Nýir landnemar | New immigrants – Jóhanna M. Tryggvadóttir

Undanfarnar vikur höfum við kynnt verk á sýningunni JAÐARLAND / BORDERLAND sem nú stendur yfir í KCC Center for Book Arts í University of Southern Maine í Portland, Maine, í Bandaríkjunum. Eitt verkanna á sýningunni er „Nýir landnemar“ eftir Jóhönnu M. Tryggvadóttur. Hún kynnir verkið í myndum og texta hér fyrir neðan.

Nýir landnemar eftir Jóhönnu M. Tryggvadóttur

„Ég hef verið að skoða nokkra nýja landnema sem hafa sest hér að á Íslandi undanfarna áratugi. Þessir landnemar bera enga virðingu fyrir landamærum og gefa okkur ekkert annað val en að sætta okkur við lífshætti þeirra. 
Rannsóknir hafa sýnt að nýjar aðstæður hafa skapast hér á landi á undanförnum áratugum sem gerir þeim kleift að setjast hér að. Þar má first nefna hnatthlýnun, alþjóðleg ferðalög og aukin innflutningur á vörum.


Að minnsta kosti þrír af þessum nýbúum skapa hjá okkur óttatilfinningu, eins og lúsmý, skógarmítill og spánarsnigill. Ég hef eftir fremsta megni reynt að rannsaka þessi kvikindi með forvitni og reynt að sjá fegurð í sjónrænum smáatriðunum í stað þess að einblína á þær staðreyndir hversu mikil skaðvaldur þau geta verið.


Að síðustu lá leið mín að glókolli sem einnig er nýr nýbúi. Þessi minnsti fugl Evrópu er aftur á móti velkomin í flóru okkar þar sem hann er, auk þess að vera augnayndi, hjálplegur við að eyða sitkalúsinni.
 Þrátt fyrir afleiðingar loftlagsbreytinga og breyttar lífsvenjur þá gefur þessi litli fugl mér von um að náttúran leitist þrátt fyrir allt við að ná jafnvægi, en við þurfum að læra að hlusta á hana.


In the last weeks we have been posting photos and information on a selection of works that are displayed at the current book art exhibition BORDERLAND in KCC Center for Book Arts at the University of Southern Maine in Portland, Maine. Here Jóhanna M. Tryggvadóttir presents her artwork “New immigrants”.

New immigrants by Jóhanna M. Tryggvadóttir

“I have been investigating several new immigrants who have settled in Iceland over the last decades. These settlers respect no borders and we have no choice other than to accept their way of life. Studies have shown that the conditions necessary for these small animals to settle in Iceland have been created gradually through global warming, international travel and increased imports of goods.

Three of these new settlers elicit in us dread and a fear of the unknown. These are Ceratopogonidae (biting midges, no-see-ums), Ixodes ricinus (castor bean ticks) and Arion vulgaris (Spanish slug). I have studied all of these creatures with curiosity and an open mind, making an effort to see the beauty of their features and details instead of looking at the damage they can do.

Finally, there is Regulus regulus (the goldcrest ), the smallest bird in Europe, which is such a welcome addition to our bird life and which helps in the fight against green spruce aphids on the Sitka spruce. This little bird makes me hope that nature itself strives to achieve a natural balance. What we need to do is to give nature more attention and respect.

Click on the images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.

 

Tóftir | Ruins – Helga Pálína Brynjólfsdóttir

Við höldum áfram að kynna verk á sýningunni JAÐARLAND / BORDERLAND sem nú stendur yfir í KCC Center for Book Arts í University of Southern Maine í Portland, Maine, í Bandaríkjunum. Eitt verkanna á sýningunni er „Tóftir“ eftir Helgu Pálínu Brynjólfsdóttur og hún kynnir hér verkið sitt í nokkrum orðum. 

Tóftir eftir Helgu Pálínu Brynjólfsdóttur

„Tóftir, bæjarrústir torfhúsa, finnast út um allt Ísland og hafa víða verið teiknaðar upp. Þær birtast okkur í náttúrunni, veðursorfnar og eyddar, sem nokkurs konar tákn eða stafróf. Í þessu bókverki birtast þær eins og hvítir skuggar úr fortíðinni.


We continue to post photos and information on a selection of works that are displayed at the current book art exhibition BORDERLAND in KCC Center for Book Arts at the University of Southern Maine in Portland, Maine. Here Helga Pálína Brynjólfsdóttir presents her artwork “Ruins”.

Ruins by Helga Pálína Brynjólfsdóttir 

“Ruins of old turf farmhouses are found throughout Iceland and many of them have been documented in drawings. These forms appear in the landscape, weather-worn and half destroyed as symbols of past habitation or as alphabetical forms. In this artist´s book they appear as white shadowy forms from the past.

Flöskuskeyti | Message in a bottle – Anna Snædís Sigmarsdóttir

Næstu vikur birtum við myndir af verkum á sýningunni JAÐARLAND / BORDERLAND sem stendur nú yfir í KCC Center for Book Arts í University of Southern Maine í Portland, Maine, í Bandaríkjunum. Eitt verkanna á sýningunni er „Flöskuskeyti“ eftir Önnu Snædísi Sigmarsdóttur. Hún segir frá verkinu hér fyrir neðan.

