Síðasta sýningarhelgi í Hannesarholti | Last chance to see …

Version 2

Senn líður að lokum sýningarinnar „UNDIR SÚÐINNI“ í Hannesarholti á Grundarstíg 10 í Reykjavík. Sýningarlok eru á sunnudag, 6. mars, en á morgun, laugardag 5. mars verður leiðsögn í risinu í Hannesarholti milli klukkan 14 og 16. Hver leiðsögn tekur um 15 mín. Hannesarholt er opið virka daga frá kl 8-17 og 11-17 um helgar. Verið velkomin! ARKIR mæla einnig eindregið með veitingastofu Hannesarholts. Njótið helgarinnar!

ARKIR’s exhibition: “UNDIR SÚÐINNI“ in the attic in Hannesarholt Culture House, at Grundarstígur 10 in Reykjavík is soon coming to an end: on Sunday March 6th. Tomorrow, Saturday March 5th, there will be guidance for guests (about 15 min) from 2 pm – 4 pm. Free entrance. Hannesarholt opening hours: Mon-Fri 8am-5pm, Sat-Sun 11am-5pm. ARKIR highly recommend Hannesarholt’s restaurant, good coffee and gourmet cakes. Enjoy your weekend!

Smellið á myndirnar til að stækka | Click on the images for larger view. 

Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir frá opnun. Smellið á myndirnar til að stækka
Below: photos from the opening, a month ago. Click on the images for larger view. 

Undirbúningur í Hannesarholti | At work in Hannesarholt

ARKIR HHolt feb2016 7

ARKIRNAR hafa unnið að undirbúningi sýningar á bókverkum í Hannesarholti síðustu daga. Nokkur verkanna eru tileinkuð Hannesi Hafstein, ljóðum hans og sögu hússins. Eldri verk á sýningunni voru einnig valin með tilliti til sögunnar: sum eru þjóðleg og fróðleg, önnur vísa í stjórnmál og landsmál, enn önnur byggja á sígildri fagurfræði hannyrða og handverks, landslags, veðra og vinda.

Verið velkomin á opnun kl 15 á laugardag, 6. febrúar. Hannesarholt er opið virka daga frá kl 8-17 og 11-17 um helgar.

Preparations for next ARKIR exhibition are in full swing. We have been selecting works and arranging an exhibition in Hannesarholt Culture House, in the attic at Grundarstígur 10, Reykjavík. A small selection of new works is dedicated to Hannes Hafstein (1861-1922), a poet – and Iceland’s first Minister of State and his house at Grundarstígur. Older selected works may have reference to the spirit of the times: being political, ethnological and as so much of Hannes Hafstein’s poetry, referring to the land and nature of Iceland. 

Welcome to the opening at 3 pm in Hannesarholt on Saturday, February 6th.
Opening hours: Mon-Fri 8am-5pm, Sat-Sun 11am-5pm. 

Click on the images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.

Undir súðinni í Hannesarholti | Book art in Hannesarholt Culture House

Hholt-ARKIR-2016-Poster-web

Laugardaginn 6. febrúar n.k. opna ARKIR sýningu á bókverkum á loftinu í Hannesarholti, Grundarstíg 10, Reykjavík. Á sýningunni eru ný og eldri verk sem Arkirnar hafa valið með hliðsjón af sýningarstaðnum: efstu hæðinni, undir súðinni, í húsi skáldsins Hannesar Hafstein.
Verið velkomin á opnun! Hannesarholt er opið virka daga frá kl 8-17 og 11-17 um helgar.

ARKIR will be opening a book art exhibition on February 6th at 3 pm in Hannesarholt Culture House, Grundarstígur 10, Reykjavík. The name “UNDIR SÚÐINNI”, – IN THE ATTIC, refers to the exhibition room: a cosy loft in Hannesarholt Cultural house, located in the historic home of Hannes Hafstein (1861-1922), a poet – and Iceland’s first Minister of State. Join us at the opening!
Hannesarholt opening hours: Mon-Fri 8am-5pm, Sat-Sun 11am-5pm. 

Gleðilegt ár! ∼ Happy New Book Art Year 2016!

 

ARKIR-Sorpualmanak2016web

ARKIR óska listunnendum og bókverkafólki um heim allan gleðilegs árs og þakka góðar viðtökur, samvinnu og samskipti á liðnum árum. Megi nýja árið verða öllu listafólki gjöfult.

