Heimili, hrollvekjur og innblástur – Homes, horror and inspiration

Við höldum áfram að stúdera hús, heimili og híbýli í bókum. Myndin hér að ofan sýnir opnu úr bókinni „Light Houses – A pop-up Gallery of Americas Most Beloved Beacons“. Fletti-sprettibók með vitum. (Bókin er í eigu ónefndrar ARKAR með vita-blæti).

Hrekkjavakan var í gær. Fellibylurinn Sandy gerði mikið meira en grikk og alls ekkert gott. Hundruðir manna standa heimilislausir. Í New York eru mörg hús og heimili í rúst eins og sjá má í þessari ljósmyndaseríu í NYT. Heimili og heimur: veröldin hefur kannski ekki hrunið, en sennilega eru margir litlir „heimar“ glataðir. Vonandi rísa húsin aftur á ný, rétt eins og pappírshús Daisy Lew: NY pop-up.

Tengd hrekkjavökunni er þessi umfjöllun á It’s Nice Thatum sýningu á kirigami-verkum eftir Marc Hagan-Guirey. Það eru pappírsverk sem sýna hús úr hinum ýmsu hryllingsmyndum: Horrorgami.

Hér eru fleiri kirigami hús:
Houses made of paper
Architectural Origami Inspiration

Það má svo toppa netvafrið með því að kíkja á fallega bókverkið hans Ólafs Elíassonar: YOUR HOUSE.

Áfram með HEIMAvinnuna!

– – –

We keep on studying homes and houses in books. The photo shows a spread from “Light Houses – A pop-up Gallery of Americas Most Beloved Beacons”. A fine pop-up book.

Yesterday was Halloween, celebrated in number of countries, not so much here in the Iceland where ghosts and such walk about everyday. In New York there wasn’t much celebration, but real horror. Devastated homes, damaged houses. (See Photos in NYT). So many people have lost their homes, possessions… – a big part of their lives? We hope the best for NYC. Rise and shine like Daisy Lew’s pop-ups:  NY pop-up.

Halloween activities are all about fictional horror. I came pass an article on It’s Nice That about kirigami sculptures by Marc Hagan-Guirey. They are paper sculptures of houses from famous horror movies like The Shining, The Addams Family, Psycho and more. See his Horrorgami.

If you hungry for more kirigami: 
Houses made of paper
Architectural Origami Inspiration

But as to end with a great piece of art, there is this beautiful book by Ólafur Elíasson: YOUR HOUSE.

Happy HOMEwork!

 

Ævintýraleg heimili – Fabulous homes

Á síðasta Arkarfundi mætti Anna Snædís með nokkrar gamlar og góðar barnabækur: fletti-spretti-bækur með ævintýrunum um stúlkukindurnar Mjallhvíti og Rauðhettu. Flestar okkar höfðu að minnsta kosti átt eina af þessum bókum í barnæsku og notið þess að líta inn til ömmu Rauðhettu, til dverganna sjö, vondu stjúpunnar, Þyrnirósar o.s.frv.

Annars var bara unnið að HEIMA-sýningunni, spáð í form og brot og byggingarlag bóka.

At the last AKRIR-meeting we were admiring old pop-up picturebooks. We all had at least one of these magical books as kids. There we have the homes of The Seven Dwarfs in Snow White and Little Red Riding Hood’s grandmother. Fabulous!

But of course we were working on all kinds of book structions for next exhibition: HOME!

Heim – Home

Níu ARKIR stefna á þátttöku í norrænni samsýningu á næsta ári. Sýningin ber fjölmörg heiti upp á norrænar tungur, en yfirskriftin hverfist um hugtakið heim eða heimili, heimkynni og híbýli. Það eru dönsku listamennirnir í X-piir sem standa undirbúningi sýningarinnar, en ætlað er að hún opni í Silkeborg Bad 6. apríl 2013. Sýningin er farandsýning og frá Silkeborg heldur hún til Grænlands, þaðan til Íslands og svo áfram um gjörvalla Skandinavíu ef allt fer að óskum. Undirbúning, aðstandendur og þátttakendur má kynna sér á vef CONTEXT-hópsins, en sýningin HEIM er önnur samsýning hópsins.