Flöskuskeyti eftir Önnu Snædísi Sigmarsdóttur

„Það eitthvað heillandi að vinna með hugmyndina um skilaboð í flösku þar sem ferðalagið og endastöðin er óráðin. Í upphafi ferðar getur sendandinn ekki ákveðið hvert skilaboðin eiga að fara, hver á að fá þau eða hvort þau ná nokkurn tíma landi. Það eru margir áhrifaþættir sem stjórna ferðum flöskuskeytisins, sem gerir hugmyndafræðina opna og spennandi.

Bókverkinu „Flöskuskeyti“ má líkja við dagdrauma og ímyndanir sendandans og vangaveltur í hugsun, orði og myndum um upphaf ferðalags flöskuskeytisins. Útlit bókverksins, sjúskaður pappírinn, textinn og kröftug teikningin, á að ýta undir það að lesandinn búa til sína eigin ímynduðu frásögn um ferðalag flöskuskeytisins. 

Í bókverkinu er unnið með carborundum-þrykk (kísilkolaþrykk), þurrnál og teikningu á endurunninn pappír.“

Click on the images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.


In the weeks to come we will post photos and information on some of the works that are displayed at the current book art exhibition BORDERLAND in KCC Center for Book Arts at the University of Southern Maine in Portland, Maine. Here we present “Message in a bottle” by Anna Snædís Sigmarsdóttir. She introduces her work thus: 

Message in a bottle by Anna Snædís Sigmarsdóttir

“It is fascinating to work with the idea about message in a bottle because it travels beyond borders. There is something exciting about the message, it has a starting point, but nobody knows where it will end. The thoughts about the bottle resemble a daydream, every day you wonder what has happened to the bottle, if it is still on the way, still contain the message?

For the book I made carborundum printed structure with black/brown color and some dry points strokes. I used old (recycled) paper to print on to get the real feeling of an old damaged paper.”

Borgir | Cities – Sigurborg Stefánsdóttir

Næstu vikur birtum við myndir af verkum á sýningunni JAÐARLAND / BORDERLAND sem stendur nú yfir í KCC Center for Book Arts í University of Southern Maine í Portland, Maine, í Bandaríkjunum. Eitt verkanna á sýningunni er Borgir eftir Sigurborgu Stefánsdóttur. Hér fyrir neðan segir hún í stuttu máli frá verkinu.

Borgir eftir Sigurborgu Stefánsdóttur

„Þessi bók fjallar um manngert landslag: borgir og ýmis þau vandamál sem fylgja slíku fyrirbrigði. Mengun, þrengsli, einangrun, o.fl. Hvernig maðurinn stendur ráðþrota gagnvart þeirri þróun sem á sér stað alls staðar í heiminum. Bókin er unnin með blandaðri tækni og aðeins til í einu eintaki, enn sem komið er.“

Click on the images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.


In the coming weeks we will post photos and information on some of the works that are displayed at the current book art exhibition BORDERLAND in KCC Center for Book Arts at the University of Southern Maine in Portland, Maine. We quote Sigurborg Stefánsdóttir on her work Cities:

Cities by Sigurborg Stefánsdóttir

“This book takes on the subject of man-made landscapes: cities, and many of the problems associated with them. Pollution, overcrowding, isolation and how despite human effort to stop this trend, have continued throughout the world. To create this book I have used mixed techniques. Only one example has been produced thus far.”

ARKIR á bókverkaþríæringi | Selected artists at the International Artist’s Book Triennial Vilnius 2018

Á dögunum var tilkynnt um val dómnefndar á verkum sem verða til sýnis á Áttunda alþjóðlega bókverkaþríæringnum í Vilnius – 8th International Artist’s Book Triennial Vilnius 2018. Þrjár listakonur úr hópi ARKA munu sýna þar verk sín, þær Anna Snædís Sigmarsdóttir, Áslaug Jónsdóttir og Kristín Guðbrandsdóttir. Sextíu og fimm verk voru valin á sýninguna en að auki hlutu fimm verk sérstaka heiðursviðurkenningu, þar á meðal verk Önnu Snædísar, Death or memory, sem má sjá á myndinni hér fyrir ofan.

Að þessu sinni ber sýningin yfirskriftina „Memento Mori“. Sex manna dómnefnd valdi verk á sýninguna sem fer víðsvegar um heiminn, bæði í heild sinni og sem úrval verka af heildarsýningunni. Listi yfir sýningarstaði 2018-2019 má sjá neðar í póstinum.


The selected artists for the 8th International Artist’s Book Triennial Vilnius 2018 have now been announced. Three artists from the ARKIR group are amongst exhibitors: Anna Snædís Sigmarsdóttir, Áslaug Jónsdóttir og Kristín Guðbrandsdóttir.

Also, for the first time the jury decided to give “Honourable Mention” to five artists, and one of them is ARKIR member Anna Snædís Sigmarsdóttir, with her artist’s book, ‘Death or memory’ (see photo above). Congratulations to Anna Snædís!

International jury members were: Dr. Michael Braunsteiner – Art Director, Contemporary Art Museum Admont, Austria; Mag. Barbara Eisner-B. – Initiator & Guest Curator, Contemporary Art Museum Admont, Austria; Prof. Martin Gredler – Werbe Design Akademie, Salzburg, Austria; Roberta Vaigeltaite-V. – Artist, Artist’s Book Creator, Lithuania; Evaldas Mikalauskis – Artist, Artist’s Book Creator, Lithuania; and Prof. Kestutis Vasiliunas – Vilnius Academy of Arts, Lithuania.

