Sýningaropnun – Opening and workshop!

ferniseringA

Þá hafa þátttakendur í CON-TEXT-verkefninu opnað sýningu með pompi og pragt! Fimm Arkir mættu á opnun í Silkeborg, auk Xtra-Arkarinnar BB; fjórar Arkir tóku þátt í bókverkasmiðju. Mikið var gaman! Allar nutum við góðs af gestrisni og þeirrar miklu vinnu sem orkukvendin í X-piirhópnum inntu af hendi við undirbúning. Þrefallt húrra fyrir þeim!

The exhibition in Kulturspinderiet has opened! Six exhibitors from Iceland made it to the opening and four of us took part in the workshop at Silkeborg Bad the following days. What fun we had! All of us enjoyed and experienced the good Danish food and great hospitality, and all the hard work and preparations made by the energetic and enthusiastic leaders of the X-piir-group made life just so easy for us. Triple hurray for our hosts!

fernisering2

Það voru ræður og blóm og vín og tónlist – og auðvitað bækur út um allt!

There were speeches and flowers and wine and music – and of course a lot of books!

WorkshopLis

Smiðjan var haldin í Søvillaen og umhverfið var ekki slorlegt. Tólf þáttakendur, tólf bækur!

The workshop was held at Søvillaen, in wonderful surroundings. Twelve participants and twelve books in two days! Not bad, huh?

Workshop2

Takk fyrir okkur! Thank you all for great time in Silkeborg!

Silkbworkshop3

Svanborg og Sigurborg: sætar saman í Silkeborg!

Silkbworkshop4

Jæja Inga, hvað var það aftur sem þú óskaðir þér?

Gobbeddígobb – Galloping ahead! (eftir talsvert lull)

SvMaHestur

Sumarið er á enda og fundarfært hjá Örkunum á ný. Ekki seinna vænna að leggja lokahönd á bókverkin fyrir sýninguna í Silkeborg! En það er greinilegt að nú slá Arkirnar undir nára. Við erum til dæmis næstum því hættar að blóta töskuverkefninu! Það stóð dálítið lengi í okkur, en fjölbreyttar útfærslur koma skemmtilega á  óvart. Í kjölfarið dúkka svo fleiri bækur upp!

Það stefnir allt í að sendinefnd Arkanna mæti á sýningaropnun í lok september og taki þátt í bókasmiðju. Ljónin á veginum eru auðvitað Gengið skelfilega og svartholið sem sogar allt af launareikningunum. Við látum ekkert stoppa okkur og stökkvum af stað!

Summer is over and ARKIR gather again for weekly meetings. Deadline date for sending works to Silkeborg is getting closer, so we are speeding up! The suitcase-project is turning out quite interesting and comparing the diverse and odd-looking boxes is mere pleasure. And then of course there are more book-objects popping up!

If all goes as planned, at least a smaller delegation of Arkir will show up at the opening in Kulturspinderiet and participate in the workshop. We look forward to it! The greatest obstacles so far are the terrible Monsters of Money: the nasty, screaming Exchange-Rate and the big, greedy, all-gorging Black-Hole in our bank accounts. But we gallop ahead and won’t let anything stop us!

Myndin: Hestur úr stóðinu hennar Svanborgar. The picture: One of Svanborg’s horses running loose.

IngaObok1

Það snjóar hjá Ingu. It’s snowing in Inga’s suitcase.

ArkirAgust3

Works in progress by Anna, Jóhanna, Áslaug and Sigurborg.

SvaMabok3

Ferða-altari Svanborgar. Start praying!

ArkirAgust4

Works in progress by Svanborg, Anna and Sigurborg.

OspBok1

Ösp prjónar og heklar úr pappír. Ösp paper-crocheting.

ArkirAgust2

Works in progress by Ösp, Helga, Inga and Áslaug.

Arkir18ag

Svo vaxa á okkur löng eyru og stórar framtennur …  If we don’t eat our vegetables we won’t get any pudding …

Áfram Arkir! – Carry on Arkir!

arkir23juni

Arkirnar mættu vel 23. júní. Þetta kvöld slóst „auka örk“ í hópinn, X-piiran Bryndís Bragadóttir. Svei mér ef það var ekki bara unnið að bókverkum! Það var pælt og gruflað, klippt og skorið, hér og þar eru hugmyndir að taka form.