Á árinu sem leið sýndu ARKIR bókverk sín víða, bæði hérlendis og erlendis. Sýningin ENDURBÓKUN, sem opnaði fyrst í Gerðubergi Menningarhúsi, var sett upp í Bókasafni Reykjanesbæjar í apríl og síðar í Spönginni Menningarhúsi. Sýningin eða hluti hennar mun ferðast víðar um landið á nýja árinu. Verkin á sýningunni ENDURBÓKUN voru öll unnin úr gömlum eða afskrifuðum bókum af Borgarbókasafni. Myndir frá sýningunni í Gerðubergi prýða nú almanak SORPU árið 2016. Almanakið má nálgast á endurvinnslustöðum SORPU en einnig má skoða almanakið hér og hlaða því niður rafrænt. Myndin á forsíðu almanaksins sýnir hluta af verkinu Orðaflaumur eftir Ingiríði Óðinsdóttur. Ljósmyndir: Binni.

Síðla ársins 2015 tóku ARKIR þátt í sýningunni DRIFTING CLOUDS í Nicosia á Kýpur ásamt fjölmörgum evrópskum listamönnum. Fyrr á árinu höfðu nokkrar úr hópnum sýnt verk á norrænni bókverkasýningu í Helsinki í tilefni af 20 ára afmæli Gallery Jangva í Helsinki. Verk þeirra Önnu Snædísar, Sigurborgar og Svanborgar voru einnig valin á ERROR – sjöunda alþjóðlega bókverkaþríæringinn í Vilnius 2015, en þema þríæringsins var “Error” {Mistake}: villa eða mistök. Verkin voru til sýnis í Gallery Titanikas, sem er í Listaháskólanum í Vilnius, en hluti verkanna var einnig til sýnis í Leipzig í Þýskalandi; í Vercelli á Ítalíu; og víðar. Nánar má lesa um þríæringinn hér: ERROR og fyrir neðan má sjá myndband frá sýningunni í Vercelli: Museo Leone, Vercelli & “Studio 10″ City Gallery.

 

ARKIR fengu líka góðar heimsóknir á árinu – þar má nefna ljóðskáldið og bókverkakonuna Nancy Campbell  eins og við sögðum frá hér; sem og listakonuna Sandhya sem einnig notar ljóð og texta í sínum verkum.

Með nokkrum myndum frá liðnu ári sendum við kveðjur til vina og velunnara ARKANNA og vonum að sem flest ný og áhugaverð bókverk líti dagsins ljós á árinu 2016.

Sandhya-ARKIR

Ösp, Kristín Þóra, Inga, Sandhya, Bogga, Svanborg og Anna Snædís.

Dear friends of ARKIR, co-workers and fellow artists! We wish you all a very happy and prosperous New Year! May your lives be filled with joy and good art!

Looking back at the past year we state that ARKIR Book Arts Group had a fine year. Our exhibition ENDURBÓKUN / RE-BOOK, that originally opened in Gerðuberg Culturehouse, was later opened in Reykjanesbær Library in April and in Spöngin Culturehouse in July. We can confirm that the exhibition will travel further in the new year. All the works were created by using old books, mostly discared books from Gerðuberg Library. Photos exhibiting book art from ENDURBÓKUN / RE-BOOK are illustrating a 2016-calendar published by SORPA, a non-profit waste management firm owned and run by seven municipalities in Iceland’s Capital Area. SORPA’s almanac is available at all the recycling centers but can also be viewed and downloaded here. Artwork on cover shows Orðaflaumur (Stream of Words) by Inga, Ingiríður Óðinsdóttur. Photos by Binni. 

In October ARKIR took part in the exhibition DRIFTING CLOUDS in Nicosia in Cyprus. Earlier in the year, ARKIR members partisipated in a Nordic Artists’ Books exhibition in Studio Gallery Jangva Studio in Helsinki, as a part of Gallery Jangva’s 20th anniversary. Works by Anna Snædís, Sigurborg and Svanborg were also selected for ERROR – 7th International Artist’s Book Triennial Vilnius 2015” with the theme “Error” {Mistake}. The 7th triennial was opened in Gallery Titanikas, an exhibition hall belonging to the Vilnius Academy of Arts. Selections were also exhibited in Leipzig, Germany; Vercelli, Italy; in Austria; and more. For further information see the triennial’s webpage: ERROR. The video above shows moments from the show in Vercelli: Museo Leone, Vercelli & “Studio 10″ City Gallery.

ARKIR also had good visitors from abroad, – for instance the poet and book artist Nancy Campbell as reported here; and artist Sandhya who also uses poems and texts in her works. 

With a series of photos from the year 2015, we send our best wishes and hope for a splendid year 2016!