We are happy to announce next project and exhibition: ARKIR will participate in a Nordic group exhibition opening in Silkeborg Bad, Denmark, in April 2013. The exhibition will travel on to Greenland, then Iceland and from there hopefully to the rest of the Nordic countries: Faro Islands, Finland, Sweden and Norway. The preparations for this ambitious plans are made by X-piir, the danish artists in the CONTEXT-group (who started the art project CON-TEXT in 2009 leading to exhibitions in 2009/2010), led by Hanne Matthiesen. The theme and the title  for the exhibition is “HOME”. Follow news about preparations and read more about the many interesting artists on the CONTEXT-blog!

Artwork © Áslaug Jónsdóttir: Þangað.

Að loknu námskeiði – Book arts workshop

Önnum kafnar ARKIR hafa ekki birt tíðindi á bókablogginu um langa hríð. Það er ekki þar með sagt að bækur hafi ekki verið á dagskránni. ARKIRNAR hafa sinnt bókum af öllu tagi, á bókasýningum og bókamessum, við bókagerð, bóklestur, bókaútgáfu, bókaskrif …

Í síðustu frétt greindum við frá bókverkanámskeiði sem þá var í vændum í Gerðubergi. Rebecca Goodale sýndi bókverk og hélt námskeið í lok ágúst. ARKIRNAR Inga og Sigurborg tóku þátt í vinnustofunni og hér fyrir neðan má sjá dæmi um bækur sem þær unnu á námskeiðinu. Einnig má sjá ljósmyndir frá námskeiðinu á heimasíðu Gerðubergs eða heimasíðu ljósmyndarans.

– – –

Dear readers! You have been missing news about ARKIR’s book art, haven’t you? Now, where were we …?

As our last post was to let you all know about Rebecca Goodale’s workshop and exhibition in Gerðuberg Culture Center in August, it’s only proper to give an update on the event. Busy as we all are, only two of ARKIR members made it to Goodale’s course in book art. Inga and Sigurborg enjoyed the workshop and tried out different type of book forms and bindings. See photos below. There are also very nice photos from the workshop at Gerðuberg’s website or at the photographer’s website.

Bókverk í fréttum – Book art in the news

Myndlist í sjónvarpsfréttum er greinilega yfirleitt ætluð til slökunar eftir allar vondu fréttirnar. (Nema hægt sé að flokka listviðburðinn undir umdeildan skandal). Myndlistarfréttir koma í lok frétta eins og myndir af sólarlaginu, fuglum á hreiðri, sauðburði og hundasýningum. Nú á þriðjudag var lokaskotið frá bókverkasýningunni Netverk bókverka í Norræna húsinu sem ARKARbloggið fjallaði um hér. Það hentaði sjónvarpsmönnum greinilega ekki að sýna djásnin í glerkössunum, en þess í stað var blaðað í bókunum sem eru í raun dálítið utan sýningar. Þar á meðal nokkrum bókum eftir fulltrúa ARKANNA. Skotið kemur í lok frétta, eftir íþróttir, að sjálfsögðu. Sjá hér, ljósmyndirnar eru skjámyndir.

Our book art in the Nordic house made the news! Yeahhh! Ok, it was the cute little shot in the end of the news program. Usually it’s the sunset, children playing in the extra good weather (good weather always makes the news in Iceland), the first newborn lambs, dog shows, a bird nesting in someones shoes … but occasionally art makes its way. So you can see a glimpse of three books by Sigurborg and one by Áslaug. For the whole clip (all the precious seconds) see here, at the end of the program, after sports (íþróttir), these photos are merely stills. More about the exhibition here and on our blog here.

