Helga Pálína sýnir í Pálshúsi | ARKIR in 2021 – art exhibitions

🇮🇸 ARKIR sinna fjölbreyttri listsköpun og sýna verk sín víða. Nú stendur yfir sýning Helgu Pálínu Brynjólfsdóttur í safna- og menningarfræðisetrinu Pálshúsi í Ólafsfirði. Sýningin nefnist Tengingar og stendur frá 31. júlí – 10. september 2021. Hér má lesa um sýninguna en í sýningarskrá segir m.a.:
Textíllistakonan Helga Pálína Brynjólfsdóttir hefur nú um árabil gert tilraunir með að sauma í kletta, litglæða grábrún blæbrigði móbergsins en líka spýtur, nýjar og gamlar. Hún rillar og vefur, holar aftan og stingur framan til að laða fram skúlptúr, línur og horn.
Á sýningunni í Pálshúsi kallar Helga Pálína með þráðum sínum fram nýjar tengingar í spýtum og steinum, hyllir náttúruna og söguna, umbreytir henni og víkkar sýn með indíánskri litadýrð og fíngerðu bróderíi. Fortíðin og framtíðin, hið harða og hið mjúka, hið kvenlæga og hið karllæga, djúp jarðar og húrrandi nútímatækni stíga hér leikandi dans.“ – Texti: Jórunn Sigurðardóttir.

Frá árinu 1989 hefur Helga Pálína kennt textílþrykk í Hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands, við Textíldeild Myndlistaskólans í Reykjavík og í Textíldeild Myndlista-og handíðaskóla Íslands.

🇬🇧 All members of ARKIR work in various branches of the arts and exhibit their works widely. ARKIR member Helga Pálína Brynjólfsdóttir is currently showing her art at Pálshús Museum and Cultural Center in Ólafsfjörður. The exhibition is called Tengingar (Connections) and runs from 31 July – 10 September 2021.

From the exhibition catalog:
“Textile artist Helga Pálína Brynjólfsdóttir has for years been experimenting with sewing into rocks, the colorful gray-brown nuances of the tuff, but also pieces of wood, new and old. She carves and weaves, makes holes in back and front to call forth sculpture, lines and angles.
At the exhibition in Pálshús, Helga Pálína, evokes new connections in wood and stones with her threads, pays homage to nature and history, transforms it and broadens our vision with color splendor and delicate embroidery. The past and the future, the hard and the soft, the feminine and the masculine, the depth of the earth and the hurling of modern technology, all unite in a playful dance.” – Text by Jórunn Sigurðardóttir.

Since 1989, Helga Pálína has taught textile art and textile printing at the Design and Architecture Department of the Iceland University of the Arts, at the Textile Department of The Reykjavík School of Visual Arts and at the Textile Department of the Icelandic School of Arts and Crafts.

Click on the images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.

 

Síðasti sýningardagur í Landsbókasafni | BIBLIOTEK NORDICA – closing of the exhibition in Reykjavík

🇮🇸 Mánudaginn 23. maí 2021 lýkur í Þjóðarbókhlöðu sýningu á bókverkum úr norræna bókverkasafninu Bibliotek Nordica, sem er eitt af verkefnum Codex Polaris, og samanstendur af bókverkum meira en 80 valdra listamanna, hönnuða, rithöfunda og prentlistamanna (sjá sýningarskrá hér). Bibliotek Nordica var framleitt í 10 eintökum og hefur verið sýnt víða um lönd. 

Næsti sýningarstaður Bibliotek Nordica er bókamessan CHART Art Fair í Kunsthal Charlottenborg við Kóngsins nýja torg í Kaupmannahöfn, dagana 26. – 29. ágúst 2021. Bibliotek Nordica verður þar hluti af sýningu Codex Polaris-hópsins.

Sex ARKIR eiga verk í Bibliotek Nordica: Anna Snædís Sigmarsdóttir, Áslaug Jónsdóttir, Helga Pálína Brynjólfsdóttir, Ingiríður Óðinsdóttir, Sigurborg Stefánsdóttir og Svanborg Matthíasdóttir. Myndirnar eru frá sýningunni í Landsbókasafni Íslands, Þjóðarbókhlöðu.

🇬🇧 The exhibition of works from Bibliotek Nordica in the National Library of Iceland will close on Monday, 22 August. The book art project run by Codex Polaris, representing more than 80 selected artists, designers, writers, and printmakers from the Nordic Countries includes works by six members of ARKIR: Anna Snædís Sigmarsdóttir, Áslaug Jónsdóttir, Helga Pálína Brynjólfsdóttir, Ingiríður Óðinsdóttir, Sigurborg Stefánsdóttir and Svanborg Matthíasdóttir. For more information see website: Bibliotek Nordica and catalog here.The exhibition is open on Mon from 9 am to 5 pm. For opening hours and covid-19 restrictions see here and here.