 

 

Framlenging sýningar – Myndir frá Kýpur | Photos from Nicosia

DriftingClouds 1

Ein ARKANNA, Sigurborg Stefánsdóttir, heimsótti Kýpur á dögunum, en þar stendur yfir bókverkasýningin  DRIFTING CLOUDS í sem opnaði 14. október í höfðingjasetri frá 18. öld: Hadjigeorghagis Kornesios Mansion í Nicosíu. Alls taka 37 listamenn þátt, en 9 ARKIR eiga verk á sýningunni: Anna Snædís Sigmarsdóttir, Arnþrúður Ösp Karlsdóttir, Áslaug Jónsdóttir, Bryndís Bragadóttir, Helga Pálína Brynjólfsdóttir, Ingiríður Óðinsdóttir, Kristín Þóra Guðbjartsdóttir, Sigurborg Stefánsdóttir og Svanborg Matthíasdóttir. Með sýningarstjórn fer Ruth Keshishian hjá Moufflon Bookshop, en sýningartíminn hefur nú verið framlengdur til 12. desember. Sýningin var einnig á dagskrá bókmenntahátíðar í Famagusta Gate Cultural Centre í Nisosíu 30. okt – 2. nóv. Hér má sjá nokkrar myndir af verkum á sýningunni.

DriftingClouds 3 Sigurborg

ARKIR member Sigurborg Stefansdottir travelled to Nicosia in Cyprus, where nine artist from the ARKIR group  participated in the book art exhibition DRIFTING CLOUDS, in The House of Hadjigeorghagis Kornesios in Nicosia. Thirty-seven artist from Europe participate in the exhibition, dedicated to the islands and the coast of Europe from North to the South as well as the drifting clouds that disregard all borders. Curator is Ruth Keshishian at Moufflon Bookshop, but the exhibition has just been extended from 14. October to 12. December 2015. The exhibition was also a part of the 2nd International Literary Festival in Famagusta Gate Cultural Centre, 30. Oct to 12. Dec. – a festival dedicated to the Nordic countries.

Ljósmyndir / Photos: Sigurborg Stefánsdóttir and Anna D.
Click on the images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.

DriftingClouds 31

 

 

Eyjar og skýjarek ~ Drifting Clouds in Cyprus

Drifting-Clouds-Exhibition-1

Níu ARKIR taka þátt í bókverkasýningu á Kýpur sem opnar í dag í fornfrægu safni í Nicosíu: Hadjigeorghagis Kornesios House. Titill sýningarinnar, DRIFTING CLOUDS, vísar í texta úr Pétri Gaut eftir Henrik Ibsen en verkin tengjast eyjum við strendur Evrópu, allt frá norðri til suðurs. Verk á sýningunni eiga: Anna Snædís Sigmarsdóttir, Arnþrúður Ösp Karlsdóttir, Áslaug Jónsdóttir, Bryndís Bragadóttir, Helga Pálína Brynjólfsdóttir, Ingiríður Óðinsdóttir, Kristín Þóra Guðbjartsdóttir, Sigurborg Stefánsdóttir og Svanborg Matthíasdóttir. Með sýningarstjórn fer Ruth Keshishian, Moufflon Bookshop. Sýningin stendur frá 14. október til 18. nóvember og er einnig á dagskrá bókmenntahátíðar í  Famagusta Gate Cultural Centre í Nisosíu frá 30. okt – 2. nóv.
– – –
ARKIR participate in a book art exhibition in Cyprus, opening today at Hadjigeorghagis Kornesios House in Nicosia. DRIFTING CLOUDS, the title of the exhibition, is inspired by Henrich Ibsen’s Peer Gynt where much of the play was written on the island of Ischia. The artists books and the theme relates to islands off the frayed coast of Europe, from north to the south. Curator is Ruth Keshishian, Moufflon Bookshop. The exhibition is open from 14th October to 18th November 2015 and is also a part of the 2nd International Literary Festival in Famagusta Gate Cultural Centre Oct. 30 to Nov. 2nd. with the theme: Crossing Borders, Connecting Cultures – dedicated to the Nordic countries.

Drifting-Clouds-Exhibition-2

Við minnum á sýningarlok ~ Last weeks of exhibition

Endurbókun VerkSpöngin2015 KriThora 7

Með þessum myndum minnum við á yfirstandandi sýningu Arkanna: ENDURBÓKUN í Spönginni Menningarhúsi, en henni lýkur laugardaginn 3. október 2015. Sýningin er opin á opnunartíma bókasafnsins: mánudaga til fimmtudaga frá kl 10-19, föstudaga kl 11-19 og laugardaga kl 12-16.
Sjá má fleiri myndir af bókverkum á fyrstu sýningu ENDURBÓKUNAR hér and hér.

ARKIR’s exhibition ENDURBÓKUN – RE-BOOK at Spöngin Culture House, has been well received since the opening on July 1st. WIth these photos we would like to make a note that the exhibition closes on October 3rd 2015.
Check out more photos from ENDURBÓKUN here and here

Ljósmyndir / photos: Kristín Þóra Guðbjartsdóttir og Áslaug Jónsdóttir.