The triennial exhibition will travel both as a whole and or as a selection of works. The theme this time was ‘Memento mori’. See list of scheduled exhibitions below.



Listi yfir sýningarstaði 2018-2019:
Schedule of the 8th International Artist’s Book Triennial Vilnius 2018,
further information and dates to be updated:

2018: March 15–18, “Leipzig Book Fair”, Germany.
2018: May 14–20, “Data”, Urbino, Italy. The 8th Triennial will be the part of the “Urbino e le Citta del Libro” Festival (“Urbino – the Town of Book”).
2018: August-September – “The Martynas Mazvydas National Library of Lithuania”, Vilnius, Lithuania.
2019: Spring – “Museo Leone”, Vercelli, Italy.
2019: “Complesso Monumentale Guglielmo II”, Monreale, Sicilia, Italy.
2019: 8 March – 13 April, “Scuola Internazionale di Grafica”, Venice, Italy.
2019: Gallery “Tryk2”, Bornholm, Denmark.
2019: Summer, “Evanston Art Center”, Evanston, IL, USA.
2019: November, Fredonia State University, USA.

Sýningaropnun í Portland | Borderland: Contemporary Icelandic Book Artists and Bookbinders

Þriðjudaginn 30. janúar 2018 opnar sýningin JAÐARLAND / BORDERLAND í KCC Center for Book Arts í University of Southern Maine í Portland, Maine, í Bandaríkjunum. Ellefu ARKIR og tveir bókbindarar frá bókbandsverkstæðinu Bóklist sýna verk sín. Sýningin stendur til 30. apríl og er öllum opin og ókeypis. Verk á sýningunni eiga: Anna Snædís SigmarsdóttirArnþrúður Ösp KarlsdóttirÁslaug JónsdóttirBryndís BragadóttirHelga Pálína BrynjólfsdóttirIngiríður ÓðinsdóttirKristín GuðbrandsdóttirKristín Þóra GuðbjartsdóttirJóhanna Margrét TryggvadóttirSigurborg Stefánsdóttir,  Svanborg Matthíasdóttir og bókbindararnir Ragnar Gylfi Einarsson og Guðlaug Friðriksdóttir. Sýningarstjóri er Rebecca Goodale.


Exhibition opening soon! The exhibition BORDERLAND will open in KCC Center for Book Arts at the University of Southern Maine in Portland, Maine, on January 30, at 4 pm. Exhibitors are all 11 members of ARKIR and two bookbinders from the bookbinding studio Bóklist. Open until April 30, 2018. Works by Anna Snædís SigmarsdóttirArnþrúður Ösp KarlsdóttirÁslaug JónsdóttirBryndís BragadóttirHelga Pálína BrynjólfsdóttirIngiríður ÓðinsdóttirKristín GuðbrandsdóttirKristín Þóra GuðbjartsdóttirJóhanna Margrét TryggvadóttirSigurborg Stefánsdóttir,  Svanborg Matthíasdóttir and book binders Ragnar Gylfi Einarsson and Guðlaug Friðriksdóttir. The exhibition is curated by Rebecca Goodale. 

 

Gleðilegt ár! | Happy New Year!

Síðbúnar áramótakveðjur! ARKIR senda bókverkavinum og samstarfsfólki um veröld víða bestu óskir um skapandi og skemmtilegt ár! Árið 2017 leið sannarlega hratt. Vor og haust nýttu ARKIR til að undirbúa þátttöku í ýmsum sýningum og viðburðum á komandi misserum. Við hlökkum til að takast á við verkefni ársins!


Happy New Year greetings! ARKIR wish you all a happy 2018! We wish all book lovers, colleagues and collaborators around the world a prosperous and a creative year! The year 2017 went by in flash, and ARKIR stayed busy preparing and planning upcoming exhibitions and projects. We look forward to the program ahead! 


BERGEN BOOK ART FAIR – CODEX NORDICA

Fundir og ferðalög: Í október 2017 sóttu Anna Snædís og Kristín Guðbrandsdóttir Bergen Book Art Fair sem var haldin 19.-22. okótber í Bergen Kunsthall & Landmark. Tilefnið var einnig að funda fyrir hönd ARKA með hópi listafólks sem starfar saman að verkefninu CODEXNORDICA. Fyrir verkefninu fer hópur sem starfað hefur að ýmsum sýningum undir heitinu CODEX POLARIS. Stefnt er að þátttöku norrænna listamanna á CODEX bókverkastefnunni í Kaliforníu 2019 og eru ARKIR þar í flokki.


Travels and meetings: Anna Snædís and Kristín Guðbrandsdóttir visited Bergen Book Art Fair on 19.-22. October 2017, in Bergen Kunsthall & Landmark. The visit to Bergen was in connection with the art project CODEXNORDICA organized by the energetic book artists of the artist’s network CODEX POLARIS. The aim is to participate in the CODEX book fair in California in 2019, and Anna Snædís and Kristín travelled as ARKIR’s representatives for a meeting of introduction and planning. We look forward to the collaboration! 

ljósmyndir | photos: © CodexPolaris


NANCY CAMPBELL

Gestakomur: Sem fyrr njótum við þess að hitta aðra bókverkalistamenn og skiptast á upplýsingum og skoðunum. Nancy Campbell dvaldi í Skriðuklaustri í haust sem leið og við hittum hana í Reykjavík að dvöldinni lokinni. Á Íslandi vann Nancy að bókinni The Library of Ice, þar sem hún fjallar m.a. um jökla á Íslandi. Við mælum eindregið með verkum hennar!