Netverk bókverka í Norræna húsinu – Book Art Exhibition in The Nordic House

Netverk bókverka er heiti sýningar í kjallara Norræna hússins. Sýningin er í tengslum við alþjóðlegu ráðstefnuna Art in Translation sem haldin verður dagana 24. – 26. maí í Norræna húsinu og Öskju – og Sjálfstætt fólk á Listahátíð í Reykjavík. Í kynningu segir:

„Fyrir um fimmtíu árum varð til hreyfing myndlistamanna sem unnu verk sín í bókarformi, sendu bækurnar sín á milli og komu sér þannig upp samstarfsneti sem fóstraði nýja og róttæka sýn á myndlist, samfélag og menningu. Á Íslandi voru listamenn sem snemma tileinkuðu sér þetta nýja tjáningarform – einkum þeir Dieter Roth og Magnús Pálsson – og lögðu grunninn að sterkri bókverkahefð sem síðari kynslóðir listamanna hafa nýtt sér til að koma hugmyndum sínum á framfæri og rækta tengsl við aðra framsækna listamenn um allan heim. Sýningin kannar þennan sterka þráð í íslenskri samtímalist og varpar ljósi á það hvaða hlutverki bókverkin gegndu í að rjúfa einangrun íslenskra framúrstefnulistamanna og gera þá að virkum þátttakendum alþjóðlega í nýlistinni.“

Verkin á sýningunni eru öll í eigu Nýlistasafnsins og Listaháskóla Íslands sem eiga merkustu og stærstu safneign bókverka hér á landi. Einnig má skoða bókverk eftir fjölmarga listamenn í rými næst sýningarsalnum, þar á meðal eftir ARKIRNAR Áslaugu og Sigurborgu.

Sýningunni Netverk Bókverka stýra Aðalheiður L. Guðmundsdóttir og Jón Proppé í samstarfi við nemendur í myndlistardeild Listaháskóla Íslands og listfræði við Háskóla Íslands. Sýningin er í innri sal í kjallara Norræna hússins – gengið inn frá bókasafni. Sýningin stendur frá 19. maí til 17. júní 2012. Sjá nánar um ráðstefnuna Art in Translation, um sýninguna í Norræna húsinuNýlistasafnið og Listahátíð.

Daglegt bull – smábók frá 1961 eftir Dieter Roth. Fleiri verk á sýningunni hefðu mátt fá betri umgjörð og rými. Fæst verkanna eru þess eðlis að þau njóti sín liggjandi í kös. Glerborðin nægja ekki til að gera þeim hátt undir höfði, svo áhugaverð og sjaldséð verk ættu það þó fyllilega skilið. Það hefði líka verið gaman að sjá fleiri innsend og e.t.v. sérvalin verk við innganginn þar sem fámennið veitir aðeins gloppótta sýn á bókverk starfandi listamanna. Umgjörð þess hluta sýningarinnar virtist heldur ekki bjóða upp á almenna kynningu á bókverkalist sem hefði þó verið kjörið.

Netverk bókverka – a book art exhibitonin The Nordic House in conjunction with Art in Translation, an international conference on language and the arts held in Reykjavik 24. – 26. May – and  [I]ndpendant People at Reykjavik Arts Festival. In the introduction says:

“Some fifty years ago a movement arose of artists who focused on the production of books as artworks. They exchanged books by mail and thus created a transnational network to foster radical new ideas on art, society and culture. Some Icelandic artists, led by Dieter Roth and Magnús Pálsson, were quick to embrace this new art form, thus laying the groundwork for a tradition that later generations of artists have used to disseminate their art and nurture communication with progressive artists around the world. This exhibition examines this important aspect of contemporary Icelandic art, revealing the important role that artists’ books played in ending the isolation of Icelandic artists and allowing them to become active participants in the international avant-garde.”

The exhibited books are all from the book art collections of Nylo – The Living Art Museum and the library of the Iceland Academy of the Arts, the largest collections of book art in Iceland. A collection of book art from various artist is also on display in the library room next to the exhibition along with informational posters. ARKIR member Sigurborg and Áslaug are among the artists.

The exhibition Artists’ Books and Networks is curated by Aðalheiður L. Guðmundsdóttir and Jón Proppé in collaboration with students from the Icelandic Academy of the Arts and University of Iceland. The exhibition is in The Nordic House, inner excibition hall – entrance through library – on from 19 May – 17 June, 2012. Further information: on the conference Art in Translation, the exhibition in The Nordic HouseThe Living Art Museum and Reykjavik Arts Festival – [I]ndpendant People.