Click on the images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.

works by Anna Snædís Sigmarsdóttir

works by Anna Snædís Sigmarsdóttir

Góður gestur ~ Meeting with Nancy Campbell

ARKIR-NancyCampbell02092015

Stundum fáum við ARKIR til okkar góða gesti, bókverkafólk frá ýmsum löndum. Um daginn hittum við ljóðskáldið og listakonuna Nancy Campbell en hún hefur m.a. dvalið á Íslandi við listsköpun og sýndi hér bókverk fyrr á árinu – þ.á.m. verkið Vantar | Missing sem var unnið út frá veru hennar í Herhúsinu á Siglufirði. Á heimasíðu hennar má kynna sér fleiri bókverk eftir Nancy en hún hefur einnig unnið með öðrum listamönnum að bókverkum út frá ljóðum sínum. Þar má sem dæmi nefna Roni Gross og Peter Schell, en Nancy sagði okkur einmitt frá tveimur verkum sem þau unnu í samvinnu: Tikilluarit og The Night Hunter.

Sometimes we ARKIR enjoy visits from book artists from abroad and last week we were so lucky to meet writer and book artist Nancy Campbell. She has visited Iceland for artists residencies and exhibited her work in Iceland. Among the works we discussed was Vantar | Missing but Nancy also brought along two great pieces made in collaboration with Roni Gross og Peter Schell: Tikilluarit og The Night Hunter. See more of Nancy’s work here

Tikilluarit

Tikilluarit – Poem by Nancy Campell – book art by Roni Gross and Peter Schell.

The Night Hunter

The Night Hunter – Poem by Nancy Campell – book art by Roni Gross and Peter Schell.

NancyCampbell02092015

Nancy Campbell

 

 

 

 

Frá opnun í Spönginni ~ Photos from exhibition opening in July

Endurbókun Opnun 1juli2015 KrThora 3

Hratt líður stund. Við áttum alveg eftir að gera opnun sýningarinnar ENDURBÓKUN í Spönginni Menningarhúsi skil hér á vef ARKANNA. Sýningin opnaði þar 1. júlí með ljúfri stemningu. Sýningarlok eru 3. október. Við þökkum góðar viðtökur í Grafarvoginum.

How time flies! We opened the third variant of our book art exhibition ENDURBÓKUN – RE-BOOK in the City Library, Spöngin Culture House, on July 1st, but we haven’t posted any photos from the opening yet. So now we do! Make sure you check out more photos from ENDURBÓKUN on this blog. The exhibition closes on October 3rd. 

Ljósmyndir / photos: Kristín Þóra Guðbjartsdóttir og Áslaug Jónsdóttir.

Click on the images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.

 

 

ENDURBÓKUN í Spönginni – Re-booked in Grafarvogur

ENDURBOKUNSPONGIN2015

Við enduropnum endurnýjaða ENDURBÓKUN í Borgarbókasafni – Menningarhúsi Spönginni í dag, 1. júlí kl 17. Verið velkomin á opnunina! Flest verkin voru sýnd í Gerðubergi á síðasta ári og snemma vors á þessu ári í bókasafni Reykjanesbæjar, en ný og áður ósýnd verk er einnig að finna í Spönginni. Sem fyrr eru verkin unnin úr aflóga bókum, að megni til afskrifuðum bókum frá Borgarbókasafni. Sýningin stendur til 3. október.

Our exhibition ENDURBÓKUN / RE-BOOK has found its way back to Reykjavík from Reykjanes and will now open in Spöngin Culture House, one of Reykjavík City Library branches. This is our third version of this exhibition, with works created from old books, mostly discared books from Reykjavík City Library. To every exhibition we have added some new works. ENDURBÓKUN in Spöngin Culture House will be open until 3. October, see the library opening hours. Welcome to opening today, 1. July at 5 pm! 

Opnun á ENDURBÓKUN – Opening in Reykjanesbær

Endurbókun-KEF-14 Í gær, laugardaginn 18. apríl var opnun á sýningunni okkar, ENDURBÓKUN, í Bókasafni Reykjanesbæjar. Við þökkum áhugasömum gestum fyrir komuna og starfsfólki bókasafnsins fyrir framúrskarandi móttökur. Nánar má lesa um sýninguna hér: ARKIR: Endurbókun (pdf) eða á hér á vef bókasafnsins.


Yesterday, on April 18th, we opened our exhibition ENDURBÓKUN / RE-BOOKED in Reykjanesbær Public Library. We would like to thank to all the keen guests we met at the opening and of course many thanks to the helpful staff of the library for their hospitality and interest. The exhibition is open Monday – Friday 09:00 – 18:00, Saturday 11:00 – 17:00 and will be on display until May 30, 2015.

Endurbókun-KEF-24

Verkið „Sálarflækjur“ eftir Önnu Snædísi vakti athygli.

