🇮🇸 ARKIR gerðu góða ferð til Kaliforníu á CODEX-bókamessuna í Richmond við San Fransisco flóa. Átta ARKIR stóðu vaktina við íslenska sýningarborðið dagana 3.-6. febrúar og tóku þátt í sýningarverkefninu Codex Nordica ásamt því að eiga hlutdeild í bókverkasafninu Bibliotek Nordica. Fjöldi gesta kynnti sér verk norrænu listamannanna í gömlu Ford-verksmiðjunni í Craneway-skálanum. Þar var margt um manninn og ráðslagað um sölu og sýningar bókverka af öllum toga. Listamenn og umboðsmenn þeirra komu hvaðanæva að úr heiminum og fjölbreytni verkanna var gríðarleg. Við hittum góða vini og kynntumst nýjum og munum án efa njóta ávaxta af ferðinni un langa hríð.
Næstu vikur birtum við fleiri myndir af því sem fyrir augu bar. Fylgist með!
🇬🇧 Eight members of ARKIR made an awesome trip to California and took part in the CODEX VII book fair in the beautiful old Craneway Pavilion in Richmond by the San Fransisco Bay, joining in the exhibition concept Codex Nordica and Bibliotek Nordica, along with fellow artists from the Nordic countries: Norway, Sweden, Denmark and Finland. We met good friends and made new friends and connections. It was a busy fair where sales and shows were planned by artists and agents from all over the world.
The next weeks to come we will post more pictures from the fair, showing the wide range of the diverse book art that was exhibited. Stay tuned!
Myndir frá sýningarsvæði ARKA og norrænu listamanna í Codex Nordica.
Photos showing books by ARKIR and other artists in the Codex Nordica group.
Ljósmyndir: Áslaug J. Smellið á myndirnar til að stækka! | Photos by Áslaug. Click on the images to enlarge!
Mikið er gaman að sjá þetta og til hamingju allar 🙂
Takk fyrir að deila þessu 🙂
Kveðja, Jóna
Takk fyrir að lesa og líta hér við á síðunni!
Great post! And happy to recognize Rita by her hands 😉
😄👍