Við höldum áfram að kynna verk af sýningunni JAÐARLAND / BORDERLAND sem stendur yfir í KCC Center for Book Arts í University of Southern Maine í Portland, Maine, í Bandaríkjunum. Sýningunni lýkur nú í lok apríl. Eitt verkanna á sýningunni er „Fjöll“ eftir Svanborgu Matthíasdóttur. Verkinu lýsir hún í textanum hér fyrir neðan.
Fjöll eftir Svanborgu Matthíasdóttur
„Land, landslag, fjöll, fjarlægðir. Samspil ávalra, láréttra og hallandi lína. Form, bygging, fantasía. Ávalt form blaðsíðnanna var kveikjan að innihaldi bókarinnar, samspili forma, lína og byggingar landslagsins sem á sér enga sérstaka fyrirmynd í raun. Eiginleikar efnanna, litar og pappírs, voru einnig áhrifavaldar í sjónrænni framvindu verksins.
Bókin er einstök, gerð árið 2017 með vatnslit, vatnslitapappír og lími.“
We continue to introduce a selection of works that are displayed at the current book art exhibition BORDERLAND in KCC Center for Book Arts at the University of Southern Maine in Portland, Maine, USA. The exhibition ends April 30. Here Svanborg Matthíasdóttir describes her artwork “Mountains”.
Mountains by Svanborg Matthíasdóttir
“Land, landscape, mountains, distances. An interaction of oval, horizontal and diagonal lines. Form, composition and fantasy. From the oval shape of the pages stem the play of lines, forms and composition which portray these fantasy landscapes. The properties of the materials used, the type of paper and paint, were a controlling factor in the development of the visual outcome.
This book is a one-of-a-kind, made in 2017.“