Listamannaspjall á sunnudag – Artist talk on Sunday

Bodskort-HEIMA-web

Þeir sem ekki geta mætt á sýningaropnun í Norræna húsinu á laugardag ættu þó ekki að láta listamannaspjallið á sunnudeginum fram hjá sér fara. Tveir norrænir listamenn segja frá verkum sínum, sýna myndir og veita leiðsögn á sýningunni klukkan 13:30 sunnudaginn 26. janúar.

WorkbyHanneM fotoAslaugJ

book art by Hanne Matthiesen

Hanne Matthiesen frá Danmörku er forkólfur CON-TEXT hópsins kallar spjall sitt: Artists’ books – kunst og kommunikation. Í myndskreyttu spjalli fjallar hún vítt og breitt um áratugalanga reynslu sína og rannsóknir, um ferðalög og vinnu sem myndlistarmaður og miðlari. Hún kynnir helstu hugðar- og viðfangsefni sín á sviði listarinnar – hin eilífu og almennu tilvistarspursmál. Erindið fer fram á dönsku. Hér er heimasíða og bloggsíða Hanne: Heaven & Earth.

book art by Marianne Laimer

Marianne Laimer frá Svíþjóð nefnir sitt spjall: Sidor med berättelser som fortsätter ut i skuggorna. Marianne segir frá listsköpun sinni og hvernig hún í tvinnar saman bókverk og sagnagerð. Með handgerðum bókum, margvíslegum bókabrotum og pappírsskurði leitast hún við að rjúfa hefðbundnar hugmyndir um hvað bók eigi að vera og hvernig eigi að lesa bók. Erindið fer fram á sænsku. Hér er heimasíða og bloggsíða Marianne: Den skulpturala boken.

– – –

If you can’t make it to the exhibition opening at the Nordic house on Saturday, be sure not to miss the artist talk on Sunday, January 26th at 1:30 pm. The leader of the CON-TEXT group, Hanne Mattiesen from Denmark, and a fellow artist, Marianne Laimer from Sweden, are giving us a peak into their world of art. They will show photos and talk about their book art in the lecture hall and afterwards give a quick tour around the exhibition HEIMA – HOME.

Marianne Laimer: homepage and blog: Den skulpturala boken.
Hanne Matthiesen: homepage and blog: Heaven & Earth.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s