Á ferð og flugi | CODEX VII

🇮🇸 ARKIR gerðu góða ferð til Kaliforníu á CODEX-bókamessuna í Richmond við San Fransisco flóa. Átta ARKIR stóðu vaktina við íslenska sýningarborðið dagana 3.-6. febrúar og tóku þátt í sýningarverkefninu Codex Nordica ásamt því að eiga hlutdeild í bókverkasafninu Bibliotek Nordica. Fjöldi gesta kynnti sér verk norrænu listamannanna í gömlu Ford-verksmiðjunni í Craneway-skálanum. Þar var margt um manninn og ráðslagað um sölu og sýningar bókverka af öllum toga. Listamenn og umboðsmenn þeirra komu hvaðanæva að úr heiminum og fjölbreytni verkanna var gríðarleg. Við hittum góða vini og kynntumst nýjum og munum án efa njóta ávaxta af ferðinni un langa hríð.
Næstu vikur birtum við fleiri myndir af því sem fyrir augu bar. Fylgist með!


🇬🇧 Eight members of ARKIR made an awesome trip to California and took part in the CODEX VII book fair in the beautiful old Craneway Pavilion in Richmond by the San Fransisco Bay, joining in the exhibition concept Codex Nordica and Bibliotek Nordica, along with fellow artists from the Nordic countries: Norway, Sweden, Denmark and Finland. We met good friends and made new friends and connections. It was a busy fair where sales and shows were planned by artists and agents from all over the world. 
The next weeks to come we will post more pictures from the fair, showing the wide range of the diverse book art that was exhibited. Stay tuned!


Myndir frá sýningarsvæði ARKA og norrænu listamanna í Codex Nordica.
Photos showing books by ARKIR and other artists in the Codex Nordica group.

Ljósmyndir: Áslaug J. Smellið á myndirnar til að stækka! | Photos by Áslaug. Click on the images to enlarge!

 

ARKIR á bókverkaþríæringi | Selected artists at the International Artist’s Book Triennial Vilnius 2018

Á dögunum var tilkynnt um val dómnefndar á verkum sem verða til sýnis á Áttunda alþjóðlega bókverkaþríæringnum í Vilnius – 8th International Artist’s Book Triennial Vilnius 2018. Þrjár listakonur úr hópi ARKA munu sýna þar verk sín, þær Anna Snædís Sigmarsdóttir, Áslaug Jónsdóttir og Kristín Guðbrandsdóttir. Sextíu og fimm verk voru valin á sýninguna en að auki hlutu fimm verk sérstaka heiðursviðurkenningu, þar á meðal verk Önnu Snædísar, Death or memory, sem má sjá á myndinni hér fyrir ofan.

Að þessu sinni ber sýningin yfirskriftina „Memento Mori“. Sex manna dómnefnd valdi verk á sýninguna sem fer víðsvegar um heiminn, bæði í heild sinni og sem úrval verka af heildarsýningunni. Listi yfir sýningarstaði 2018-2019 má sjá neðar í póstinum.


The selected artists for the 8th International Artist’s Book Triennial Vilnius 2018 have now been announced. Three artists from the ARKIR group are amongst exhibitors: Anna Snædís Sigmarsdóttir, Áslaug Jónsdóttir og Kristín Guðbrandsdóttir.

Also, for the first time the jury decided to give “Honourable Mention” to five artists, and one of them is ARKIR member Anna Snædís Sigmarsdóttir, with her artist’s book, ‘Death or memory’ (see photo above). Congratulations to Anna Snædís!

International jury members were: Dr. Michael Braunsteiner – Art Director, Contemporary Art Museum Admont, Austria; Mag. Barbara Eisner-B. – Initiator & Guest Curator, Contemporary Art Museum Admont, Austria; Prof. Martin Gredler – Werbe Design Akademie, Salzburg, Austria; Roberta Vaigeltaite-V. – Artist, Artist’s Book Creator, Lithuania; Evaldas Mikalauskis – Artist, Artist’s Book Creator, Lithuania; and Prof. Kestutis Vasiliunas – Vilnius Academy of Arts, Lithuania.

The triennial exhibition will travel both as a whole and or as a selection of works. The theme this time was ‘Memento mori’. See list of scheduled exhibitions below.



Listi yfir sýningarstaði 2018-2019:
Schedule of the 8th International Artist’s Book Triennial Vilnius 2018,
further information and dates to be updated:

2018: March 15–18, “Leipzig Book Fair”, Germany.
2018: May 14–20, “Data”, Urbino, Italy. The 8th Triennial will be the part of the “Urbino e le Citta del Libro” Festival (“Urbino – the Town of Book”).
2018: August-September – “The Martynas Mazvydas National Library of Lithuania”, Vilnius, Lithuania.
2019: Spring – “Museo Leone”, Vercelli, Italy.
2019: “Complesso Monumentale Guglielmo II”, Monreale, Sicilia, Italy.
2019: 8 March – 13 April, “Scuola Internazionale di Grafica”, Venice, Italy.
2019: Gallery “Tryk2”, Bornholm, Denmark.
2019: Summer, “Evanston Art Center”, Evanston, IL, USA.
2019: November, Fredonia State University, USA.