Almost every member of ARKIR showed up at the meeting June 23rd. A special guest of the evening was Bryndís Bragadóttir, a member of the X-piir group. We welcome her to Arkir meetings! And what do you know: we got some work done and odd-looking books are taking form!

ark23juniASS2

arkir23juni3

Auðvitað þurfti líka að pæla og ræða málin. Helga Pálína var enn í hæstu hæðum eftir Hvannadalshnjúk. Hún gæti án efa flogið fyrir eigin vélarafli til Danmerkur. En við hættum ekki á það og Svanborg og Anna Snædís skoðuðu fargjöld. Niðurstaðan: svimandi háar upphæðir. Smá hausverkur þar! Ekki þýðir að ræna banka. Það er búið að því. En góðu fréttir vikunnar eru að Dansk-íslenski sjóðurinn ætlar að styrkja okkur um nokkrar krónur í farareyri. Kannski komumst við af stað með koffortin!

Of course we had to discuss matters of different kinds. Helga Pálína was still high after her mountaineering and though she could probably just lift off by her own, Svanborg and Anna Snædís (the two worried ones) took a good look at the flight fares to Denmark in September. At least something is flying high! Ticket prices! And no use robbing banks, someone came before us there! This week’s good news is that the Danish-Icelandic-Fund is helping out with a little sum to the Arkir-group for travels. We would love to pack our bags!

arkir23juni2

Sekar! – We confess!

Fyrst af öllu: Til hamingju Helga Pálína! Fjallkonan okkar náði hæsta tindi á baráttudegi kvenna, 19. júní, í gær, þegar Fjallkonur Íslands gengu á Hvannadalshnjúk (2.109 m). Sjá frétt á mbl. Helga sendi kveðju frá Seyðisfirði! Helga: við vonum að þú sért ekki í gúmbát á leið til Færeyja! 

Hvhnukur

First of all: Yesterday, on Women’s Day in Iceland, June 18th, a large group of women reached the summit of Vatnajökull-glacier: Hvannadalshnjúkur, Iceland’s highest peak, 2.109 meters. Morgunbladid news here. Among them was our mountain hero: Helga Pálína! Congratulations! Helga says hello from Seydisfjordur (across the country) and sent this photo. My God Helga! Is this really you?

Á leið á toppinn: On the way to the top:

hp_I_1900m_19juni09

Og svo að bókverkum:

Arkir110609

Arkirnar játa sig sekar: án þess að depla auga breyttum við bókafundi í matarorgíu. Helga Pálína stakk upp á því að fundur yrði haldinn heima hjá henni yfir matarborðum. Við sem höfum kynnst matarkúnstum Helgu vitum að það er tilboð sem treglega er hægt að neita. Fleiri Arkir lögðu í púkk og úr varð heljarinnar veisla. Það skal viðurkennast: ást okkar á góðum mat og skemmtilegum félagsskap er eitt af því sem límir Arkirnar saman. Þá erum við langt frá því að vera samansaumaðar!

Til að slá aðeins á samviskubitið var hverri einustu Örk hlýtt yfir bókverkaáformin. Allar útlistuðu góðar hugmyndir sem nú þarf bara að framkvæma! Kvahhh! Ekkert mál!

Við ræddum líka sýningarmálin og fórum yfir fréttir og fyrirspurnir frá Hanne. Fleiri en færri Arkir hafa hug á að mæta á opnun og vinnustofu í Silkeborg. Er ferðahópurinn kominn upp í fimm Arkir? Við eigum auðvitað eftir að hrista baukana og spá í gengið, en vonandi er hægt að skrapa saman fyrir ódýru fari – og rúgbrauði og kæfu þegar út er komið.

And than back to business: 

Meeting June 11.th: Guilty as charged: with out the slightest remorse we swapped our usual book-chat at the studio for a feast at Helga Pálína’s place. Since we all have experienced her cooking she had made us an offer we couldn’t refuse.  And when all that “little something” everyone brought along was on the table, the announced “light meal” had turned out to be a great feast! And we confess: our love for good food and excellent company is one of the things that stick us Arkir together!

To ease any possible scruples concerning this carefree and luxurious meeting, everyone had to describe their projects and book ideas – while the others gave comments and sober – or not so sober advises! We found out that there were a lot of good ideas cookin’! Now all we need is serious realizations, to get things done, construct and execute! Piece of cake!