Next destination for Bibliotek Nordica is the book fair CHART Art Fair at Charlottenborg, Copenhagen, Denmark, from the 26th to 29th August.  Codex Polaris have been invited to show at the fair and Bibliotek Nordica will be exhibited as part of the Codex Polaris collection.

 


Veggspjald – hönnun | poster design: Áslaug Jónsdóttir.
Ljósmyndir | photos: Áslaug Jónsdóttir.
Smellið á myndirnar til að stækka. | Click on the images to enlarge.

Opnun! | Exhibition opening!

🇮🇸 Það voru glaðar ARKIR sem mættu í Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi sunnudaginn 13. júní 2021. Þá var eftir langa bið loks haldin formleg opnun bókverkasýningarinnar SPOR, sem hefur nú sitt annað sýningarár í safninu. Það þarf auðvitað ekki að tíunda ástæður þess að samkoman frestaðist svo fram úr hófi.

Það var því sérstaklega hátíðleg stemming með ræðum og söng í salarkynnum safnsins. Elín S. Sigurðardóttir forstöðukona kynnti sýninguna og bauð gesti velkomna og bæjarstjóri Blönduóss, Valdimar O. Hermannsson, opnaði sýninguna. Okkar eigin ÖRK, Arnþrúður Ösp Karlsdóttir söng af hjartans list og fjallaði um bókverkin og leiðir listamannanna að sköpuninni.

ARKIR voru að endingu leystar út með góðum gjöfum frá safninu, með riti Halldóru Bjarnadóttur: Vefnaður á Íslenzkum heimilum, sem gefið var út í vandaðri endurgerð árið 2009, á vegum Heimilisiðnaðarsafnsins.

Tenglar:
SPOR | TRACES – síða með upplýsingum um sýninguna, verkin og listamennina.
Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi.
Frétt í Feyki um opnunina.

Smellið á myndirnar til að stækka | Click on the images to enlarge.
Ljósmyndir | photos: © Kristín Þóra Guðbjartsdóttir, Svanborg Matthíasdóttir, Helga Pálína Brynjólfsdóttir

🇬🇧 On Sunday June 13, 2021, our exhibition SPOR | TRACES finally had a formal opening in the Textile Museum in Blönduós – with just over a year’s delay! (We all know why!) The exhibition has now been extended for one more year and we were truly happy to come together with guests at Blönduós.

The atmosphere was festive, with speeches and singing in the exhibition room. Elín S. Sigurðardóttir, director, presented the exhibition and welcomed guests, and the mayor of Blönduós, Valdimar O. Hermannsson, formally opened the exhibition. Our own ARKIR-member, Arnþrúður Ösp Karlsdóttir introduced the artists and their paths to creation and art, – and graced the ceremony with songs of spring by poets from the area. Altogether a fine day at the Museum and happy gathering after a long time of social distancing.

Links:
SPOR | TRACES:
Photos and information about the exhibition, the artists and the art works.
The Textile Museum in Blönduós.
News on the local news site Feykir about the opening.

Smellið á myndirnar til að stækka | Click on the images to enlarge.
Ljósmyndir | photos: © Kristín Þóra Guðbjartsdóttir, Svanborg Matthíasdóttir, Helga Pálína Brynjólfsdóttir

SPOR | TRACES 2021-2022 Exhibition extended

🇮🇸 Textílbókverkasýningin SPOR | TRACES var sumarsýning Heimilisiðnaðarsafnsins á Blönduósi 2020 og fær nú að njóta annars sumars á Blöndubökkum. Safnið opnar dyr fyrir gestum í dag, 1. júní 2021, en bókverkin verða til sýnis á safninu allt næsta sýningarár. Lesa má um verkin og skapara þeirra á síðunni hér: SPOR | TRACES. Við mælum auðvitað með heimsókn á Blönduós!


🇬🇧 Our textile book art exhibition SPOR | TRACES was the summer exhibition in the Textile Museum in Blönduós last year – and is now ready for another summer at this lovely museum on the banks of river Blanda. The exhibition has been extended for a whole year – which will hopefully be less restrained by the pandemic. The museum will open today, 1st June 2021, and of course we recommend a visit to Blönduós!

Photos and information on the exhibited works and their creators available on this page: SPOR | TRACES.