Visiting artists: We were so happy to meet Nancy Campbell again in Iceland! She had spent time at Skriðuklaustur in October and we met for lunch and a book chat at Helga Pálína’s house. While in Iceland Nancy explored the Vatnajökull National Park, and completed her non-fiction book The Library of Ice, which includes a chapter on Icelandic glaciers. We highly recommend her works – look out for her new book!


JAÐARLAND – BORDERLAND

Bókverkasýning: Við ARKIR höfum lengi leitað að heppilegum sýningarsal fyrir þematengda sýningu: bókverkasýninguna LAND. Á fjörur okkar rak boð um að sýna bókverk í KCC Center for Book Arts í University of Southern Maine í Portland í Bandaríkjunum. Sýningin ber heitið BORDERLAND og opnar 30. janúar n.k. Auk ellefu ARKA sýna tveir listagóðir bókbindarar verk sín, þau Ragnar Gylfi Einarsson og Guðlaug Friðriksdóttir en þau reka handbókbandsverkstæðið Bóklist.

Sýningarstjóri BORDERLAND er Rebecca Goodale sem einnig verður með fyrirlestur og spjall um sýninguna 5. febrúar: New Sagas in Icelandic Book Arts, í Glickman Family Library. Sýningin er öllum opin og stendur til 30. apríl 2018.

Myndirnar sem hér fylgja voru teknar þegar ARKIR pökkuðu niður verkum til sendingar. Við munum fjalla nánar um sýninguna síðar. Smellið á myndirnar til að sjá þær stærri.


Book art exhibition: We ARKIR have for a long time been looking for a location for an exhibition with one of our ongoing themes, namely: LAND. When we were offered to exhibit our works in KCC Center for Book Arts at University of Southern Maine in Portland, curated by Rebecca Goodale, we were delighted. And so the exhibition BORDERLAND is soon to open!

Besides the eleven members of ARKIR, two fine bookbinders will show their works: Ragnar Gylfi Einarsson and Guðlaug Friðriksdóttir who run their bookbinding studio Bóklist.

The Exhibition: Borderland: Contemporary Icelandic Book Artists and Bookbinders opens on January 30, end April 30, 2018. Lecture and exhibition reception will take place on Monday, February 5, 2018, at 4:00 pm. ‘New Sagas in Icelandic Book Arts’ presented by Rebecca Goodale in University Events Room, 7th Floor, Glickman Family Library. All is free and open to the public. 

The following photos are from a session reviewing and packing works for the exhibition. We will bring more photos and news about the exhibition later. Click on the images for larger view. 

ljósmyndir | photos: © Áslaug Jónsdóttir

Bókverkaþríæringurinn í Vilnius | 8th International Artist’s Book Triennial Vilnius 2018

ARKIR kynna Alþjóðlega bókverkaþríæringinn í Vilnius 2018 en hann verður haldinn í áttunda sinn á ári komanda. Í tuttugu ár hefur Kestutis Vasiliunas staðið fyrir þríæringnum og farandsýningum tengdum honum. Kestutis heldur úti vefnum ABC – Artist’s Book Creators og þar má kynna sér sögu þríæringsins. Um þátttökuskilyrðin má lesa hér fyrir neðan eða kynna sér nánar á síðunni: 8th Artist’s Book Triennial Vilnius 2018.


We are happy to introduce and post this reminder for the 8th Artist’s Book Triennial Vilnius 2018. For twenty years has Kestutis Vasiliunas led this amazing book art event that has already taken place seven times with a total selection of 838 artists from 65 countries. Read more on the site: ABC – Artist’s Book Creators or follow the links in the information below.


8th Artist’s Book Triennial Vilnius 2018
“Memento Mori” & Solo Exhibition of Hanne Stochholm (Denmark)

Homepage: 8th Artist’s Book Triennial Vilnius 2018.

Summary of the Project: The “8th International Artist’s Books Triennial Vilnius 2018” is a unique non-commercial cultural project, organized to promote artist’s books, creators of artist’s books from all over the world, and to connect galleries, publishers, editors and printers of fine art & limited editions, the greater general public, collectors and individual artists.

It is an educational art project involving world-renowned artists to familiarise art teachers, students and general public with the interdisciplinary arts with the stunning variety of artistic disciplines in an artist’s book – and especially to stimulate creativity and love for books.

With the world-wide support of fine artists we continue our Project of the Artist’s Books Triennial Vilnius on the very best artistic level: Great Artists making a Great Exhibition!

The “International Artist’s Books Triennial Vilnius” is organized periodically since 1997. Over this period 1610 artists from 93 countries have submitted about 3000 artist’s books. An international jury has chosen the best 835 submissions from 64 countries to be displayed during successive exhibitions. The Artist’s Books Triennials Vilnius is a traveling event showing in Vilnius (Lithuania), Leipzig, Frankfurt, Hamburg and Rheine (Germany), Lille (France), Silkeborg (Denmark), Venice and Vercelli (Italy), Seoul (South Korea), Halmstad (Sweden) and Salzburg (Austria).

