Bókverkamessan í Reykjavík | Reykjavík Art Book Fair 2023

Ljósmyndir: | Photos: Kristín Þóra Guðbjartsdóttir,
Áslaug Jónsdóttir og Sigurborg Stefánsdóttir.

🇮🇸 Bókverkamessan: Reykjavík Art Book Fair fór fram í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, dagana 30. mars til 2. apríl, 2023. ARKIR voru meðal þátttakenda á RABF en messan er nú haldin í annað sinn og heppnaðist sérlega vel. Þátttakendur og gestir komu víða að, bæði erlendir og innlendir.


UM RABF: Líkt og á sambærilegum viðburðum víðsvegar um heiminn koma innlend og erlend forlög, útgefendur og listamenn saman á Reykjavík Art Book Fair og selja eigin verk og útgáfur milliliðalaust. Fyrsta útgáfa Reykjavík Art Book Fair heppnaðist sérlega vel, með útgáfuhófum, miklu lífi og fjöri og fjölmörgum gestum.
Á listbókamessum ægir gjarnan saman sjálfstætt starfandi listamönnum og listamannareknum rýmum, galleríum, söfnum og óhefðbundnum bókaforlögum, aðgerðarsinnum, ljóðskáldum, listnemum, bóhemum og menningarvitum sem kynna eða kynna sér bókverk, ritlinga (zine), hönnunargripi, listtímarit, fjölfeldi, hlutfeldi, sýningaskrár, catalogue raisonné, ljóðabækur og fleira áhugavert.
Reykjavík Art Book Fair er unnið í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur og Listaháskóla Íslands með stuðningi frá Reykjavíkurborg.

Sigurður Atli Sigurðsson frá Prenti og vinum, Edda Kristín Sigurjónsdóttir, Helga Dögg Ólafsdóttir og Ólöf Rut Stefánsdóttir áttu heiður að skipulagi og framkvæmd RABF 2023. Húrra fyrir þeim!

Við þökkum öllum gestum sem komu á básinn til ARKA kærlega fyrir komuna!

🇬🇧 Reykjavík Art Book Fair was held at the Reykjavík Art Museum, Hafnarhús, from Thursday March 30 to Sunday April 2, 2023. ARKIR were among the exhibitors at RABF, a growing artist’s book fair. The weekend was a great success and we thank all the visitors who came to our booth for coming! Participants and guests were both local and from abroad. There were so many inspiring works and interesting books!


ABOUT THE FAIR: The Reykjavík Art Book Fair brings together participants from the local creative scene as well as from abroad to show and sell their work, socialise and have a joyful weekend. It whips up a mélange of artists, creative publishers, galleries, museums, artist-run spaces, bohemians, lords and ladies, activists, writers, poets and students to buy and sell their work and published material, art books, zines, creative writing, limited editions, multiples, catalogue raisonné and more.
The first edition of the Reykjavík Art book Fair, hosted in 2021, was a huge success, full of life, events and a great number of guests. We look forward to welcoming participants and guests to this year’s edition.
The Reykjavík Art Book Fair is in collaboration with the Reykjavík Art Museum and the Iceland University of the Arts with support of the City of Reykjavík.

The board of the Reykjavík Art Book Fair: Helga Dögg Ólafsdóttir (graphic designer), Ólöf Rut Stefánsdóttir (product designer) and Sigurður Atli Sigurðsson (visual artist).

Hopefully RABF will be held every year from now on, we look forward to seeing you!

Click on the images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.

ARKIR á nýju ári | New art projects in 2023


Bókverk á mynd: | Artwork in image: Sigurborg Stefánsdóttir.

🇮🇸 Á árinu 2023 eru 25 ár liðin síðan fyrstu meðlimir ARKA-hópsins komu saman og hófu margvíslegt samstarf um bókverkalist: listsýningar, fræðslu og sköpun. ARKIR stefna ótrauðar áfram og nú þegar er þátttaka ARKA í tveimur nýjum sýningum í fullum undirbúningi.

