Næstu vikur birtum við myndir af verkum á sýningunni JAÐARLAND / BORDERLAND sem stendur nú yfir í KCC Center for Book Arts í University of Southern Maine í Portland, Maine, í Bandaríkjunum. Eitt verkanna á sýningunni er Borgir eftir Sigurborgu Stefánsdóttur. Hér fyrir neðan segir hún í stuttu máli frá verkinu.
Borgir eftir Sigurborgu Stefánsdóttur
„Þessi bók fjallar um manngert landslag: borgir og ýmis þau vandamál sem fylgja slíku fyrirbrigði. Mengun, þrengsli, einangrun, o.fl. Hvernig maðurinn stendur ráðþrota gagnvart þeirri þróun sem á sér stað alls staðar í heiminum. Bókin er unnin með blandaðri tækni og aðeins til í einu eintaki, enn sem komið er.“
Click on the images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.
In the coming weeks we will post photos and information on some of the works that are displayed at the current book art exhibition BORDERLAND in KCC Center for Book Arts at the University of Southern Maine in Portland, Maine. We quote Sigurborg Stefánsdóttir on her work Cities:
Cities by Sigurborg Stefánsdóttir
“This book takes on the subject of man-made landscapes: cities, and many of the problems associated with them. Pollution, overcrowding, isolation and how despite human effort to stop this trend, have continued throughout the world. To create this book I have used mixed techniques. Only one example has been produced thus far.”