Gleðilegt ár! | Happy New Year!

Síðbúnar áramótakveðjur! ARKIR senda bókverkavinum og samstarfsfólki um veröld víða bestu óskir um skapandi og skemmtilegt ár! Árið 2017 leið sannarlega hratt. Vor og haust nýttu ARKIR til að undirbúa þátttöku í ýmsum sýningum og viðburðum á komandi misserum. Við hlökkum til að takast á við verkefni ársins!


Happy New Year greetings! ARKIR wish you all a happy 2018! We wish all book lovers, colleagues and collaborators around the world a prosperous and a creative year! The year 2017 went by in flash, and ARKIR stayed busy preparing and planning upcoming exhibitions and projects. We look forward to the program ahead! 


BERGEN BOOK ART FAIR – CODEX NORDICA

Fundir og ferðalög: Í október 2017 sóttu Anna Snædís og Kristín Guðbrandsdóttir Bergen Book Art Fair sem var haldin 19.-22. okótber í Bergen Kunsthall & Landmark. Tilefnið var einnig að funda fyrir hönd ARKA með hópi listafólks sem starfar saman að verkefninu CODEXNORDICA. Fyrir verkefninu fer hópur sem starfað hefur að ýmsum sýningum undir heitinu CODEX POLARIS. Stefnt er að þátttöku norrænna listamanna á CODEX bókverkastefnunni í Kaliforníu 2019 og eru ARKIR þar í flokki.


Travels and meetings: Anna Snædís and Kristín Guðbrandsdóttir visited Bergen Book Art Fair on 19.-22. October 2017, in Bergen Kunsthall & Landmark. The visit to Bergen was in connection with the art project CODEXNORDICA organized by the energetic book artists of the artist’s network CODEX POLARIS. The aim is to participate in the CODEX book fair in California in 2019, and Anna Snædís and Kristín travelled as ARKIR’s representatives for a meeting of introduction and planning. We look forward to the collaboration! 

ljósmyndir | photos: © CodexPolaris


NANCY CAMPBELL

Gestakomur: Sem fyrr njótum við þess að hitta aðra bókverkalistamenn og skiptast á upplýsingum og skoðunum. Nancy Campbell dvaldi í Skriðuklaustri í haust sem leið og við hittum hana í Reykjavík að dvöldinni lokinni. Á Íslandi vann Nancy að bókinni The Library of Ice, þar sem hún fjallar m.a. um jökla á Íslandi. Við mælum eindregið með verkum hennar!


Visiting artists: We were so happy to meet Nancy Campbell again in Iceland! She had spent time at Skriðuklaustur in October and we met for lunch and a book chat at Helga Pálína’s house. While in Iceland Nancy explored the Vatnajökull National Park, and completed her non-fiction book The Library of Ice, which includes a chapter on Icelandic glaciers. We highly recommend her works – look out for her new book!


JAÐARLAND – BORDERLAND

Bókverkasýning: Við ARKIR höfum lengi leitað að heppilegum sýningarsal fyrir þematengda sýningu: bókverkasýninguna LAND. Á fjörur okkar rak boð um að sýna bókverk í KCC Center for Book Arts í University of Southern Maine í Portland í Bandaríkjunum. Sýningin ber heitið BORDERLAND og opnar 30. janúar n.k. Auk ellefu ARKA sýna tveir listagóðir bókbindarar verk sín, þau Ragnar Gylfi Einarsson og Guðlaug Friðriksdóttir en þau reka handbókbandsverkstæðið Bóklist.

Sýningarstjóri BORDERLAND er Rebecca Goodale sem einnig verður með fyrirlestur og spjall um sýninguna 5. febrúar: New Sagas in Icelandic Book Arts, í Glickman Family Library. Sýningin er öllum opin og stendur til 30. apríl 2018.

Myndirnar sem hér fylgja voru teknar þegar ARKIR pökkuðu niður verkum til sendingar. Við munum fjalla nánar um sýninguna síðar. Smellið á myndirnar til að sjá þær stærri.


Book art exhibition: We ARKIR have for a long time been looking for a location for an exhibition with one of our ongoing themes, namely: LAND. When we were offered to exhibit our works in KCC Center for Book Arts at University of Southern Maine in Portland, curated by Rebecca Goodale, we were delighted. And so the exhibition BORDERLAND is soon to open!

Besides the eleven members of ARKIR, two fine bookbinders will show their works: Ragnar Gylfi Einarsson and Guðlaug Friðriksdóttir who run their bookbinding studio Bóklist.

The Exhibition: Borderland: Contemporary Icelandic Book Artists and Bookbinders opens on January 30, end April 30, 2018. Lecture and exhibition reception will take place on Monday, February 5, 2018, at 4:00 pm. ‘New Sagas in Icelandic Book Arts’ presented by Rebecca Goodale in University Events Room, 7th Floor, Glickman Family Library. All is free and open to the public. 

The following photos are from a session reviewing and packing works for the exhibition. We will bring more photos and news about the exhibition later. Click on the images for larger view. 

ljósmyndir | photos: © Áslaug Jónsdóttir

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s