Endurbókun-KEF-30

Click on the images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.

Endurbókun-KEF-32

Lukkulegar ARKIR / Happy ARKIR: Áslaug, Kristín Þóra , Ösp, Helga Pálína, Inga, Svanborg. Fjarri voru / missing: Sigurborg, Anna Snædís.

Endurbókun-KEF-25

Endurbókun – Rebooked in Reykjanesbær

ARKIR-A5-Endurbokun-web

Endurbókaðar ARKIR! Við opnum sýningu í Bókasafni Reykjanesbæjar næstkomandi laugardag. Flest verkin voru sýnd á bókverkasýningunni ENDURBÓKUN í Gerðubergi á síðasta ári, en sem fyrr eru verkin unnin úr gömlum afskrifuðum bókum af Borgarbókasafni. Gamlar bækur öðlast þannig nýtt líf í einstæðum listaverkum. Við mælum auðvitað með margslunginni menningu og náttúru á Reykjanesi!


ARKIR have “re-booked” an exhibition. We’ll be opening a version of our exhibition ENDURBÓKUN (Re-book) in Reykjanesbær Public Library, on Saturday April 18th. All the works are created by using old books, mostly discared books from Gerðuberg Library / Reykjavík City Library. Old books but new art! Highly recommended: Go visit Reykjanes

Sýningar á döfinni – ARKIR: book art exhibitions

Anna Snædís SIgmarsdóttir: Bókverk I - Paradís skotið á frest

Meðlimir ARKA hafa oft tekið þátt í samsýningum erlendis og hérlendis og næstar á döfinni eru tvær sýningar sem þær Anna Snædís Sigmarsdóttir, Sigurborg Stefánsdóttir og Svanborg Matthíasdóttir taka þátt í. Fleiri sýningar eru einnig framundan og verður sagt frá þeim síðar.

Norræn bókverk í Gallery Jangva í Helsinki

Listamaðurinn Olof Kangas er sýningarstjóri Norrænnar bókverkasýningar sem er í röð sýninga sem haldnar eru í tilefni 20 ára afmælis Gallerí Jangva í Helsinki. Sigurborg, Anna Snædís og Svanborg eiga verk á afmælissýningunni, en hún opnar 2. april og stendur til 26. april 2015. Nánari upplýsingar: Gallery Jangva, Uudenmaankatu 4-6, courtyard, 00120 Helsinki.

Mistök í Gallery Titanikas í Vilnius

Verk þeirra Önnu Snædísar, Sigurborgar og Svanborgar voru einnig valin á „Sjöunda alþjóðlega bókverkaþríæringinn í Vilnius 2015“, en þema þríæringsins er “Error” {Mistake}: villa eða mistök. Verkin verða til sýnis frá 22. október til 21. nóvember 2015, í Gallery Titanikas, Maironio st. 3, í Vilnius í Litháen, en galleríið tilheyrir Listaháskólanum í Vilnius. Hluti verkanna verður einnig til sýnis í Leipzig í Þýskalandi; í Vercelli á Ítalíu; í Austurríki; í Nacogdoches, Texas, og einnig í Ástralíu. Nánar má lesa um þríæringinn hér: ERROR.

Svanborg Matthíasdóttir: p. 245-153


ARKIR are busy as always! Three members from the group are taking part in exhibitions in Vilnius and Helsinki:

Nordic Artists’ Books in Helsinki

jangva2Jangva gallery invited artist Olof Kangas as a curator to organize Nordic Artists’ Books exhibition at Gallery Jangva Studio. This exhibition is part of Gallery Jangva’s 20th anniversary invitational exhibitions. Anna Snædís Sigmarsdóttir, Sigurborg Stefánsdóttir and Svanborg Matthíasdóttir were invited to take part as the Icelandic representatives.

The exhibition opens April 2. and continues on view through April 26. 2015 in Gallery Jangva, Uudenmaankatu 4-6, courtyard, 00120 Helsinki. For further information see link.

Error in Vilnius

7th_LogoAnna Snædís Sigmarsdóttir, Sigurborg Stefánsdóttir and Svanborg Matthíasdóttir were also selected for the “7th International Artist’s Book Triennial Vilnius 2015” with the theme “Error” {Mistake}.

The book art exhibition ERROR will be open from October 22. through November 21. 2015 in Gallery Titanikas, Maironio st. 3, Vilnius, Lithuania. Titanikas is an exhibition hall belonging to the Vilnius Academy of Arts, the largest and oldest art university in the Baltics. It focuses on modern art, design and graphics. Several of the selected works will also be exhibited in Leipzig, Germany; Vercelli, Italy; in Austria; Nacogdoches, Texas, USA, as well as in Australia. For further information see the triennial’s webpage: ERROR.