Theme: “Memento Mori” 

Deadline: 15th of November, 2017.

International Jury will select artist’s books for the “8th Artist’s Book Triennial Vilnius 2018″.

Main Prize: The Solo Artist’s Books Exhibition in Vilnius in 2021 together with the “9th International Artist’s Book Triennial Vilnius 2021″.

Entry Fee: 50 Euro – in this critical economic situation, when the culture projects in Lithuania are supported very little we have to ask for the entry fee to cover 10 percent of the project expenses, for getting some support for realisation the ambitious international educational project in Lithuania, Germany, Italy, USA and Japan.

Entry form: here.

We plan to show the 8th Artist’s Book Triennial:
2018 March 22–25, Leipzig Book Fair, Germany;
2018 June – “The Martynas Mazvydas National Library of Lithuania”, Vilnius;
2019 Spring  – “Scuola Internazionale di Grafica”, Venice, Italy;
2019 we work for showing it in Japan, USA and Australia;

Catalogue: The organizers will publish the catalogue. As usually it will be printed in typography and bounded by hands like an artist’s book. Each artist (selected or not selected for the exhibition) will get the catalogue for free. Normally it cost 25 Euro.
See previous catalogs here. 

The Artist’s Book Triennial history: read more here.

Heimasíðan endurvakin! | Reviving the ARKIR blog!

Hvað er að frétta? Heimasíða og fréttaveita ARKANNA hefur nú staðið óhreyfð í næstum ár! Bót og betrun er lofað og vonandi verður síðan virkari næsta haust og vetur. Þó hér hafi verið fátt um fréttir að undanförnu er ekki þar með sagt að ARKIRNAR hafi ekki stundað fagrar listir og bókverkagerð. Margskonar verkefni og sýningar eru í undirbúningi. Við sjáum hvað setur í þeim efnum, kynnum það síðar.

Svo haldið sé áfram þar sem frá var horfið, eru hér fyrir neðan til upprifjunar myndir sem Kristín Þóra Guðbjartsdóttir tók af uppsetningu sýningarinnar ENDURBÓKUN í Safnahúsinu á Ísafirði haustið 2016.


Any news from ARKIR? It was a bit shocking to find out that our blog has been silent for an almost a year! Of course we blame our busy lives, but hopefully we can post more news in the months to come, even old ones! ARKIR are still busy working on book arts and multifarious visual arts, planning exhibitions and various projects. We’ll get back to that later!

But just to pick up where we left off a year ago we bring some photos from our last exhibition in Iceland, in September-October 2016: RE-BOOK in “The Old Hospital” Cultural Centre in Ísafjörður. Photos by Kristín Þóra Guðbjartsdóttir.

Um uppsetningu sýningarinnar á Ísafirði sáu þær Kristín Þóra, Inga og Svanborg.
– – –  Kristín Þóra, Inga and Svanborg worked on the display in Ísafjörður.

ENDURBÓKUN á Ísafirði | RE-BOOK in Ísafjörður

ARKIR-Endurbokun-isafjordur

Sýning okkar ARKA, ENDURBÓKUN verður nú sett upp í Safnahúsinu á Eyrartúni á Ísafirði. Sýningarstjórn og uppsetning er í höndum Kristínar Þóru Guðbjartsdóttur, Svanborgar Matthíasdóttur og Ingiríðar Óðinsdóttur. Verkin eru, eins og fyrr hefur verið sagt frá, flest unnin úr afskrifuðum bókum af Borgarbókasafni. Við hvetjum Vestfirðinga og gesti þeirra til að líta við í Safnahúsinu og sjá sýninguna sem opnar kl. 14 n.k. sunnudag, 28. ágúst. Sýningin er opin virka daga frá kl. 13-18 og laugardaga frá kl 13-16. Sýningunni lýkur 29. október.


ARKIR have already travelled a couple of times with the exhibition ENDURBÓKUN / RE-BOOK and now in September and October we will show our works in Ísafjörður in the Westfjords of Iceland. As in the previous exhibitions of same name, most of the works are made from discarded library books. If in Ísafjörður make sure you don’t miss the exhibition in Safnahúsið – the Old Hospital The exhibition opens on Sunday, August 28th at 2 pm Opening hours during weekdays: 1-6 pm and 1-4 pm on Saturdays. The exhibition ends on October 29th. 

 

Bryndís segir frá á N4 | TV-interview in Akureyri

 

Sjónvarpsstöðin N4 tók viðtal við Bryndísi Bragadóttur vegna bókverkasýningarinnar ENDURBÓKUN sem ARKIR settu upp í Amtsbókasafninu á Akureyri. Síðasti dagur sýningarinnar á Akureyri er á morgun, 30. júní.


The local TV-station in Akureyri, N4, did a short interview with one of ARKIR members, Bryndís Bragadóttir, about our exhibition ENDURBÓKUN / RE-BOOK in Amtsbókasafnið, Akureyri City Library. Last day of the exhibition is tomorrow, June 30th.

