Sýningarvinna | Installation work – SPOR | TRACES 2020

🇮🇸 ARKIR hafa undirbúið sýninguna SPOR | TRACES af kappi síðustu vikur og mánuði, en sýningin á sér þó enn lengri aðdraganda. Upphaflega voru þátttakendur um 20 listamenn, erlendir og íslenskir, en listsköpun í textíl og bókverkum sameinaði hópinn. Vegna ýmissa vandkvæða í tengslum við COVID-19 heimsfaraldurinn fækkaði mjög í hópi erlendu gestanna og enn bíða listaverk í gámum og pakkhúsum flugvalla og hafna – verk sem unnin voru með textílbókverkasýninguna á Blönduósi í huga, en komast hvorki lönd né strönd vegna faraldursins.

Svanborg, Helga Pálína, Inga og Jóhanna héldu hinsvegar ótrauðar norður á Blönduós með sýningu í farteskinu og luku uppsetningu um síðustu helgi. Formlegri opnun er frestað fram á sumar, en Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi opnar 2. júní n.k. og er sýningin þá öllum gestum opin. SPOR | TRACES er sumarsýning Heimilisiðnaðarsafnsins á Blönduósi.

Hér fylgja með nokkrar myndir frá vinnunni á Blönduósi, en sérstök síða um sýninguna, verkin og listmennina opnar hér einnig fljótlega.

Smellið á myndir til að stækka. Click on images to enlarge.


🇬🇧 For the last weeks and months ARKIR have been preparing the exhibition SPOR | TRACES, but the whole project has been in process for a much longer time. Initially, the participants were about 20 artists, from Iceland and abroad, but common interest in textile art and book art united the group. Due to all sorts of problems in connection with the COVID-19 pandemic, the number of our foreign guests has sadly been reduced and artworks still wait in containers and warehouses of airports and docks around the world for the next trip to Iceland. Still, an exhibition of textile book art is on and soon to be revealed in the Textile Museum in Blönduós!

Svanborg, Helga Pálína, Inga and Jóhanna headed north with an exhibition in the trunks of their trucks and completed the installation last weekend. A formal opening will be delayed until later this summer, but the Textile Museum opens as usual – on June 2nd.

We post a few photos from the installation work at Blönduós, but a special webpage about the exhibition, the artworks and the artists will also open at this site soon.

Ljósmyndir | photos: ©Helga Pálína Brynjólfsdóttir ©Svanborg Matthíasdóttir ©Jóhanna M. Tryggvadóttir.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s