THREADS | ÞRÆÐIR SPOR – Intertwined in Iceland: Textiles and Book Arts opnar í norræna húsinu Nordia House í Portland, Oregon í Bandaríkjunum, þann 8. júlí og stendur til 5. nóvember 2023. Átta ARKIR sýna þar ásamt fjórum erlendum listakonum sem allar hafa starfað að list sinni í vinnustofum á Íslandi í lengri eða skemmri tíma.

Þátttakendur: Anne Greenwood, Cornelia Theimer Gardella, Lyla Rown, Loo Bain og ARKIR: Anna Snædís Sigmarsdóttir, Arnþrúður Ösp Karlsdóttir, Áslaug Jónsdóttir, Helga Pálína Brynjólfsdóttir, Ingiríður Óðinsdóttir, Kristín Guðbrandsdóttir, Sigurborg Stefánsdóttir og Svanborg Matthíasdóttir.

KUNSTNERBOKEN – ​unik og mangfoldig í Kristiansand Kunsthall í Noregi er yfirlitssýning á norrænum bókverkum með þátttöku listamanna frá öllum Norðurlöndunum. Sýningin er einkum tileinkuð einstökum bókverkum sem falla utan hefðbundinna fjölfaldaðra bókverka. Sýningarstjórn er í höndum Codex Polaris í samvinnu við Kristiansand Kunsthall and Kristiansand folkebibliotek. Sýningin opnar 2. september og stendur til 29. október 2023.

Þátttakendur: ARKIR Book Art Group (IS) (Anna Snædís Sigmarsdóttir, Arnþrúður Ösp Karlsdóttir, Áslaug Jónsdóttir, Helga Pálína Brynjólfsdóttir, Ingiríður Óðinsdóttir, Jóhanna M. Tryggvadóttir, Kristín Þóra Guðbjartsdóttir, Sigurborg Stefánsdóttir og Svanborg Matthíasdóttir), Susanna Autio (FI), Michal Czinege (SK/FI), Olle Essvik (SE), Carina Fihn (SE), Duncan Higgins & Johan Sandberg (UK/NO), Karin Hald (DK), Halden Bookworks (NO), Eeva-Liisa Isomaa (FI), Thomas Iversen (NO), Kurt Johannessen (NO), Sarah Jost (SE/NO), Kamilla Jørgensen (DK), Ane Thon Knutsen (NO), Margrethe Kühle (DK), Hans Ragnar Mathisen (NO), Terje Nicolaisen (NO), Lina Nordenström (SE), Magnús Pálsson (IS), Karen Pettersen (NO), Pist Protta (DK), Vibeke Luther O’Rourke (NO), Kimmo Schroderus (FI), Marja-Leena Sillanpää (SE), Emilia Tanner (FI), Richard Årlin (SE).

Eins og gefur að skilja funda ARKIR stíft vegna undirbúnings og þátttöku í þessum sýningum. Við eigum spennandi ár í vændum!


🇬🇧 In the year 2023, 25 years have passed since the first members of ARKIR Book Arts Group came together and began collaborations on book art: art exhibitions, education and art creation. ARKIR is steadily heading into its 25th year of operation, and two exhibitions are already in full preparation.

THREADS | ÞRÆÐIR SPOR – Intertwined in Iceland: Textiles and Book Arts opens in Nordic Northwest Nordia House í Portland, Oregon, USA on July 8, – open until November 5, 2023. Eight ARKIR members will exhibit works together with four artists (from USA and Germany) who have all worked on their art in artist residencies in Iceland for a longer or shorter time.

PARTICIPANTS: Anne Greenwood, Cornelia Theimer Gardella, Lyla Rown, Loo Bain and ARKIR: Anna Snædís Sigmarsdóttir, Arnþrúður Ösp Karlsdóttir, Áslaug Jónsdóttir, Helga Pálína Brynjólfsdóttir, Ingiríður Óðinsdóttir, Kristín Guðbrandsdóttir, Sigurborg Stefánsdóttir og Svanborg Matthíasdóttir.