Fleiri myndir af sýningunni: / More photos from the exhibition:

Vorannir – Spring fever

Sem fyrr eru ARKIRNAR úti um allar trissur að sinna vorverkum: taka þátt í uppákomum, leggja útland undir fót, útskrifa nemendur úr lista- og handíðaskólum. Þrátt fyrir annir eru fundir nokkuð reglulegir og undanfarna mánuði hefur dagskráin hljóðað upp á margvísleg örnámskeið. Meira um örnámskeið ARKANNA síðar.

Spring fever is hitting us ARKIR! Not that there is much sight of summer in Iceland… Minus 5-8 °C at night, cold wind blowing at daytime. Otherwise we are busy working and traveling, taking part in all kinds of events, graduating art students from various schools of art and craft. Still we manage to meet regularly and have had great fun refreshing our book making with our own micro-courses. More on that later.

NÁMSKEIÐ Í BÓKAGERÐ – COURSES ON BOOK ART 

Það ber reyndar svo vel í veiði fyrir þá sem vilja kynna sér bókband og bókverkagerð að í haust standa til boða námskeið hjá Endurmenntunarskóla Tækniskólans. Í október 2012 hefst námskeið í Bókbandi fyrir byrjendur og í haust verður sjálf örkin Anna Snædís með námskeiðið: Bókagerð/Handgerðar bækur. Allar upplýsingar fást hjá Tækniskólanum.

Looking for courses on book art in Reykjavik? At The Technical College in Reykjavik there are two courses next autumn (2012). Bookbinding for beginners and our own ARKIR member Anna Snædís gives a course in book art: Book art / Handmade books. Check out the links!

(Ljósmynd/photo © Anna Snædís Sigmarsdóttir)

HANDVERK OG HÖNNUN Í RÁÐHÚSINU – ARTS AND CRAFTS FAIR IN THE CITY HALL

HANDVERK OG HÖNNUN stóð fyrir sölusýningu nytjalistamanna í byrjun maí í Ráðhúsi Reykjavíkur, en næsta sýning verður í nóvember. Örkin Sigurborg stóð vaktina frá 3. til 7. maí og sýndi textíla og handgerð og prentuð kort eins og sjá má í kynningu á vef Handverks og hönnunar. Myndir frá sýningunni má skoða á Fésbókarsíðu H&H.

Contemporary ARTS AND CRAFTS FAIR was held in Reykjavik City Hall in May where artist working in textile, ceramics, glass, jewellery, horn and bone, wood, leather and fish skin exhibited and sold their works. One member of ARKIR, Sigurborg, made her way to the show, exhibiting printed textiles and handmade cards. Read more about HANDVERK OG HÖNNUN – CRAFTS AND ART and take a look at photos from the event by using the links.

(left: Ljósmynd/photo © Sigurborg Stefánsdóttir.
Below: Ljósmynd/photo © GI Handverk og hönnun – birt með leyfi)

Sigurborg í sölubásnum – Áslaug í innkaupaleiðangri.

SKRÍMSLAÞING – GATHERING OF MONSTERS

Barnabókahöfundurinn og leikskáldið í ARKAR-hópnum brá sér á skrímslaþing í Melasveitinni á dögunum. Áslaug var þar með vinnustofu ásamt meðhöfundum sínum að bókunum um skrímslin tvö, þeim Kalle Güettler og Rakel Helmsdal. Sömu helgi var síðasta sýning á leikriti Áslaugar um skrímslin, sem frumsýnt var í desember í Kúlunni, barnaleikhúsi Þjóðleikhússins. Á þinginu voru því mikilir fagnaðarfundir. Eins og sagt er frá á vef Forlagsins þá er von á nýrri bók um skrímslin í haust.

Áslaug, the children’s book author and playwright in ARKIR, has been spending time with monsters. Her co-authors of the monster-series, the swedish author Kalle Güettler and faroese Rakel Helmsdal came to Iceland for a workshop and a happy gathering of monsters. At the same time it was the last performance of Áslaug’s children’s play about the two monsters, staged at Kúlan in the National Theater with premiere in December 2011. All the Nordic monsters had a ball and according to Forlagið publishing, a new monster book is to be released in the fall.

(Ljósmynd/photo © VS & Áslaug Jónsdóttir)

Gleðilegt ár! Happy New Year!

Snjókoma (2009) eftir Ingiríði Óðinsdóttur / ljósmynd: Hanne M. 

