Flöskuskeyti | Message in a bottle – Anna Snædís Sigmarsdóttir

Næstu vikur birtum við myndir af verkum á sýningunni JAÐARLAND / BORDERLAND sem stendur nú yfir í KCC Center for Book Arts í University of Southern Maine í Portland, Maine, í Bandaríkjunum. Eitt verkanna á sýningunni er „Flöskuskeyti“ eftir Önnu Snædísi Sigmarsdóttur. Hún segir frá verkinu hér fyrir neðan.

Flöskuskeyti eftir Önnu Snædísi Sigmarsdóttur

„Það eitthvað heillandi að vinna með hugmyndina um skilaboð í flösku þar sem ferðalagið og endastöðin er óráðin. Í upphafi ferðar getur sendandinn ekki ákveðið hvert skilaboðin eiga að fara, hver á að fá þau eða hvort þau ná nokkurn tíma landi. Það eru margir áhrifaþættir sem stjórna ferðum flöskuskeytisins, sem gerir hugmyndafræðina opna og spennandi.

Bókverkinu „Flöskuskeyti“ má líkja við dagdrauma og ímyndanir sendandans og vangaveltur í hugsun, orði og myndum um upphaf ferðalags flöskuskeytisins. Útlit bókverksins, sjúskaður pappírinn, textinn og kröftug teikningin, á að ýta undir það að lesandinn búa til sína eigin ímynduðu frásögn um ferðalag flöskuskeytisins. 

Í bókverkinu er unnið með carborundum-þrykk (kísilkolaþrykk), þurrnál og teikningu á endurunninn pappír.“

Click on the images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.


In the weeks to come we will post photos and information on some of the works that are displayed at the current book art exhibition BORDERLAND in KCC Center for Book Arts at the University of Southern Maine in Portland, Maine. Here we present “Message in a bottle” by Anna Snædís Sigmarsdóttir. She introduces her work thus: 

Message in a bottle by Anna Snædís Sigmarsdóttir

“It is fascinating to work with the idea about message in a bottle because it travels beyond borders. There is something exciting about the message, it has a starting point, but nobody knows where it will end. The thoughts about the bottle resemble a daydream, every day you wonder what has happened to the bottle, if it is still on the way, still contain the message?

For the book I made carborundum printed structure with black/brown color and some dry points strokes. I used old (recycled) paper to print on to get the real feeling of an old damaged paper.”

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s