 

Myndir frá opnun í Amtsbókasafni | Opening in Akureyri City Library

gestir-opnun

Hér kemur myndasyrpa frá undirbúningi og opnun sýningar ARKA í Amtsbókasafninu á Akureyri 2. júní 2016: ENDURBÓKUN. Sýningarstjórn og uppsetning var í höndum þeirra Helgu Pálínu Brynjólfsdóttur, Svanborgar Matthíasdóttur og Bryndísar Bragadóttur. Verkin eru, eins og áður hefur komið fram, flest unnin úr afskrifuðum bókum af Borgarbókasafni. Við hvetjum Akureyringa og gesti þeirra til að líta á sýninguna í Amtsbókasafninu, en henni lýkur 30. júní n.k.


ARKIR latest variant of the book art exhibition ENDURBÓKUN / RE-BOOK was opened in at Akureyri City Library, Amtsbókasafnið, on Thursday, June 2nd. As in the previous exhibitions of same name, most of the works are made from discarded library books. If in Akureyri – go visit Amtsbókasafnið! The exhibition ends on June 30th. 

IMG_6033

Click on the images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.
Ljósmyndir | Photos: Helga Pálína Brynjólfsdóttir og Svanborg Matthíasdóttir.

ARKIR á Akureyri | Book art exhibition in Akureyri

ARKIR-Amtsbokasafn-2016-veggspjald

ARKIR opna bókverkasýningu í Amtsbókasafninu á Akureyri fimmtudaginn 2. júní 2016 kl. 17, og sýna þar verk sem unnin eru úr afskrifuðum bókum af Borgarbókasafni og víðar. Verið velkomin á opnunina!


ARKIR will open their forth variant of the book art exhibition ENDURBÓKUN / RE-BOOK at Amtsbókasafnið, Akureyri City Library, on Thursday, June 2nd, at 5pm. Welcome to the opening!

Síðasta sýningarhelgi í Hannesarholti | Last chance to see …

Version 2

Senn líður að lokum sýningarinnar „UNDIR SÚÐINNI“ í Hannesarholti á Grundarstíg 10 í Reykjavík. Sýningarlok eru á sunnudag, 6. mars, en á morgun, laugardag 5. mars verður leiðsögn í risinu í Hannesarholti milli klukkan 14 og 16. Hver leiðsögn tekur um 15 mín. Hannesarholt er opið virka daga frá kl 8-17 og 11-17 um helgar. Verið velkomin! ARKIR mæla einnig eindregið með veitingastofu Hannesarholts. Njótið helgarinnar!

ARKIR’s exhibition: “UNDIR SÚÐINNI“ in the attic in Hannesarholt Culture House, at Grundarstígur 10 in Reykjavík is soon coming to an end: on Sunday March 6th. Tomorrow, Saturday March 5th, there will be guidance for guests (about 15 min) from 2 pm – 4 pm. Free entrance. Hannesarholt opening hours: Mon-Fri 8am-5pm, Sat-Sun 11am-5pm. ARKIR highly recommend Hannesarholt’s restaurant, good coffee and gourmet cakes. Enjoy your weekend!

Smellið á myndirnar til að stækka | Click on the images for larger view. 

Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir frá opnun. Smellið á myndirnar til að stækka
Below: photos from the opening, a month ago. Click on the images for larger view. 

Undirbúningur í Hannesarholti | At work in Hannesarholt

ARKIR HHolt feb2016 7

ARKIRNAR hafa unnið að undirbúningi sýningar á bókverkum í Hannesarholti síðustu daga. Nokkur verkanna eru tileinkuð Hannesi Hafstein, ljóðum hans og sögu hússins. Eldri verk á sýningunni voru einnig valin með tilliti til sögunnar: sum eru þjóðleg og fróðleg, önnur vísa í stjórnmál og landsmál, enn önnur byggja á sígildri fagurfræði hannyrða og handverks, landslags, veðra og vinda.

Verið velkomin á opnun kl 15 á laugardag, 6. febrúar. Hannesarholt er opið virka daga frá kl 8-17 og 11-17 um helgar.

Preparations for next ARKIR exhibition are in full swing. We have been selecting works and arranging an exhibition in Hannesarholt Culture House, in the attic at Grundarstígur 10, Reykjavík. A small selection of new works is dedicated to Hannes Hafstein (1861-1922), a poet – and Iceland’s first Minister of State and his house at Grundarstígur. Older selected works may have reference to the spirit of the times: being political, ethnological and as so much of Hannes Hafstein’s poetry, referring to the land and nature of Iceland. 

Welcome to the opening at 3 pm in Hannesarholt on Saturday, February 6th.
Opening hours: Mon-Fri 8am-5pm, Sat-Sun 11am-5pm. 

Click on the images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.

Undir súðinni í Hannesarholti | Book art in Hannesarholt Culture House

Hholt-ARKIR-2016-Poster-web

Laugardaginn 6. febrúar n.k. opna ARKIR sýningu á bókverkum á loftinu í Hannesarholti, Grundarstíg 10, Reykjavík. Á sýningunni eru ný og eldri verk sem Arkirnar hafa valið með hliðsjón af sýningarstaðnum: efstu hæðinni, undir súðinni, í húsi skáldsins Hannesar Hafstein.
Verið velkomin á opnun! Hannesarholt er opið virka daga frá kl 8-17 og 11-17 um helgar.

