Úr örk í bók – Make it a book!

ARKIRNAR funda stíft þessar vikurnar. Þó vissulega beri á aukinni en nauðsynlegri svartsýni, er starfsandinn góður og margvísleg bókverk dúkka upp hvert af öðru – eins og hér hjá Svanborgu. Það stefnir allt í sýningu!

ARKIR gather for meetings more often these weeks. In spite of an obvious and necessary black mood among members, team spirit is high when working on book art. Here it’s Svanborg trying out her work. It looks like we are heading towards an exhibition!

Saumað í stein – Sewn in Stone

Þó að ARKARbloggið hafi ekki verið virkt undanfarna mánuði er allt aðra sögu að segja af Örkunum sjálfum.

Í gær opnaði Helga Pálína sýningu í Herberginu, sýningarsal Kirsuberjatrésins. Þar mætist harkan og mýktin í lifandi og stílhreinum verkum. Helga Pálína hefur sest á tal við steininn og saumað furðu smágerð spor í litlar hellur úr móbergi. Útkoman er heillandi.

Sýningin Saumað í stein stendur til 19. september og er opin virka daga kl. 11 -18 og 11 – 16 á laugardögum.

The inactive blog is not necessary a sign of idleness among the members of ARKIR. No ho!

Here is a fresh press release: Helga Pálína opened an exhibition yesterday with new works in textile and stone. Quite remarkably she has embroidered pieces of palagonite tuff. See the magic in Kirsuberjatréð, Vesturgata 4, Reykjavík. 

Open until Sept. 19. Mon-Fri 11-18 and Sat. 11-16.

Leikur með línu – Playing við lines

Fleiri ARKIR héldu sýningu á árinu. Inga Óðins sýndi textílverk úr flóka í Kaolin Gallerí í Ingólfsstræði í lok maí. Sjáið myndir frá opnun. Það segir sig sjálft að verk Ingu voru „flókin“! Það voru þó einfaldar línur sem teiknuðu mjúka sveiga og boga og fleiri litir stöfuðu frá verkunum en augað grunaði við fyrstu sýn.

More members of ARKIR have had their works in to the open. Inga exhibited in Kaolin Gallery in May. Take a look at photos from the opening and glimpse of Inga’s wonderful works of felted wool. 

Of löng þögn – A long silence

Hví þessi langa þögn á bloggi Arkanna? Svörin við því myndu rúmast í heilu bókverkunum.  Arkirnar hafa brett upp ermarnar eftir sumarið. Fylgist með …

Why this long silence and no blogging? Don’t wait for an answer, but stay tuned, ARKIR are turning pages …

 

Heimur konu – A graphic novel

Þessi bókakápa minnti mig á eitt af bókverkum Önnu Snædísar: með klippimyndum af óaðfinnanlegri húsmóður frá miðbiki síðustu aldar. (Tegundin gufaði sem betur fer upp eins og hvítur þvottaefnisstormsveipur, hafi hún einhvern tíma verið til).

Bókin heitir Woman’s World og kom fyrst úr árið 2005. Allur texti er klipptur út úr gömlum tímaritum og myndar samfellda frásögn um gleði og sorgir Normu Fontaine. Höfundurinn, Graham Rawle, safnaði 40 þúsund bútum af texta og myndum, klippti og límdi saman í 437 síðna skáldsögu.

Á heimasíðu Graham Rowle er hægt að skoða opnur úr bókinni. Síður úr bókinni má líka skoða hér á Amazon.

If you think your book-art making is time-consuming take a look at Graham Rawle‘s graphic novel: Woman’s World (Atlantic Books 2005). Forty-thousand fragments of text: cut, collected and glued by hand into a 437 pages novel!

See spreads from the book on Graham Rowle’s website. Available on Amazon where you can also flip through pages from the book.

Fallegar bækur – Great looking books

Ég má til að benda á forlagið Visual Editions í London. Forlagið hefur kveikt á því sjaldgæfa leiðarljósi að gefa aðeins út bækur sem tvinna saman innihald og útlit og gefa þannig lesendum einstaka sjónræna upplifun. Aldeilis frábært að fá tækifæri til að lesa með ögn fleiri heilastöðvum! Forlagið gefur m.a. út Tree of Codes eftir Jonathan Safran Foer.

Visual Editions, book publisher in London, going for “Great looking stories!” My cup of tea! Check out the website and the good lookin’ books! I hope we will see more of this trend: visually interesting books on the market. Visual literacy has been so underestimated!