Ljósmyndir | photos: © listamennirnir | the artists

Smellið á myndir til að stækka. Click on images to enlarge.
© ljósmyndir: listamennirnir | © photos: the artists

Norræna bókverkasafnið | BIBLIOTEK NORDICA

 

🇮🇸 Mánudaginn 17. maí 2021 opnar í Þjóðarbókhlöðu sýning á bókverkum úr norræna bókverkasafninu Bibliotek Nordica. Sex ARKIR eiga þar verk: Anna Snædís Sigmarsdóttir, Áslaug Jónsdóttir, Helga Pálína Brynjólfsdóttir, Ingiríður Óðinsdóttir, Sigurborg Stefánsdóttir og Svanborg Matthíasdóttir, en enn fleiri íslenskir listamenn taka þátt í verkefninu. Bibliotek Nordica er eitt af verkefnum Codex Polaris og samanstendur af bókverkum meira en 80 valdra listamanna, hönnuða, rithöfunda og prentlistamanna (sjá sýningarskrá hér). Bibliotek Nordica var framleitt í 10 eintökum, en sýningareintakið hefur farið víða um lönd. Markmiðið með Bibliotek Nordica er að búa til safn norrænna bókverka sem auðvelt er að nálgast og nota til viðmiðunar í bókmenntasögu samtímans. Um leið var það markmið að skapa tengslanet milli listamanna á Norðurlöndum.

Sýningin stendur fram til sunnudagsins 22. ágúst. Opið er virka daga 9-17 og 10-14 á laugardögum. Lokað sunnudaga. Athugið opnunartíma á heimasíðu Landsbókasafns og reglur vegna covid-19. Nánar verður tilkynnt viðburði tengda sýningunni síðar.

🇬🇧 Exhibition of works from Bibliotek Nordica will open on Monday, 17 May, in the National Library of Iceland. Six members of ARKIR: Anna Snædís Sigmarsdóttir, Áslaug Jónsdóttir, Helga Pálína Brynjólfsdóttir, Ingiríður Óðinsdóttir, Sigurborg Stefánsdóttir and Svanborg Matthíasdóttir, are represented in the book art project run by Codex Polaris, representing more than 80 selected artists, designers, writers, and printmakers from the Nordic Countries. ​The aim for Bibliotek Nordica is to create a collection of easy-to-access Nordic artist books that can be used as a reference for contemporary book practices and also create a network between the Nordic countries. 

For more information see website: Bibliotek Nordica and catalog here.

The last day of the exhibition is August 22nd. The exhibition is open Mon-Fri from 9 am to 5 pm and 10 am to 2 pm on Saturdays. Sundays closed. For opening hours and covid-19 restrictions see here and here.

 


Veggspjald – hönnun | poster design: Áslaug Jónsdóttir.
Ljósmyndir | photos: Áslaug Jónsdóttir.
Smellið á myndirnar til að stækka. | Click on the images to enlarge.

Bókverk í Bristol | BABE 2021

🇮🇸 ARKIR tóku þátt í BABE – Bristol Artist’s Book Event – The Lost Weekend 17. – 18. apríl 2021 í Arnolfini, International Centre for Contemporary Arts í Bristol. Viðburðir fóru að mestu fram rafrænt að þessu sinni vegna heimsfaraldurs og ferðatakmarkana, en yfir 160 listamenn tók þátt. Framlag ARKA var kynningarmyndband sem sjá má hér fyrir neðan. Mikið af efni hátíðarinnar er enn að finna á vefnum – sjá upplýsingar hér á heimasíðu Arnolfini. Hér á YouTube má til dæmis sjá öll 120 myndböndin sem valin voru og sýna bókverk listamanna hvaðanæva að úr heiminum.

Skipuleggjendur BABE eru Sarah Bodman, Angie Butler, Phil Owen og Tom Sowden (Centre for Fine Print Research, School of Art & Design UWE Bristol and Arnolfini).

Myndband | video: Þorsteinn Roy Jóhannsson.
Þulur | voice: Silja Bára Ómarsdóttir.

🇬🇧 ARKIR participated in BABE 2021 – Bristol Artist’s Book Event – The Lost Weekend 17 – 18 April 2021 at Arnolfini, International Center for Contemporary Arts in Bristol. This year the event took place mostly online with artist’s book films, online catalogue and online display of artist books. For more information see Arnolfini website; and the over 100 selected videos on YouTube.

BABE is organized by Sarah Bodman, Angie Butler, Phil Owen and Tom Sowden (Centre for Fine Print Research, School of Art & Design UWE Bristol and Arnolfini).

Fréttir af ÖRKUM | ARKIR in 2021

🇮🇸 Þrátt fyrir heimsfaraldur og samkomutakmarkanir hafa ARKIR undirbúið ýmis sýningarverkefni og sinnt listum og bókverkasköpun eins og færi hafa gefist. Í næstu póstum greinum við nánar frá helstu tíðinum en hér fyrir neðan er listi yfir verkefni síðustu mánuða.

🇬🇧 ARKIR have been working on various book art projects despite social restrictions due to the pandemic. Below is a list of current exhibitions and main projects but we will soon report in more details on openings and events.


