Norræna bókverkasafnið | BIBLIOTEK NORDICA

 

🇮🇸 Mánudaginn 17. maí 2021 opnar í Þjóðarbókhlöðu sýning á bókverkum úr norræna bókverkasafninu Bibliotek Nordica. Sex ARKIR eiga þar verk: Anna Snædís Sigmarsdóttir, Áslaug Jónsdóttir, Helga Pálína Brynjólfsdóttir, Ingiríður Óðinsdóttir, Sigurborg Stefánsdóttir og Svanborg Matthíasdóttir, en enn fleiri íslenskir listamenn taka þátt í verkefninu. Bibliotek Nordica er eitt af verkefnum Codex Polaris og samanstendur af bókverkum meira en 80 valdra listamanna, hönnuða, rithöfunda og prentlistamanna (sjá sýningarskrá hér). Bibliotek Nordica var framleitt í 10 eintökum, en sýningareintakið hefur farið víða um lönd. Markmiðið með Bibliotek Nordica er að búa til safn norrænna bókverka sem auðvelt er að nálgast og nota til viðmiðunar í bókmenntasögu samtímans. Um leið var það markmið að skapa tengslanet milli listamanna á Norðurlöndum.

Sýningin stendur fram til sunnudagsins 22. ágúst. Opið er virka daga 9-17 og 10-14 á laugardögum. Lokað sunnudaga. Athugið opnunartíma á heimasíðu Landsbókasafns og reglur vegna covid-19. Nánar verður tilkynnt viðburði tengda sýningunni síðar.

🇬🇧 Exhibition of works from Bibliotek Nordica will open on Monday, 17 May, in the National Library of Iceland. Six members of ARKIR: Anna Snædís Sigmarsdóttir, Áslaug Jónsdóttir, Helga Pálína Brynjólfsdóttir, Ingiríður Óðinsdóttir, Sigurborg Stefánsdóttir and Svanborg Matthíasdóttir, are represented in the book art project run by Codex Polaris, representing more than 80 selected artists, designers, writers, and printmakers from the Nordic Countries. ​The aim for Bibliotek Nordica is to create a collection of easy-to-access Nordic artist books that can be used as a reference for contemporary book practices and also create a network between the Nordic countries. 

For more information see website: Bibliotek Nordica and catalog here.

The last day of the exhibition is August 22nd. The exhibition is open Mon-Fri from 9 am to 5 pm and 10 am to 2 pm on Saturdays. Sundays closed. For opening hours and covid-19 restrictions see here and here.

 


Veggspjald – hönnun | poster design: Áslaug Jónsdóttir.
Ljósmyndir | photos: Áslaug Jónsdóttir.
Smellið á myndirnar til að stækka. | Click on the images to enlarge.

Leave a comment