balance. What we need to do is to give nature more attention and respect.

Click on the images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.

 

Tóftir | Ruins – Helga Pálína Brynjólfsdóttir

Við höldum áfram að kynna verk á sýningunni JAÐARLAND / BORDERLAND sem nú stendur yfir í KCC Center for Book Arts í University of Southern Maine í Portland, Maine, í Bandaríkjunum. Eitt verkanna á sýningunni er „Tóftir“ eftir Helgu Pálínu Brynjólfsdóttur og hún kynnir hér verkið sitt í nokkrum orðum. 

Tóftir eftir Helgu Pálínu Brynjólfsdóttur

„Tóftir, bæjarrústir torfhúsa, finnast út um allt Ísland og hafa víða verið teiknaðar upp. Þær birtast okkur í náttúrunni, veðursorfnar og eyddar, sem nokkurs konar tákn eða stafróf. Í þessu bókverki birtast þær eins og hvítir skuggar úr fortíðinni.


We continue to post photos and information on a selection of works that are displayed at the current book art exhibition BORDERLAND in KCC Center for Book Arts at the University of Southern Maine in Portland, Maine. Here Helga Pálína Brynjólfsdóttir presents her artwork “Ruins”.

Ruins by Helga Pálína Brynjólfsdóttir 

“Ruins of old turf farmhouses are found throughout Iceland and many of them have been documented in drawings. These forms appear in the landscape, weather-worn and half destroyed as symbols of past habitation or as alphabetical forms. In this artist´s book they appear as white shadowy forms from the past.

Flöskuskeyti | Message in a bottle – Anna Snædís Sigmarsdóttir

Næstu vikur birtum við myndir af verkum á sýningunni JAÐARLAND / BORDERLAND sem stendur nú yfir í KCC Center for Book Arts í University of Southern Maine í Portland, Maine, í Bandaríkjunum. Eitt verkanna á sýningunni er „Flöskuskeyti“ eftir Önnu Snædísi Sigmarsdóttur. Hún segir frá verkinu hér fyrir neðan.

Flöskuskeyti eftir Önnu Snædísi Sigmarsdóttur

„Það eitthvað heillandi að vinna með hugmyndina um skilaboð í flösku þar sem ferðalagið og endastöðin er óráðin. Í upphafi ferðar getur sendandinn ekki ákveðið hvert skilaboðin eiga að fara, hver á að fá þau eða hvort þau ná nokkurn tíma landi. Það eru margir áhrifaþættir sem stjórna ferðum flöskuskeytisins, sem gerir hugmyndafræðina opna og spennandi.

Bókverkinu „Flöskuskeyti“ má líkja við dagdrauma og ímyndanir sendandans og vangaveltur í hugsun, orði og myndum um upphaf ferðalags flöskuskeytisins. Útlit bókverksins, sjúskaður pappírinn, textinn og kröftug teikningin, á að ýta undir það að lesandinn búa til sína eigin ímynduðu frásögn um ferðalag flöskuskeytisins. 

Í bókverkinu er unnið með carborundum-þrykk (kísilkolaþrykk), þurrnál og teikningu á endurunninn pappír.“

Click on the images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.


In the weeks to come we will post photos and information on some of the works that are displayed at the current book art exhibition BORDERLAND in KCC Center for Book Arts at the University of Southern Maine in Portland, Maine. Here we present “Message in a bottle” by Anna Snædís Sigmarsdóttir. She introduces her work thus: 

Message in a bottle by Anna Snædís Sigmarsdóttir

“It is fascinating to work with the idea about message in a bottle because it travels beyond borders. There is something exciting about the message, it has a starting point, but nobody knows where it will end. The thoughts about the bottle resemble a daydream, every day you wonder what has happened to the bottle, if it is still on the way, still contain the message?

For the book I made carborundum printed structure with black/brown color and some dry points strokes. I used old (recycled) paper to print on to get the real feeling of an old damaged paper.”

Borgir | Cities – Sigurborg Stefánsdóttir

Næstu vikur birtum við myndir af verkum á sýningunni JAÐARLAND / BORDERLAND sem stendur nú yfir í KCC Center for Book Arts í University of Southern Maine í Portland, Maine, í Bandaríkjunum. Eitt verkanna á sýningunni er Borgir eftir Sigurborgu Stefánsdóttur. Hér fyrir neðan segir hún í stuttu máli frá verkinu.

Borgir eftir Sigurborgu Stefánsdóttur

„Þessi bók fjallar um manngert landslag: borgir og ýmis þau vandamál sem fylgja slíku fyrirbrigði. Mengun, þrengsli, einangrun, o.fl. Hvernig maðurinn stendur ráðþrota gagnvart þeirri þróun sem á sér stað alls staðar í heiminum. Bókin er unnin með blandaðri tækni og aðeins til í einu eintaki, enn sem komið er.“

Click on the images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.


In the coming weeks we will post photos and information on some of the works that are displayed at the current book art exhibition BORDERLAND in KCC Center for Book Arts at the University of Southern Maine in Portland, Maine. We quote Sigurborg Stefánsdóttir on her work Cities:

Cities by Sigurborg Stefánsdóttir

“This book takes on the subject of man-made landscapes: cities, and many of the problems associated with them. Pollution, overcrowding, isolation and how despite human effort to stop this trend, have continued throughout the world. To create this book I have used mixed techniques. Only one example has been produced thus far.”