We also discussed latest news and requests from Hanne, who we admire for enthusiasm and skills of planning. We will follow up on the Nordic House and Arkir heading for Silkeborg are probably up to a group of five. Decisions for travels in the coming months and closest future are really tough bites for us. “The Crash” is just starting … Now tough gets rough!

Well, that sounds like a joke when you see next picture, right? Voilà!

ArkirBod110609

Við stöndumst ekki matarboð!

Myndirnar eru frá matarfundinum 11. júní. Helga gaf okkur uppskriftir að forréttinum og sinnep-majonesinu og kartöflunum sem pössuðu svona frábærlega með soðna saltfiskinum. Uppskriftirnar fá að fljóta með á ensku hérna á blogginu.

We love parties!

The photos are from our dinner on June 11th. And Helga gave out some recipes: There is the simple appetizing starter and the mustard-mayonnaise and potato-salad that accompanied the plain boiled salted cod so perfectly. You will have to figure out the measurements yourselves!

CUCUMBER-TAPAS – Smoked salmon with cucumber and lemon-cream!

  • cucumber
  • smoked salmon
  • heavy cream
  • lemon
  • salt
  • dill
  1. Cut the cucumber length-wise with a cheese cutter.
  2. Cut the salmon in very thin slices.
  3. Whip the cream (~ 1,5-2 dl) and mix with fresh lemon juice (~ 3 tsp) and salt to taste. (Mind the salt in the salmon!)
  4. Lay the cucumber slices flat, salmon slices on top and roll up to a loose roll. Fill the roll with lemon-cream.
  5. For a final touch add fresh twigs of dill and lemon rind.

POTATO-SALAD – Warm potato-salad with a lot of taste! Perfect side dish for boiled salted cod! 

  • potatoes (100-150 g per pers)
  • dijon mustard
  • vinegar or lemon juice
  • fresh parsley
  • garlic
  • olive oil
  • fresh basil
  • leek or red onion
  • sweet paprika
  • sun-dried tomatoes
  • vegetable stock
  1. Boil the potatoes with skin. Peel and keep warm.
  2. Mix dijon-mustard, vinegar or lemon juice, chopped parsley, pressed garlic and the vegetable stock.
  3. Add oil and fresh basil.
  4. Chop leek or onion, paprika and the sun-dried tomatoes and mix in.
  5. Let the mixture rest for about 15 min.
  6. Pour over the warm potatoes and mix well.

GARLIC & MUSTARD MAYONNAISE  

  • egg yolk
  • dijon mustard
  • oil
  • garlic
  • salt
  • lemon juice or vinegar
  • to taste: pepper, saffron or chili
  1. Whip together one egg yolk and half teaspoon strong mustard.
  2. Add oil, little by little and whip constantly while doing so. (If using food processor, use min. speed).
  3. Press one clove garlic and add to the mixture.
  4. Salt to taste and add lemon juice or a little vinegar.
  5. For variation add pepper, saffron or chili to taste.

Arkir-quiz: Er þetta verðandi bók? Is this a book in the making?

ArkirHP110609


Vinna og brosa! We do look busy, don’t we?

arkir1 280509

Á Arkarfundi 28. maí kom fram mikil ánægja með auðsýnilegan dugnað hópsins út á við. Tilburðir Arkanna hafa vakið athygli og aðdáun víðasvegar um heim. Áróðurs- og ímyndarráðuneytið þakkar félagsmönnum fyrir samstarfsvilja og árverkni við myndatökur.

Five Arkir-members met last Thursday, May 28th. We did not forget to take pictures! 😉 But we sure are making a mess! Hopefully some books will pop out of it in the end. 

arkir3 280509

arkir2 280509

Arkir eru alltaf að … Arkir, always at it?

arkir14mai

Það hefur verið alltof rólegt á bókabloggi Arkanna! Fundir hafa þó verið eins reglulegir og hægt er samkvæmt kristlegu almanaki. Góðir helgidagar! Arkirnar eru sem fyrr dugnaðarforkar á flestum sviðum, önnum kafnar við allt mögulegt annað en bókverkin. En nú eru nætur bjartar og lítt stoðar að liggja á bæn! Upp með falsbeinin!

Myndirnar eru frá Arkarfundi 14. maí.