ARKIR will be opening a book art exhibition on February 6th at 3 pm in Hannesarholt Culture House, Grundarstígur 10, Reykjavík. The name “UNDIR SÚÐINNI”, – IN THE ATTIC, refers to the exhibition room: a cosy loft in Hannesarholt Cultural house, located in the historic home of Hannes Hafstein (1861-1922), a poet – and Iceland’s first Minister of State. Join us at the opening!
Hannesarholt opening hours: Mon-Fri 8am-5pm, Sat-Sun 11am-5pm. 

Gleðilegt ár! ∼ Happy New Book Art Year 2016!

 

ARKIR-Sorpualmanak2016web

ARKIR óska listunnendum og bókverkafólki um heim allan gleðilegs árs og þakka góðar viðtökur, samvinnu og samskipti á liðnum árum. Megi nýja árið verða öllu listafólki gjöfult.

Á árinu sem leið sýndu ARKIR bókverk sín víða, bæði hérlendis og erlendis. Sýningin ENDURBÓKUN, sem opnaði fyrst í Gerðubergi Menningarhúsi, var sett upp í Bókasafni Reykjanesbæjar í apríl og síðar í Spönginni Menningarhúsi. Sýningin eða hluti hennar mun ferðast víðar um landið á nýja árinu. Verkin á sýningunni ENDURBÓKUN voru öll unnin úr gömlum eða afskrifuðum bókum af Borgarbókasafni. Myndir frá sýningunni í Gerðubergi prýða nú almanak SORPU árið 2016. Almanakið má nálgast á endurvinnslustöðum SORPU en einnig má skoða almanakið hér og hlaða því niður rafrænt. Myndin á forsíðu almanaksins sýnir hluta af verkinu Orðaflaumur eftir Ingiríði Óðinsdóttur. Ljósmyndir: Binni.

Síðla ársins 2015 tóku ARKIR þátt í sýningunni DRIFTING CLOUDS í Nicosia á Kýpur ásamt fjölmörgum evrópskum listamönnum. Fyrr á árinu höfðu nokkrar úr hópnum sýnt verk á norrænni bókverkasýningu í Helsinki í tilefni af 20 ára afmæli Gallery Jangva í Helsinki. Verk þeirra Önnu Snædísar, Sigurborgar og Svanborgar voru einnig valin á ERROR – sjöunda alþjóðlega bókverkaþríæringinn í Vilnius 2015, en þema þríæringsins var “Error” {Mistake}: villa eða mistök. Verkin voru til sýnis í Gallery Titanikas, sem er í Listaháskólanum í Vilnius, en hluti verkanna var einnig til sýnis í Leipzig í Þýskalandi; í Vercelli á Ítalíu; og víðar. Nánar má lesa um þríæringinn hér: ERROR og fyrir neðan má sjá myndband frá sýningunni í Vercelli: Museo Leone, Vercelli & “Studio 10″ City Gallery.

 

ARKIR fengu líka góðar heimsóknir á árinu – þar má nefna ljóðskáldið og bókverkakonuna Nancy Campbell  eins og við sögðum frá hér; sem og listakonuna Sandhya sem einnig notar ljóð og texta í sínum verkum.

Með nokkrum myndum frá liðnu ári sendum við kveðjur til vina og velunnara ARKANNA og vonum að sem flest ný og áhugaverð bókverk líti dagsins ljós á árinu 2016.

Sandhya-ARKIR

Ösp, Kristín Þóra, Inga, Sandhya, Bogga, Svanborg og Anna Snædís.

Dear friends of ARKIR, co-workers and fellow artists! We wish you all a very happy and prosperous New Year! May your lives be filled with joy and good art!

Looking back at the past year we state that ARKIR Book Arts Group had a fine year. Our exhibition ENDURBÓKUN / RE-BOOK, that originally opened in Gerðuberg Culturehouse, was later opened in Reykjanesbær Library in April and in Spöngin Culturehouse in July. We can confirm that the exhibition will travel further in the new year. All the works were created by using old books, mostly discared books from Gerðuberg Library. Photos exhibiting book art from ENDURBÓKUN / RE-BOOK are illustrating a 2016-calendar published by SORPA, a non-profit waste management firm owned and run by seven municipalities in Iceland’s Capital Area. SORPA’s almanac is available at all the recycling centers but can also be viewed and downloaded here. Artwork on cover shows Orðaflaumur (Stream of Words) by Inga, Ingiríður Óðinsdóttur. Photos by Binni. 

In October ARKIR took part in the exhibition DRIFTING CLOUDS in Nicosia in Cyprus. Earlier in the year, ARKIR members partisipated in a Nordic Artists’ Books exhibition in Studio Gallery Jangva Studio in Helsinki, as a part of Gallery Jangva’s 20th anniversary. Works by Anna Snædís, Sigurborg and Svanborg were also selected for ERROR – 7th International Artist’s Book Triennial Vilnius 2015” with the theme “Error” {Mistake}. The 7th triennial was opened in Gallery Titanikas, an exhibition hall belonging to the Vilnius Academy of Arts. Selections were also exhibited in Leipzig, Germany; Vercelli, Italy; in Austria; and more. For further information see the triennial’s webpage: ERROR. The video above shows moments from the show in Vercelli: Museo Leone, Vercelli & “Studio 10″ City Gallery.

ARKIR also had good visitors from abroad, – for instance the poet and book artist Nancy Campbell as reported here; and artist Sandhya who also uses poems and texts in her works. 