Gleðilegt ár! | Happy New Year!

Síðbúnar áramótakveðjur! ARKIR senda bókverkavinum og samstarfsfólki um veröld víða bestu óskir um skapandi og skemmtilegt ár! Árið 2017 leið sannarlega hratt. Vor og haust nýttu ARKIR til að undirbúa þátttöku í ýmsum sýningum og viðburðum á komandi misserum. Við hlökkum til að takast á við verkefni ársins!


Happy New Year greetings! ARKIR wish you all a happy 2018! We wish all book lovers, colleagues and collaborators around the world a prosperous and a creative year! The year 2017 went by in flash, and ARKIR stayed busy preparing and planning upcoming exhibitions and projects. We look forward to the program ahead! 


BERGEN BOOK ART FAIR – CODEX NORDICA

Fundir og ferðalög: Í október 2017 sóttu Anna Snædís og Kristín Guðbrandsdóttir Bergen Book Art Fair sem var haldin 19.-22. okótber í Bergen Kunsthall & Landmark. Tilefnið var einnig að funda fyrir hönd ARKA með hópi listafólks sem starfar saman að verkefninu CODEXNORDICA. Fyrir verkefninu fer hópur sem starfað hefur að ýmsum sýningum undir heitinu CODEX POLARIS. Stefnt er að þátttöku norrænna listamanna á CODEX bókverkastefnunni í Kaliforníu 2019 og eru ARKIR þar í flokki.


Travels and meetings: Anna Snædís and Kristín Guðbrandsdóttir visited Bergen Book Art Fair on 19.-22. October 2017, in Bergen Kunsthall & Landmark. The visit to Bergen was in connection with the art project CODEXNORDICA organized by the energetic book artists of the artist’s network CODEX POLARIS. The aim is to participate in the CODEX book fair in California in 2019, and Anna Snædís and Kristín travelled as ARKIR’s representatives for a meeting of introduction and planning. We look forward to the collaboration! 

ljósmyndir | photos: © CodexPolaris


NANCY CAMPBELL

Gestakomur: Sem fyrr njótum við þess að hitta aðra bókverkalistamenn og skiptast á upplýsingum og skoðunum. Nancy Campbell dvaldi í Skriðuklaustri í haust sem leið og við hittum hana í Reykjavík að dvöldinni lokinni. Á Íslandi vann Nancy að bókinni The Library of Ice, þar sem hún fjallar m.a. um jökla á Íslandi. Við mælum eindregið með verkum hennar!


Visiting artists: We were so happy to meet Nancy Campbell again in Iceland! She had spent time at Skriðuklaustur in October and we met for lunch and a book chat at Helga Pálína’s house. While in Iceland Nancy explored the Vatnajökull National Park, and completed her non-fiction book The Library of Ice, which includes a chapter on Icelandic glaciers. We highly recommend her works – look out for her new book!


JAÐARLAND – BORDERLAND

Bókverkasýning: Við ARKIR höfum lengi leitað að heppilegum sýningarsal fyrir þematengda sýningu: bókverkasýninguna LAND. Á fjörur okkar rak boð um að sýna bókverk í KCC Center for Book Arts í University of Southern Maine í Portland í Bandaríkjunum. Sýningin ber heitið BORDERLAND og opnar 30. janúar n.k. Auk ellefu ARKA sýna tveir listagóðir bókbindarar verk sín, þau Ragnar Gylfi Einarsson og Guðlaug Friðriksdóttir en þau reka handbókbandsverkstæðið Bóklist.

Sýningarstjóri BORDERLAND er Rebecca Goodale sem einnig verður með fyrirlestur og spjall um sýninguna 5. febrúar: New Sagas in Icelandic Book Arts, í Glickman Family Library. Sýningin er öllum opin og stendur til 30. apríl 2018.

Myndirnar sem hér fylgja voru teknar þegar ARKIR pökkuðu niður verkum til sendingar. Við munum fjalla nánar um sýninguna síðar. Smellið á myndirnar til að sjá þær stærri.


Book art exhibition: We ARKIR have for a long time been looking for a location for an exhibition with one of our ongoing themes, namely: LAND. When we were offered to exhibit our works in KCC Center for Book Arts at University of Southern Maine in Portland, curated by Rebecca Goodale, we were delighted. And so the exhibition BORDERLAND is soon to open!

Besides the eleven members of ARKIR, two fine bookbinders will show their works: Ragnar Gylfi Einarsson and Guðlaug Friðriksdóttir who run their bookbinding studio Bóklist.

The Exhibition: Borderland: Contemporary Icelandic Book Artists and Bookbinders opens on January 30, end April 30, 2018. Lecture and exhibition reception will take place on Monday, February 5, 2018, at 4:00 pm. ‘New Sagas in Icelandic Book Arts’ presented by Rebecca Goodale in University Events Room, 7th Floor, Glickman Family Library. All is free and open to the public. 

The following photos are from a session reviewing and packing works for the exhibition. We will bring more photos and news about the exhibition later. Click on the images for larger view. 

ljósmyndir | photos: © Áslaug Jónsdóttir