Hvað er í gangi? – What’s going on?

Gengið í gangi!

Daginn er farið að lengja en Arkirnar eru skolli SVARTsýnar. Auðvitað þarf að brýna hnífana. Og við lögðum á ráðin eins og venjulega: skárum niður arkir í bækur og bölsótuðumst yfir niðurskurði í listmenntun barna. Picasso ku hafa sagt:

Öll börn eru listamenn. Vandamálið er að halda áfram að vera listamaður þegar maður vex úr grasi.

Við þurfum náttúrulega að kljást við þetta vandamál, en þá hjálpar menntun. Hvernig sem því er snúið þurfum við að gefa börnum kost á að iðka sem flestar listir. Með því að skera niður tíma í listum er verið að skera niður það sem er manneskjunni eðlislægt og enn óbarið úr börnum: það opna og tæra, – forvitni, upplifun, tjáning og sköpun.

Days are getting longer and brighter but thoughts were all a bit dark and gloomy when it came to last meetings main subject of discussion: financial cuts in art-education in Iceland. A topic where the situation only seems to go from bad to worse. We have to give children time and means to practice art. Picasso said:

Every child is an artist. The problem is how to remain an artist once we grow up.

We try our best… education has certainly helped!

 

Gleðilegt ár! – Happy New Year!

Gleðilegt ár! Megi bókverkin spretta úr höndum Arkanna sem aldrei fyrr! / Wish you all a happy new year with many creative and triumphant days!

Fyrir neðan: nokkrar myndir frá Arkarfundi í nóvember. / Below: few pictures from a session in november.



Arkarfundur á bókasafni – Visiting libraries

Arkirnar hittust í bókasafni Listaháskólans og skoðuðu bókverk í eigu safnsins. Bókasöfn eru góðir staðir. Verður jafn gaman að „blaða“ í rafrænum bókum eins og að handfjatla svo fágæt pappírsverk?
ARKIR met in the library of the Academy of the Arts to study some of the artwork owned by the institute. We all love libraries. Will flipping through electronic pages be as interesting as getting the feel of these rare works of paper?
Og enn um bókasöfn: Hér eru svo tvær myndir úr finnsku þjóðarbókhlöðunni. Höll sem hæfir bókum. Þar gaf m.a. að líta áhugaverða sýningu: Hvað gæti gert út af við bókina? Staða bókarinnar nú og í framtíðinni.
More on libraries: I was in Helsinki and visited the National Library. A wonderful palace of books. In the Cupola Hall there was an excellent exhibition: What could Kill the Book? – The Book Now and in the Future.

From the Cupola Hall.

In the Rotunda.

photos © Áslaug Jónsdóttir

Iðnar hendur – Busy hands

Vetrarstarf. Reglubundnir sellufundir. Grænt te og turrón. Iðnar hendur.

Busy hands at last weeks meeting. Folding, cutting, sewing, glueing. Drinking green tea, breaking spanish turrón.

ARKIRNAR eru flestum hnútum kunnugar. En svo rær hver og slær með sínu lagi. Einfaldasta bókasaum með tilheyrandi hnútum má sjá hér og hér líka. Hérna eru svo fínar myndir af „Weaver’s knot“ (flagghnútur):

And we were discussing knots …

The “Weaver’s Knot” (Fig. 22) is more useful in joining small lines, or twine, than for rope, and for thread it is without doubt the best knot known. The ends are crossed as in Fig. 23. The end A is then looped back over the end B, and the end B is slipped through loop C and drawn tight.

Knots, Splices and Rope Work / www.gutenberg.net

Sýningaropnun í Gotlandi – Opening in Gotland

Marianne Laimer hefur staðið í ströngu við sýningarundirbúninginn í Langska Huset í Visby á Gotlandi en sýningin opnar í dag. Hér bloggar Marianne um vinnuna á CON-TEXTvefnum og hér er viðtal við hana í vefútgáfu Gotlands dagblaðanna Gotlands Allehanda og Gotlands Tidningar: helagotland.se.

Það er líka vel þess virði að skoða heimasíðunna hennar Marianne, Den skulpturella boken, þar sem hún bloggar um bókverkin sín.

CON-TEXT in Gotland! A new variant of the exhibition is opening today in Langska Huset in Visby. Follow Marianne Laimers blog on the CON-TEXT weblog. See pictures from preparation here and read article on the exhibition in HelaGotland here.