This blog has been all too quiet! Sorry about that. Yet the Arkir group has had a couple of meetings to keep up the spirit. As usual all members are busy doing something terribly interesting and important OTHER than books for the exhibition… – all though nothing could be more important or interesting than the CON-TEXT book-works! Right? But now nights are bright and we are sharpening knifes and polishing our bonefolders to meet the coming strain.

The photos from our meeting on the 14th of May. 

inkSM1

Pappír, blek og pensill

Á síðasta fundi Arkanna bar margt fyrir sjónir. Svanborg var nýkomin frá Japan með ilmandi græna tetöðu, framandi pappírsarkir og afrakstur af eldsnöggu blekmálunarnámskeiði. Við fengum allar örnámskeið í japönskum pensildrætti. Frábært!

Paper, ink and brush

Svanborg was just back from a trip to Japan (wouldn’t we all like to have been…!) and brought us a fresh crop of green tea, some very sophisticated paper and examples of work from her lesson in Japanese ink painting. And of course she gave us a mini-course and we gave the bamboo a try!

inkSM2

inkSM3

pappirSM

Svo kom Helga Pálína frá sínu verkstæði. And then Helga Pálína showed up:

 HP1

Fjallablúndur

Helga Pálína var búin að æta og þrykkja dýra dúka fyrir sumarsýninguna „Hring eftir hring“ á Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi, sem opnar 1. júní. Magnaðar fjallablúndur þyrluðust upp úr farteski Helgu.

 Mountain laces

Helga Pálína has been working on her textiles for an exhibition in The Textile Museum in Blönduós. We were all fascinated by her magnificent mountain laces!

HP2

HP3

HP4

Og svo var pælt í bókunum! And then we turned to the books:

 SS1

Bókaheilabrot

Við hinar vorum svo að dóta í bókum. Það eru ekki síst skylduverkefnið, töskurnar góðu, sem valda heilabrotum, jafnvel smá verkkvíða og stíflum. En það gerir verkefnið auðvitað bara meira krefjandi, ögrandi …

Books

The rest of us kept worming around the books. Some find the suitcase project hard to do. In that case… it’s challenging!

ASS SS

bokAJ

bokASS

Unite! Baráttudagur bókverkafólks!

boka3blogg1

Gleðilegan fyrsta maí! Fjórar Arkir hittust á fundi í gær. Það er ekki laust við að bókverkin hafi setið á hakanum, enda allar Arkir með ótal járn í eldinum. Auðvitað er margt í bígerð! Við ræddum efni og ástæður… aðferðir og lausnir. Hópnum til hróss má nefna að kvöldið leið án þess að minnst væri á pólitík, svínaflensu eða yfirvofandi heimsendi.

Happy 1st of May! Book workers of the world, unite!

Four members of Arkir met last night at B’s studio for discussion and planning, green tea and pep talk. Considering different techniques, materials, sizes and shapes; we exchanged ideas and good advises. Surely something’s cookin’! We somehow managed to keep away from subjects like politics, the flu, the end of the world, etc.

But then of course David Lynch is coming to save us…

boka2blogg1

boka4blogg

Perfect day for meditating on books!

boka1blogg2

Sólskinsdagur! Vor í lofti og góður dagur til að pæla og plotta. Arkirnar ætla að hittast á fimmtudaginn til að brjóta heilann – og bókapappírinn. Vonandi verða upprennandi bókverk á vinnuborðunum. Ég er enn í svaka þönkum…

Sunny day in Iceland! At last spring is here and it’s a perfect day for plotting and pondering. Meeting is due on Thursday for the Arkir group. Hopefully we will be able to notify progress in the suitcase-project. Me? Still chewing on it…

Testing! One-two-three…

 

1blogasl1

 

Apríl er brátt liðinn! Arkirnar átta hljóta nú að huga að því sem þær ætla að pakka í töskur! Ætli margir pakki í töskur og fari af landi brott þessi misserin? Hvað er í töskunum?

Hi everybody! Time flies, it’s already late in April!  It’s just great to watch the danish and norwegian projects on the CON-TEXT-web! I hope I will be able to share news from Iceland and the Arkir-group. We received the suitcases alright and everybody in the group is starting to figure out what to pack…

Literally many Icelanders are packing and leaving. The ongoing economic crises and the parliamentary election (April 25th) has taken it’s toll on everybody’s creativity: we are fed up with calculating the national dept and watching the politicians dig up more and more dirt, we are tired of sweet talk and bold promises. What we need now is the necessary room and peace to work, to do our thing…