With a series of photos from the year 2015, we send our best wishes and hope for a splendid year 2016!

 

 

Framlenging sýningar – Myndir frá Kýpur | Photos from Nicosia

DriftingClouds 1

Ein ARKANNA, Sigurborg Stefánsdóttir, heimsótti Kýpur á dögunum, en þar stendur yfir bókverkasýningin  DRIFTING CLOUDS í sem opnaði 14. október í höfðingjasetri frá 18. öld: Hadjigeorghagis Kornesios Mansion í Nicosíu. Alls taka 37 listamenn þátt, en 9 ARKIR eiga verk á sýningunni: Anna Snædís Sigmarsdóttir, Arnþrúður Ösp Karlsdóttir, Áslaug Jónsdóttir, Bryndís Bragadóttir, Helga Pálína Brynjólfsdóttir, Ingiríður Óðinsdóttir, Kristín Þóra Guðbjartsdóttir, Sigurborg Stefánsdóttir og Svanborg Matthíasdóttir. Með sýningarstjórn fer Ruth Keshishian hjá Moufflon Bookshop, en sýningartíminn hefur nú verið framlengdur til 12. desember. Sýningin var einnig á dagskrá bókmenntahátíðar í Famagusta Gate Cultural Centre í Nisosíu 30. okt – 2. nóv. Hér má sjá nokkrar myndir af verkum á sýningunni.

DriftingClouds 3 Sigurborg

ARKIR member Sigurborg Stefansdottir travelled to Nicosia in Cyprus, where nine artist from the ARKIR group  participated in the book art exhibition DRIFTING CLOUDS, in The House of Hadjigeorghagis Kornesios in Nicosia. Thirty-seven artist from Europe participate in the exhibition, dedicated to the islands and the coast of Europe from North to the South as well as the drifting clouds that disregard all borders. Curator is Ruth Keshishian at Moufflon Bookshop, but the exhibition has just been extended from 14. October to 12. December 2015. The exhibition was also a part of the 2nd International Literary Festival in Famagusta Gate Cultural Centre, 30. Oct to 12. Dec. – a festival dedicated to the Nordic countries.

Ljósmyndir / Photos: Sigurborg Stefánsdóttir and Anna D.
Click on the images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.

DriftingClouds 31

 

 

Eyjar og skýjarek ~ Drifting Clouds in Cyprus

Drifting-Clouds-Exhibition-1

Níu ARKIR taka þátt í bókverkasýningu á Kýpur sem opnar í dag í fornfrægu safni í Nicosíu: Hadjigeorghagis Kornesios House. Titill sýningarinnar, DRIFTING CLOUDS, vísar í texta úr Pétri Gaut eftir Henrik Ibsen en verkin tengjast eyjum við strendur Evrópu, allt frá norðri til suðurs. Verk á sýningunni eiga: Anna Snædís Sigmarsdóttir, Arnþrúður Ösp Karlsdóttir, Áslaug Jónsdóttir, Bryndís Bragadóttir, Helga Pálína Brynjólfsdóttir, Ingiríður Óðinsdóttir, Kristín Þóra Guðbjartsdóttir, Sigurborg Stefánsdóttir og Svanborg Matthíasdóttir. Með sýningarstjórn fer Ruth Keshishian, Moufflon Bookshop. Sýningin stendur frá 14. október til 18. nóvember og er einnig á dagskrá bókmenntahátíðar í  Famagusta Gate Cultural Centre í Nisosíu frá 30. okt – 2. nóv.
– – –
ARKIR participate in a book art exhibition in Cyprus, opening today at Hadjigeorghagis Kornesios House in Nicosia. DRIFTING CLOUDS, the title of the exhibition, is inspired by Henrich Ibsen’s Peer Gynt where much of the play was written on the island of Ischia. The artists books and the theme relates to islands off the frayed coast of Europe, from north to the south. Curator is Ruth Keshishian, Moufflon Bookshop. The exhibition is open from 14th October to 18th November 2015 and is also a part of the 2nd International Literary Festival in Famagusta Gate Cultural Centre Oct. 30 to Nov. 2nd. with the theme: Crossing Borders, Connecting Cultures – dedicated to the Nordic countries.

Drifting-Clouds-Exhibition-2

Við minnum á sýningarlok ~ Last weeks of exhibition

Endurbókun VerkSpöngin2015 KriThora 7

Með þessum myndum minnum við á yfirstandandi sýningu Arkanna: ENDURBÓKUN í Spönginni Menningarhúsi, en henni lýkur laugardaginn 3. október 2015. Sýningin er opin á opnunartíma bókasafnsins: mánudaga til fimmtudaga frá kl 10-19, föstudaga kl 11-19 og laugardaga kl 12-16.
Sjá má fleiri myndir af bókverkum á fyrstu sýningu ENDURBÓKUNAR hér and hér.

ARKIR’s exhibition ENDURBÓKUN – RE-BOOK at Spöngin Culture House, has been well received since the opening on July 1st. WIth these photos we would like to make a note that the exhibition closes on October 3rd 2015.
Check out more photos from ENDURBÓKUN here and here

Ljósmyndir / photos: Kristín Þóra Guðbjartsdóttir og Áslaug Jónsdóttir.

Click on the images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.

works by Anna Snædís Sigmarsdóttir

works by Anna Snædís Sigmarsdóttir