Vorferð | Culture and recreation!

Gleðiferð: Eins og önnur traust og rótgróin félög, þá heldur Bókverkafélagið ARKIR reglulega ýmsa fagnaði og fræðslufundi. Nú á dögunum lögðu 10 ARKIR leið sína upp í Borgarfjörð og nutu menningar og náttúru.

A day out: As all well-established societies ARKIR Book Arts Group holds regularly celebrations and educational events. Sometimes the two in one, as happened the other day when ten ARKIR members took a day trip around Borgarfjörður area.

Click on the images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.


Hespuhúsið: Fyrsti viðkomustaðurinn var Hespuhúsið í Andakíl og þar fræddi Guðrún Bjarnadóttir okkur um jurtalitun og gróðurnytjar. Á dagskrá ARKA er bókverkasýning tengd textílum og Hespuhúsið því áhugaverður áfangastaður.

The Yarn House: The first stop was at Hespuhúsið plant dye studio where botanist Guðrún Bjarnadóttir gave us an introduction on her work and studies of botanical dyeing. Since ARKIR are working on an exhibition of textile books this made Hespuhúsið a very inspiring place to visit.


Krauma: Heilsubót og hádegisverð sóttu ARKIR í Kraumu, veitingastað og náttúrulaugar við Deildartunguhver.

Krauma: For lunch and recreation ARKIR spent a good while at Krauma geothermal baths.


Páll á Húsafelli: ARKIR heimsóttu Pál á Húsafelli og safnahúsin hans: Steinhörpuna, gamalt pakkhús sem hýsir margfrægar steinhörpur Páls, fjósið með málverkum, þrykkmyndum og höggmyndum og svo súrheysturninn sem hýsir fjölmargar höggmyndir. Páll sagði frá verkunum á sinn einstaka hátt, lék á steinhörpur og flautur úr rabarbaranjólum og birki.

Artist Páll Guðmundsson: ARKIR took the road to Húsafell where sculptor Páll Guðmundsson lives and works. His preferred material are rocks (mostly rhyolite and ignimbrite) from a mountain gully at his childhood farm. He seeks inspiration in Icelandic nature, creates sculptures and xylophones, uses ice as a base for monotypes, and creates flutes and pipes from rhubarbs and birch.

Kristín Þóra átti líka erindi við listamanninn á Húsafelli: hún vann að sýningu hans „Glitrar á hjarn“ og færði honum gestbókina frá sýningunni í formi bókverks. Sjá hér fyrir neðan.

Kristín Þóra (see below) also had an errand to run: she had curated one of Páll Guðmundsson’s exhibitions and had made a book from the greetings of the exhibition guests – matching his art of „ice-prints“


Kampavín við kvíaból: Páll veitti okkur góðfúslega leyfi til þess að leggja undir okkur gömlu kvíarnar til að njóta veitinga sem undirbúningsnefnd ferðarinnar skar hvergi við nögl. Og auðvitað nutum við náttúrunnar ótakmarkað í ferðinni: með sýn til fjalla, jökla og vatnsfalla.

A toast for a good trip: In the afternoon vi i had feast of packed meals at the old pen at Húsafell. Of course we also enjoyed the nature of Borgarfjörður: the glaciers and mountains, the waterfalls and rivers.


Ljósmyndir | photos:
© Áslaug Jónsdóttir, © Svanborg Matthíasdóttir, © Ingiríður Óðinsdóttir,
@ Arnþrúður Ösp Karlsdóttir, @ Jóhanna M. Tryggvadóttir, @ Helga Pálína Brynjólfsdóttir.