ARKIRNAR óska blogglesendum og bókaverkaunnendum gleðilegs árs og friðar! Það er ærlegt vetrarríki á Íslandi um þessar mundir og sumir væru kannski til í að pakka fjúki og hríð niður í tösku og senda burt með fyrsta flugi. En fátt bítur á ÖRKUNUM og nú hækkar sól á lofti. Við munum sem fyrr kanna bókarformið frá ýmsum sjónarhornum og stefna á nýjar sýningar hérlendis og erlendis á komandi ári. Afrakstur vinnufunda og sýningaráform verða tíunduð í myndum og máli eftir föngum.

Í nóvember s.l. sendu tvær ARKANNA inn verk til þátttöku í bókaverkaþríæringnum í Vilnius: The 6th International Artist’s Book Triennial í Vilnius 2012. Verk Önnu Snædísar og Sigurborgar voru valin úr miklum fjölda innsendra verka en þátttakendur eru listamenn frá öllum heimshornum. Sýningin fer að sama skapi vítt um veröldina:

  • 2. febrúar – 3. mars 2012, Scuola Internazionale di Grafica, Feneyjum, Ítalíu;
  • 15. mars – 18. mars 2012, Leipzig Book Fair, Þýskalandi;
  • April 2012, Gallery Titanikas, Vilnius, Litháen;
  • 22. september – 22. október 2012, Kloster Bentlage, Rheine, Þýskalandi;
  • Þá eru í bígerð sýningar í Frakklandi, Bangladesh og Kína.

ARKIR wish you blog-readers and book-art lovers a happy new year! It’s snowing and blowing with bitter winds in Iceland so Inga’s “snow-book” is very appropriate for the season. If winter just came in such a nice and handy suitcase. Just to be shipped off… 

But ARKIR stay warm and are eager to keep on exploring the book-art form and plan new exhibitions. Already two ARKIR members are exhibiting new works in The 6th International Artist’s Book Triennial í Vilnius 2012. Anna Snædís and Sigurborg works were selected for the exhibition that will take place in several countries

  • 2 February – 3 March 2012, “Scuola Internazionale di Grafica”, Venice, Italy;
  • 15 March – 18 March 2012, Leipzig Book Fair, Germany;
  • April 2012, Gallery “Titanikas”, Vilnius, Lithuania;
  • 22 September – 22 October 2012, Kloster Bentlage, Rheine, Germany;
  • The exhibition plans for France, Bengladesh and China for 2012-2013 are also under the way.

Góðar móttökur – All booked up!

Kæru sýningargestir: Takk fyrir frábærar móttökur! Opnunardaginn var fullt út úr dyrum í sýningarsalnum á Tryggvagötunni og hafa margir lýst ánægju og undrun yfir fjölbreyttum og margslungnum bókunum. Fréttastofa sjónvarps sýndi örstutt skot í lok frétta skömmu eftir opnun. Það má sjá hér.

Nú eru aðeins fjórir dagar eftir af sýningartímanum, en sýningin er opin frá 14-18, fimmtudag til sunnudags. Þeir sem ekki eiga heimangegnt geta séð hluta verkanna á myndbandi hér. Við mælum þó eindregið með upplifuninni sem fylgir því að fletta blöðum og skoða bókverkin í krók og kring. Verið velkomin í Sýningarsal Íslenskrar Grafíkur að Tryggvagötu 17, hafnarmegin! Ókeypis aðgangur!

Dear exhibiton guests! Thank you for your interest and appreciation! The exhibition room was bursting with people on the opening night. We have had a lot of positive response from visitors and we even made the news! Well, it was the cute little last bit before the closing credits … A short clip from the exhibition is to be seen here at RUV evening news.

The exhibition is only open for four more days, from 14-18, Thursday to Sunday. If you can’t make it you can watch a video from the exhibition here. Still, there is nothing like the real thing and being able to touch, browse, look from every angle and even smell… (Yes, some of the books do smell wonderfully!) Welcome to Tryggvagata 17, at Reykjavik harbour in The Icelandic Printmakers Association Gallery. Free entrance!

© ljósmyndir / photos: Anna Snædís og Svanborg