Pökkunarfundur – Got to go to Gotland …

Handagangur í örkunum … öskjunum! Arkir pökkuðu niður bókverkum sl. fimmtudag og sendu af stað til Gotlands. Þangað fer hluti þeirra verka sem voru á farandsýningunni CON-TEXT. // Packing for the CON-TEXT exhibition in Gotland. We wish we could hop into a box ourselves and show up at the opening!

Svanborg og Anna leggja lokahönd á ný verk sem fóru með í pakkann. //  Svanborg and Anna Snædís making last minute preparations.

Svanborg myndar. //  Svanborg documenting her new piece.

Pakkinn tilbúinn. Svo var haldið áfram að plotta …  // A ready package. And then we kept on discussing, planning and plotting…

Fyrsti fundur haustsins! We are back!

Fyrsti Arkarfundur haustsins var haldinn 8. september á vinnustofu Ingu og Önnu Snædísar í Garðabæ. Arkirnar klikka kannski á ýmsu, en ekki berjabökunum! Gott start.

The first meeting after a summer long pause was held at Inga and Anna’s studio. And of course we celebrated with seasonal berry pies. A good start.

Lokað v/breytinga – Closing due to changes …

Sýningunni CON-TEXT – Norræn bókverk í Norræna húsinu lýkur fyrr en áætlað var í upphafi. Síðasti sýningardagur er miðvikudagurinn 24. mars. Opið er alla daga frá kl 12 – 17, nema mánudaga. Við minnum á leiðsögn um sýninguna n.k. sunnudag, 21. mars, kl. 15:00. Aðgangur er ókeypis.

Margir gesta hafa haft á orði að sýningin sé stærri og viðameiri en þeir hafi átt von á, ekki síst miðað við fyrstu sýn. Hvert verk fyrir sig kallar á nánari skoðun og jafnvel eins og að í hverju verki fyrir sig sé að finna litla sýningu. Það liggur í eðli bóka og bókverka að geyma hugmyndir og safn mynda eða texta sem opinberast áhorfendanum ekki nema verkið sé skoðað nánar, opnað og blöðum flett. Til að minna á smáatriði og grandskoðun verkanna eru hér nokkur sýnishorn.

The exhibition in the Nordic House is closing couple of days earlier than planned. Last day of the exhibition is March 24th. Open every day from 12 – 5 pm, except Mondays. Guided tour is offered next Sunday, March 21st, at 3:00 pm. Admission free.

Many visitors have expressed their surprise concerning how wide-ranging and many-sided the works are, giving the feeling that when they leave after hours of studying there is still a lot more to examine, making them want to come back for another visit. This is of course owed to the nature of the book and book art: to keep and reveal, surprising the viewer when pages are turned. Also to remind you to look at the details, here are some examples from the exhibition.

Details from photos by: Hanne Matthiesen, Torkel Molin og Áslaug Jónsdóttir

Bókverkin í Iceland Review – article in Iceland Review

Kremena Nikolova-Fontaine skrifar um ást á bókum og sýninguna í Norræna húsinu í grein í vefútgáfu Iceland Review. Greinin heitir: Con-Text: An Ode to Handmade Books og er að finna á heimasíðu Icelandic Review.

Bent er á greinina og heimasíðu Con-text hópsins hér á Literary Saloon.

Here is an article in Icelandic Review Online about the exhibition in the Nordic House, by artist Kremena Nikolova-FontaineCon-Text: An Ode to Handmade Books.

Her article and our blog is also mentioned here at the Literary Saloon.

Umfjöllun og góðar undirtektir – Radio reviews

Bókverkið á myndinni/Artwork: Göta Svensson: Såhär långa var malmtågen när jag var barn.

Leiðsögn um sýninguna

Bókverkasýningin í Norræna húsinu hefur hlotið góðar viðtökur og þykir vel sótt. Um síðustu helgi var boðið upp á leiðsögn um sýninguna og það sama verður uppi á teningnum n.k. sunnudag, 21. mars, kl. 15:00. Fulltrúar listamanna á sýningunni fylgja gestum um sýninguna og segja frá verkunum. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.

Guided tour and artist talk

The exhibition in the Nordic House has been well received and popular by visitors since the opening. Last Sunday two of the artists gave guided tour and artist talk. This will be repeated upcoming Sunday the 21st of March, at 3:00 pm. Welcome to the Nordic House! Admission free!