Ljósmyndir / photos: Anna Snædís Sigmarsdóttir, Sigurborg Stefánsdóttir and Svanborg Matthíasdóttir.

Sigurborg Stefánsdóttir:  Undraland / Wonderland

Síðasti sýningardagur – Last day of book art exhibition in Gerðuberg

GBG38159-Inga2

Endurbókun lokar – missið ekki af sýningunni í Gerðubergi! Síðasti sýningardagur á morgun, sunnudag 11. janúar. Athugið að aðeins er opið um helgar á milli kl. 13 og 16.


Last exhibition day of Endurbókun in Gerðuberg Culture Center tomorrow January 11th. Note that the center is only open between 1 pm and 4 pm in weekends. 

GBG38129-AnnaSnædísGBG38161-Ösp 20141230-0026-Endurbókun2GBG38146-Inga GBG38098-Áslaug GBG38102-Svanborg GBG38122-KristínÞóra GBG38125-Sigurborg 20141230-0023-Endurbókun1GBG38127-Sigurborg GBG38157-Sigurborg-AnnaSnædís20141230-0032-Endurbókun3 © Ljósmyndir / photos: Kristín Þóra Guðbjartsdóttir og Sigurður Stefán Jónsson.

 

Gleðilegt ár! – Happy New Year!

Endurbokun-LOK11jan

ARKIR óska vinum og velunnurum bóka gleðilegs árs og friðar. Við minnum á bókverkasýninguna ENDURBÓKUN í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi, en henni lýkur n.k. sunnudag, 11. janúar. Myndir af verkum á sýningunni má sjá hér og hér.


ARKIR wish you all a very happy New Year and merry bookart making in 2015! We would like to remind you that the exhibition ‘ENDURBÓKUN’ (RE-BOOKED) at Gerðuberg Culture Center is soon coming to an end. We encourage you to visit the exhibition before it closes on Sunday, January 11th. The exhibition is open fram 8 am to 6 pm Mon-Fri and 1 pm to 4 pm Sat-Sun. See our older blog posts with photos of works from the exhibition here and here

Gestapistill – On Fruit and Paper

Lara Wilhelmine Hoffmann:

On Fruit and Paper 

Thoughts on Icelandic Book Art I

A week ago, I stumbled upon the question ‘Hvað er Bók?’ (What is a book?), raised by Ómar Stefánsson in the anthology Bók um bók og fleira (1980). These three Icelandic words indicate redefining the book as an element of modern Icelandic book culture and ARKIR’s new exhibition titled ‘Endurbókun’ (Rebook) shows that reshaping and rethinking the book are ongoing processes in Iceland despite, or perhaps because of, the tremendous number of traditional Icelandic illuminated manuscripts. Just as ARKIR transform old books, theories can transform our perception of the book. Hence, to start my journey into the realm of Iceland’s book culture, I decided to import three theories that I am familiar with from other places into the context of Icelandic book art and to jot down some of my own thoughts.

Clive Phillpot book diagram. Source link.

Clive Phillpot’s diagram from Booktrek. Source link.

Systematization can be a valuable tool. However, more often than not, systems embody only one of many forms of perception. This is why I admire the fruits in this diagram by Clive Phillpot. Even though the illustration suggests that the fields of art and books can be subdivided and that there are discernible boundaries between book objects, book objects, book art and literature, the fruit imply that none of these definitions are set in stone. Phillpot, former director at the library of the MoMA, New York, played an important role in putting the artists’ book on the map. His starting point was the simple question of how to shelve and catalogue artist’ books in libraries since these books are neither exhibition catalogues nor literature or photography books.

Sigurður Guðmundsson: Situations, Event. Source link.

Sigurður Guðmundsson: Extension. (1974) Source link.

According to Phillpot, artists’ books are made by artists, or rather; the creator’s intention is to create art. Furthermore, artists’ books are not simply carriers of ideas or pictures. The medium of the book is chosen intentionally: The book as an idea is an essential part of the work itself. Thus, works that discuss the idea of the book, even when artists abandon the traditional shape of the codex, theoretically also fall into the category of book art. An historical example: Can Sigurður Guðmundsson’s photograph ‘Extension’ (1974) be considered book art? And what about ‘Orðaflaumur’ by ARKIR-member Ingiríður Óðinsdóttir?

IngiridurOdinsdottir

Ingiríður Óðinsdóttir: Orðaflaumur (2014)

Is this work book art and / or a book? Intention and content are two ways to approach book art; contextualisation is another. Art historian Lucy Lippard emphasises the importance of context, for instance, in the anthology Six Years: The Dematerialization of the Art Object from 1966 to 1972 (1973). Lippard is the co-founder of Printed Matter, a bookshop in New York City centred around artists’ books, but her writing covers a variety of topics. Concerning the contextualization of artists’ books, Lippard once wrote that a book shown in the art context cannot be called anything other than art. This sentence does not imply that the only relevant aspect for categorizing artists’ books is the context but, rather, Lippard’s attempt to enable artists who make books or write to call their works art even though the traditional notion of art when Lippard wrote her text did not include books and writing.

