Bókaðar í MUU! | BOOKED in MUU

🇮🇸 Um helgina opnaði bókverkasýningin BOOKED 2022 í MUU, samtímalistamiðstöðinni í Helsinki. Þar eru til sýnis yfir 300 valin listverk eftir 286 listamenn. Á meðal valinna verka eru bókverk eftir Sigurborgu Stefánsdóttur.

Norræna bókverkasafnið Bibliotek Nordica var einnig valið á sýninguna. Bibliotek Nordica er eitt af verkefnum Codex Polaris og samanstendur af bókverkum meira en 80 valdra listamanna, hönnuða, rithöfunda og prentlistamanna (sjá sýningarskrá hér). Sex ARKIR eiga þar verk: Anna Snædís Sigmarsdóttir, Áslaug Jónsdóttir, Helga Pálína Brynjólfsdóttir, Ingiríður Óðinsdóttir, Sigurborg Stefánsdóttir og Svanborg Matthíasdóttir.

Sýningin BOOKED stendur frá 26. nóvember til 18. desember 2022 í MUU Helsinki Contemporary Art Centre, Cable Factory, Tallberginkatu 1 C, Helsinki.

🇬🇧 This weekend the exhibition BOOKED opened 2022 in MUU, Helsinki Contemporary Art Centre, exhibiting over 300 artist’s books, limited edition publications and artworks by 286 artists. Among selected artists from open call is ARKIR member Sigurborg Stefánsdóttir.

The exhibition is devoted to books made by artists, conceptual literature and text-based artworks that is organized by MUU, Finland’s interdisciplinary art association. Included in the exhibition is Bibliotek Nordica, a book art project run by Codex Polaris, representing more than 80 selected artists, designers, writers, and printmakers from the Nordic Countries. Six members of ARKIR: Anna Snædís Sigmarsdóttir, Áslaug Jónsdóttir, Helga Pálína Brynjólfsdóttir, Ingiríður Óðinsdóttir, Sigurborg Stefánsdóttir and Svanborg Matthíasdóttir, are represented in the art book library. For more information see website: Bibliotek Nordica and catalog here.

The exhibition BOOKED will run from 26 November to 18 December 2022 in MUU Helsinki Contemporary Art Centre, Cable Factory, Tallberginkatu 1 C, Helsinki.