‘KUNSTNERBOKEN – ​unik og mangfoldig’ i Kristiansand Kunsthall, Norway, is a retrospective exhibition of Nordic artist book with the participation of artists from all the Nordic countries. The exhibition is mainly dedicated to unique book art that fall outside the traditional multiple works. The exhibition is curated by Codex Polaris in collaboration with Kristiansand Kunsthall and Kristiansand folkebibliotek. The exhibition opens September 2, and runs until October 29, 2023.

Participating Artists and Artists groups: ARKIR Book Art Group (IS), Susanna Autio (FI), Michal Czinege (SK/FI), Olle Essvik (SE), Carina Fihn (SE), Duncan Higgins & Johan Sandberg (UK/NO), Karin Hald (DK), Halden Bookworks (NO), Eeva-Liisa Isomaa (FI), Thomas Iversen (NO), Kurt Johannessen (NO), Sarah Jost (SE/NO), Kamilla Jørgensen (DK), Ane Thon Knutsen (NO), Margrethe Kühle (DK), Hans Ragnar Mathisen (NO), Terje Nicolaisen (NO), Lina Nordenström (SE), Magnús Pálsson (IS), Karen Pettersen (NO), Pist Protta (DK), Vibeke Luther O’Rourke (NO), Kimmo Schroderus (FI), Marja-Leena Sillanpää (SE), Emilia Tanner (FI), Richard Årlin (SE).

Hence, ARKIR are busy preparing art works, shipping and travels. We have an exciting year ahead!

Myndir frá opnun SPOR EFTIR SPOR | Photos from opening

🇮🇸 Textílbókverkasýningin SPOR EFTIR SPOR opnaði 6. október 2022, í sýningarrými Handverks og hönnunar á Eiðistorgi og ARKIR fögnuðum með gestum sínum.

Smellið á myndirnar til að stækka. Click on images to enlarge.

Sýningin er framhald af samvinnu- og sýningarverkefninu SPOR | TRACES í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi, 2020-2022, en þar sýndu ARKIR bókverk ásamt erlendum gestum. Það verkefni má kynna sér nánar hér: SPOR | TRACES. 

Sýningin er opin frá kl 12-16 mánudaga til laugardaga, út október. Lokadagur 31. október.

🇬🇧 ARKIR’s textile book art exhibition SPOR EFTIR SPOR or “STICH BY STICH”, opened October 6, 2022, in the exhibition space of Handverk og hönnun / Crafts and Design, located at Eidistorg, Seltjarnarnes. ARKIR celebrated with friends and guests.

The exhibition is a continuation of the international project SPOR | TRACES that lead to a two year exhibition at the Textile Museum in Blönduós in 2020-2022. Read more about that project here: SPOR | TRACES. 

The exhibition is open from 12 noon to 4 pm Monday to Saturday, throughout October.

Ljósmyndir: Svanborg Matthíasdóttir og Áslaug Jónsdóttir.

SPOR EFTIR SPOR | Exhibition opening soon!

🇮🇸 Textílbókverkasýningin SPOR EFTIR SPOR opnar á fimmtudag, 6. október 2022, í sýningarrými Handverks og hönnunar á Eiðistorgi. Sýningin er framhald af samvinnu- og sýningarverkefninu SPOR | TRACES í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi, 2020-2022, en þar sýndu ARKIR bókverk ásamt erlendum gestum. Það verkefni má kynna sér nánar hér: SPOR | TRACES. 

Sýningin er opin frá kl 12-16 mánudaga til laugardaga, út október. Lokadagur 31. október.


🇬🇧 ARKIR’s textile book art exhibition SPOR EFTIR SPOR or “STICH BY STICH”, opens on Thursday, October 6, 2022, in the exhibition space of Handverk og hönnun / Crafts and Design, located at Eidistorg, Seltjarnarnes. The exhibition is a continuation of the international project SPOR | TRACES that lead to a two year exhibition at the Textile Museum in Blönduós in 2020-2022. Read more about that project here: SPOR | TRACES. 

The exhibition is open from 12 noon to 4 pm Monday to Saturday, throughout October.

Bókverk á kynningarmynd: | Book art by Bryndís Bragadóttir
Veggspjald hönnun: | Poster design: Áslaug Jónsdóttir