From Ulises Carrión's Source link.

From Ulises Carrión’s The New Art of Making Books. Source link.

However, portability is an important aspect of the book and many artists’ books could be hidden in a bookshelf and still be perceived as artist’s books, unlike a ready-made that needs a specific surrounding. Intention, content and context are aspects that must be considered in distinguishing between book art and other books. The importance of these three aspects differs from book to book. The last piece of writing that I will mention in this text is Ulises Carrión’s The New Art of Making Books (1975). This text is a great read because Carrión manages to combine the derivation of terms with poetry. Carrión points out the difference between a written text and a book, and defines the book as a space-time sequence. Thus, according to Carrión, performance, movement and interaction are important aspects of the book. This idea leads to an interesting question: Is it necessary to touch a book and flip through it in order to experience it fully? What happens if we aren’t able to open a book anymore because the pages are glued together, for instance the work ‘Helgimyndir’ by Áslaug Jónsdóttir?

Helgimyndir: Trú, von – og sönn ást - Áslaug Jónsdóttir

Áslaug Jónsdóttir: Helgimyndir: Trú, von – og sönn ást / Ikons: Faith, Hope – and True Love. (2014)

The place where you stumble upon a book, the surrounding objects, the books you have read or looked at right before you found this one, the conversations you have had before or have while looking at an object, the reason you are looking at this particular book at this particular moment create your perception. These preconceptions are often, sometimes intentionally, not considered by those who write and think about art and books. Just as fluency can be an important aspect of the book—for instance, the movement of pages or the eyes scanning the page, and those small experiences blend into each other and create a story, experience or something else—the perception of a single copy is influenced by our overall perception of book culture as well. Looking at the various photographs available on this blog or visiting the exhibition, you will see how differently the members of ARKIR deal with the medium of a book, even though in the case of ‘Endurbókun’ they all started by using old books, mostly from Gerðuberg Library, and how the traditional shape of the book is sometimes intentionally replaced by something else and construction and de-construction go hand in hand.

Theories are great and playing with words and definitions is an interesting aspect of book art. Nevertheless, the best approach to artists’ books might be: Find out for yourself, create your own image of the book and let yourself be surprised. Open books, read them, see them, experience them!


Hér á vefsíðu ARKANNA hefur okkur lengi langað til að birta greinar um bókverk og bókalist, en skrif okkar hafa hingað til einkennst af stuttum fréttapistlum og myndbirtingum af störfum hópsins. Þegar ARKIR komust nýverið í kynni við bókafræðinginn Lara Wilhelmine Hoffmann vildum við gjarnan að fleiri mættu njóta þekkingar hennar og hugmynda um bókverk. Við birtum nú fyrsta pistilinn frá henni. Lara á rætur að rekja til Kölnar i Þýskalandi en hún nam bókafræði og listasögu í Mainz, vöggu bókaprentlistarinnar, hvar Jóhannes Gutenberg starfaði og gerði sínar merku uppfinningar.
Við birtum gjarnan góðar greinar um bókverk! Hafið samband með netpósti á: bokverk[hjá]gmail.com.
———
We have a guest blogger! We welcome Lara Wilhelmine Hoffmann and her thoughts on Icelandic book art. Lara Wilhelmine Hoffmann was born and raised in Cologne, Germany, and studied Book Studies and Art History in Mainz, the city where mechanical movable type printing was invented by Johannes Gutenberg. Her research interest lies at the intersection of contemporary book culture, language and art. She is currently based in Reykjavík pursuing her interest in arctic dwarf birches and writing both fiction and nonfiction.

Endurbókun í Gerðubergi – ARKIR in Gerðuberg

Endurbokun2014 0765

Sýningin ENDURBÓKUN sendur nú yfir í menningarmiðstöðinni Gerðubergi. Sýningin opnaði 1. nóvember s.l. og stendur til 11. janúar 2015. Verk á sýningunni eiga: Anna Snædís Sigmarsdóttir, Arnþrúður Ösp Karlsdóttir, Áslaug Jónsdóttir, Ingiríður Óðinsdóttir, Sigurborg Stefánsdóttir, Svanborg Matthíasdóttir og Kristín Þóra Guðbjartsdóttir, sem einnig er sýningarstjóri.


The book art exhibition ENDURBÓKUN / RE-BOOKED is now ongoing in Gerðuberg Culture Center. The exhibition will remain open until 11. January 2015. Participants are: Anna Snædís Sigmarsdóttir, Arnþrúður Ösp Karlsdóttir, Áslaug Jónsdóttir, Ingiríður Óðinsdóttir, Sigurborg Stefánsdóttir, Svanborg Matthíasdóttir and Kristín Þóra Guðbjartsdóttir, who also is the exhibition curator.