Con-text í HönnunarMars

CON-TEXTsýningin er einn af dagskrárliðum hönnunarhátíðarinnar HönnunarMars 18. -21. mars. Lesa má alla dagskrá hátíðarinnar hér – og kynningu Hönnunarmiðstöðvar á sýningunni hér.

Con-text in DesignMarch

CON-TEXT is also introduced as a part af the art- and design festival DesignMarch going on March 18. -21. Full program here, introduction at the Icelandic Design Centre here.

Umfjöllun lostafullra listræningja

Sýningin fékk fína dóma á laugardaginn var í útvarpsþættinum Lostafulli listræninginn á Rás 1 hjá RÚV. Stjórnandi þáttarins Jórunn Sigurðardóttir ræddi fyrst við Önnu Snædísi í Norræna húsinu, en síðan fengu listræningjarnir Bryndís Baldvinsdóttir tónmenntakennari og Jón Thoroddsen grunnskólakennari að láta móðan mása. Hægt er að hlusta á þáttinn á vef Ríkisútvarpsins hér.

Í gær, mánudaginn 15. mars var svo lengra spjall við Önnu Snædísi flutt í Víðsjá. Slóðin á RÚV er hér. (Spjallið hefst þegar um það bil einum þriðja af þættinum er lokið).

Ríkisútvarpið fær fullt hús og fimm stjörnur fyrir að sinna sjónlistunum. Þáttargerðarfólk stendur sig með sóma. Áheyrendur gætu í raun allt eins verið blindir. Það væri náttúrulega brjálæði að láta sér detta í hug að í föstum þáttum yrði fjallað um myndlist, kvikmyndir, leiklist, náttúru, ferðalög, umhverfi, skipulag og byggingarlist í sjónvarpinu! Einkennileg hugmynd auðvitað. Í bíói allra landsmanna er íslenskt menningarefni framreitt eins og hefðbundið útvarpsefni: spjall manna í millum, svolítil tónlist og svo er aðalmenningarþáttur sjónvarpsins auðvitað um bóklestur …

Afsakið: örstutt hlé!

Er alveg öruggt sjónvarpsútsendingin hafi ekki óvart verið send út á hljóðrásirnar og útvarpsefninu sjónvarpað? Það var að minnsta kosti ekki nauðsynlegt að fjárfesta í þessum frægu flatskjám til þess horfa á íslenskt sjónvarpsefni.

Good radio reviews

The exhibition received nice reviews in the radio program “Lostafulli listræninginn” on The Icelandic National Radio last Saturday. The program focuses on ongoing shows, exhibitions and concerts. The host Jórunn Sigurðardóttir first took a tour around the exhibition rooms in the Nordic House guided by Anna Snædís. She then had two art lovers to pay the exhibition a visit for later on to discuss the whole affair on the program. You can listen to the program here.

Yesterday, Monday March 15th, there was a longer version of the interview with Anna Snædís, in “Víðsjá”, a program of broad spectrum of culture. The program is available here. (Talk about book art starting when a prox 1/3 of the show has run).

CON-TEXT sýningaropnun – Opening in Reykjavík

Sturlugata 27. febrúar kl. 16:50. Það gekk á með slydduéljum í Reykjavík, en áhugasamir boðsgestir létu sig ekki vanta í Norræna húsið. Takk fyrir komuna!

Exhibition opening in the Nordic House: The weather wasn’t favorable at all! Nevertheless a lot of people showed up. Thank you all for your interest!

Velkomin á sýningaropnun!

CON-TEXT – norræn bókverk

Hugmyndin að sýningunni CON-TEXT, sem nú má sjá í Norræna húsinu, kviknaði hjá hópi danskra listakvenna sem starfa m.a. að gerð bókverka. Hópurinn tengdist bókverkafólki vítt og breitt um Norðurlönd í kjölfar þátttöku á Alþjóðlega bókverkaþríæringnum í Vilnius, en nokkrir íslensku listamanna sem hér sýna hafa tekið þátt í honum.

Verk af þríæringnum í Vilnius 2009 fóru víða og var sýningin m.a. sett upp í KunstCentret Silkeborg Bad í Danmörku í september 2009. Yfirskrift fimmta þríæringsins var TEXT og var hún kveikjan að sýningunni CON-TEXT sem opnuð var á sama tíma í Kulturspinderiet í Silkeborg. Þar sýndu tuttugu og fjórir norrænir listamenn verk sín. Að lokinni þeirri sýningu var hluti verkanna til sýnis á Háskólabókasafninu í Umeå í Svíþjóð og nú eru flest verkin frá sýningunni í Silkiborg hingað komin.