Tenglar á efni um sýninguna – More about the exhibition: Gerðuberg. ARKARvefurinn: Fyrri póstar – Previous posts on ENDURBÓKUN.

Click on images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.
photos © Áslaug Jónsdóttir

Opnun: Endurbókun – Opening at Gerðuberg

Endurbokun2014 Titill

ARKIR opnuðu bókverkasýninguna ENDURBÓKUN í menningarmiðstöðinni Gerðubergi á Degi myndlistar 2014, 1. nóvember s.l. Við þökkum gestum okkar kærlega fyrir góðar viðtökur á opnuninni. Sérstakar þakkir fær starfsfólk í Gerðubergi – og auðvitað sýningarstjórinn okkar: Kristín Þóra Guðbjartsdóttir, sem reyndar var fjarri góðu gamni á laugardag.
Sýningin stendur til 11. janúar 2015. Myndir af verkum á sýningunni má sjá hér.


RE-BOOKED! The exhibition opening in Gerðuberg Culture Center last Saturday went well. Our guests were merry and we were certainly happy about it all. Many thanks to all the staff at Gerðuberg and of course our exhibition curator Kristín Þóra Guðbjartsdóttir, who sadly couldn’t join us at the opening. Below: photos from the opening. To see artwork from the exhbition click here.

The exhibition at Gerðuberg is open until 11. January 2015.

Click on images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.
photos © Áslaug Jónsdóttir

Endurbókun – Re-booked by ARKIR

ArkirEndurbokun bodskort

ARKIR opna bókverkasýningu í menningarmiðstöðinni Gerðubergi, á morgun, laugardaginn 1. nóvember kl. 14. Öll verk á sýningunni eiga það sameiginlegt að vera unnin úr gömlum bókum. Flestar þeirra voru fengnar hjá Gerðubergssafni, en bókasöfn afskrifa árlega nokkurn fjölda bóka til frekari útlána. Þessar gömlu bækur, sem lokið hafa hlutverki sínu, hafa öðlast nýtt líf í einstæðum listaverkum.
Sjö ARKIR eiga verk á sýningunni: Anna Snædís Sigmarsdóttir, Arnþrúður Ösp Karlsdóttir, Áslaug Jónsdóttir, Ingiríður Óðinsdóttir, Sigurborg Stefánsdóttir, Svanborg Matthíasdóttir og Kristín Þóra Guðbjartsdóttir, sem einnig er sýningarstjóri. Lesa má um sýninguna á vef Gerðubergs hér. Verið velkomin á sýningaropnun!
– – –
We are almost there! ARKIR are opening a new book art exhibition at Gerðuberg Culture Center tomorrow, Saturday November 1st, at 2 pm. All the works are created by using old books, mostly discared books from Gerðuberg Library. The title of the exhibition is “Endurbókun” or: Re-book.
Seven ARKIR-members show their works: Anna Snædís Sigmarsdóttir, Arnþrúður Ösp Karlsdóttir, Áslaug Jónsdóttir, Ingiríður Óðinsdóttir, Svanborg Matthíasdóttir, Sigurborg Stefánsdóttir and Kristín Þóra Guðbjartsdóttir, who also is the exhibition curator.
Join us tomorrow at the opening! 

Links to Gerðuberg website: here and here.

Ljósmyndir / Photos: Gerðuberg Culture Center; Kristín Þóra Guðbjartsdóttir, Áslaug Jónsdóttir

Ný sýning í vændum – New exhibition in November

ARKIRendurbokun-1

ARKIRNAR undirbúa nú verk fyrir næstu sýningu sem opnuð verður í Gerðubergi 1. nóvember og ber nafnið Endurbókun. Vorið 2013 höfðum við samband við bókasafnið í Gerðubergi og snemma sumars fengum frá þeim efnivið í sýninguna: bækur sem afskrifaðar hafa verið til frekari útlána. Við sögðum frá því í pósti hér. Meðfylgjandi myndir sýna brot og smáatriði úr verkum sem ARKIR eru að vinna að fyrir sýninguna. Smellið á myndirnar til að stækka!
– – –
ARKIR are working on a new exhibition that will open in Gerðuberg Culture Center in November. The earliest preparations started already in the spring 2013 when we received a stack of boxes and big bags full of discarded library books from the City Library in the center. We wrote about it in a blog post here. Since then we have had other projects and exhibitions to attend to but now we are focusing on “Endurbókun”or: Rebook. The photos show details and fragments from the works that are under process. Click on the images for larger view!

ARKIRendurbokun-5