Listamennirnir tuttugu og fjórir höfðu frjálsar hendur um hvernig þeir unnu með þema sýningarinnar, CON-TEXT, en áhorfandanum er látið eftir að túlka samhengið. Enska orðið context, eða samhengi, er dregið af latnesku orðunum con = saman og textere = að vefa. Hér vefa ólíkir listamenn saman þræði sína og sameinast í áhuga á bókverkinu sem tjáningarformi.

Auk þess að tengja verkin ákveðnu þema var hverjum listamanni send lítil pappataska sem breyta átti í bókverk. Auðveldlega má líta á töskuna sem táknmynd fyrir ferðalagið sem verkin hafa hafið frá smiðju listamannanna. Eins má skoða sköpunina sem einskonar ferðalag: farangurinn er margvíslegur og innihaldið opinberast aðeins þeim sem lýkur upp hirslunni.

Bókverk er samheiti yfir myndverk sem tengjast á einhvern hátt bókinni sem formi og hugtaki. Mikil fjölbreytni liggur í nálgun hvers listamanns til formsins. Flest verkin á sýningunni eiga það sameiginlegt að vera einstæð, aðeins til í einu eintaki, með augljósu yfirbragði handverksins. Þar er að finna skúlptúra sem draga dám af bókinni sem þrívíðu formi; myndlistarverk sem hafa að grunni byggingu bókarinnar: blaðsíður, kápu og band; pappírsverk sem tengjast efniviði bóka, trefjum, skinni og textíl; og bókverk sem byggjast á eiginleikum pappírs sem forma má með brotum og skurði. Allar aðferðir myndlistar nýtast í bókverkagerð: málun, teikning, klippitækni, ljósmyndun og þrykkaðferðir ýmiskonar, textílaðferðir, mótun og svo mætti lengi telja.

Skilgreining á bókverki verður seint einföld eða tæmandi enda ekki æskilegt að marka listformi þröngan bás. Myndir og tákn voru áður fyrr klöppuð í stein og dregin upp á bókrollur en um leið og rafrænt lesefni tekur æ meira rými kann hugtakið bók enn að taka á sig nýjar myndir, – allt eftir samhenginu.

CON-TEXT – Íslenski sýningarhópurinn © Arkir

Sýningin CON-TEXT – norræn bókverk opnar 27. febrúar í Norræna húsinu. Sýningin er opin daglega frá 12:00 til 17:00 alla daga nema mánudaga. Sýningunni lýkur 24. mars. Sjá nánar á www.norraenahusid.is

Blæs nú byrlega – Fair wind at the Nordic House

Flags by the Nordic House – Friday, Feb. 26th, 17:20.

Bókverkalýðsfélagið Arkir blés í lúðra í vikunni og var tilkvödd hver sú Örk sem vettlingi gat valdið við uppsetningu sýningarinnar CON-TEXT í Norræna húsinu. Á föstudagskvöldi var allt að verða klárt. Sjá myndir frá uppsetningu.

At last winter came to Reykjavík! We had blizzard and trouble with traffic, but when the weather cleared up the snow just brightened our day. Not that this mattered at all for the hardworking members of the Arkir-group. This week we have been busy in the ‘coolest’ cellar in Reykjavík: the exhibition rooms of the Nordic House. When we left Friday afternoon we liked to think that allmost every thing was in it’s place. Never is, though …

Handgerðar skissu- og minnisbækur. Handmade sketchbooks with “rescued paper” for sale by the entrance.

Einblöðungur með upplýsingum og hanskar fyrir þá sem vilja handfjatla bækurnar. Printed leaflet with information and glowes for those who can’t keep their hands off the books.

Sjáumst á sýningaropnun! See you at the opening!

Bókverk á flugi – Books in takeoff and landing

Bókverkin af sýningunni í Silkeborg taka brátt flugið til Íslands. Hluti þeirra fór á sýningu í bókasafni háskólans í Umeå í Svíþjóð og kemur beint þaðan. Verkin verða sýnd í Norræna húsinu  frá 27. febrúar til 28. mars. Nánar um opnunina síðar.

We assume that the books from the exhibitions in Silkeborg and Umeå are taking the flight to Iceland any day now.  They will then be on display in the Nordic House in Reykjavik from February 27th to March 28th. So stay tuned…