NORRÆNA BÓKAVERKASAFNIÐ | BIBLIOTEK NORDICA

🇮🇸 ARKIR nýlokið við að setja upp sýningu á verkum úr bókaverkasafninu Bibliotek Nordica í sýningarsal Þjóðarbókhlöðunnar. Sex ARKIR eiga verk í farandbókaverkasafninu sem er eitt af verkefnum Codex Polaris, en safnið samanstendur af bókverkum yfir 80 valdra listamanna, hönnuða, rithöfunda og prentlistamanna. Nánari upplýsingar síðar!

🇬🇧 ARKIR have just finished installation of works from Bibliotek Nordica in the National Library of Iceland. Six members of ARKIR are represented in the book art project run by Codex Polaris, representing more than 80 selected artists, designers, writers, and printmakers from the Nordic Countries. More information soon!


BÓKVERK Í BRISTOL | BABE 2021

🇮🇸 ARKIR tóku þátt í Bristol Artist’s Book Event, BABE, sem fór að mestu fram rafrænt að þessu sinni vegna heimsfaraldurs og ferðatakmarkana. Framlag ARKA var hluti af myndbandshátíðinni The Lost Weekend, sem var viðburður á vegum Arnolfini, International Centre for Contemporary Arts í Bristol. Við munum birta myndbandið hér fljótlega.

🇬🇧 ARKIR participated in Bristol Artist’s Book Event, BABE, which took place mostly online this year, due to the dreaded pandemic and travel restrictions. ARKIR had their part in the video festival The Lost Weekend, arranged by Arnolfini, International Center for Contemporary Arts in Bristol. The video will be posted on our site soon.


SPOR | TRACES

🇮🇸 Textílbókverkasýningin SPOR | TRACES í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi hefur verið framlengd um heilt ár eða til vors 2022. Sýningin er opin á venjulegum sýningartíma safnsins yfir sumarið eða til 31. ágúst 2021, en svo eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar síðar.

🇬🇧 The textile book art exhibition SPOR | TRACES at the Textile Museum in Blönduós has been extended for an entire year or until spring 2022. The exhibition is open during the museum’s regular exhibition hours during the summer or until 31 August 2021, then by appointment. More information soon!


NORRÆNT SÝNINGARVERKEFNI | SIGLA – BINDA

🇮🇸 ARKIR taka þátt í sýningarverkefninu Sigla – Binda ásamt CODEX POLARIS hópnum. Fulltrúar ARKA í verkefninu eru Anna Snædís Sigmarsdóttir, Ingiríður Óðinsdóttir, Kristín Þóra Guðbjartsdóttir, Sigurborg Stefánsdóttir og Svanborg Matthíasdóttir. Sýningar verða m.a. haldnar í heimalöndu hópanna, í Noregi og á Íslandi.

🇬🇧 ARKIR participate in the exhibition project Sigla – Binda together with the book arts group CODEX POLARIS. ARKIR’s representatives in the project are Anna Snædís Sigmarsdóttir, Ingiríður Óðinsdóttir, Kristín Þóra Guðbjartsdóttir, Sigurborg Stefánsdóttir and Svanborg Matthíasdóttir. Exhibitions will be held in the groups’ home countries, in Norway and in Iceland.

Sýningarlok: JAÐARLÖND | BORDERLANDS

🇮🇸 Sýningunni JAÐARLÖND | BORDERLANDS í Þjóðarbókhlöðu lauk nú s.l. sunnudag, 20. september. Sýningin var á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík 2020 og við ARKIR erum þakklátar starfsfólki Landsbóksafns Íslands og Listahátíðar fyrir að styðja okkur og hvetja, því í miðjum heimsfaraldri er ekki sjálfsagt að halda listviðburði af neinu tagi. Vegna smithættu varð lítið úr hefðbundinni opnun og minna um leiðsagnir og vinnustofur. Listamannaspjall héldum við þó síðdegis nokkrar helgar og aðsókn var dreifð og góð yfir allan sýningartímann. Við þökkum gestum okkar fyrir uppörvandi umsagnir og ætlum að næstu sýningar okkar bíði betri og bjartari tíma, lausum við farsóttir.

Allar upplýsingar um sýninguna og fleiri myndir er að finna hér á síðunni:
JAÐARLÖND | BORDERLANDS.

↑ Aðstandendur sýningarinnar fögnuðu sýningarlokum.


🇬🇧 The exhibition JAÐARLÖND | BORDERLANDS in the National Library of Iceland ended last Sunday, September 20th. The exhibition was part of Reykjavík Arts Festival 2020 and ARKIR are grateful to the staff at the National Library and the Art Festival for supporting and encouraging us: holding an art event of any kind is not obvious or easy to do in the middle of a pandemic. Only few people could be invited to the opening and later festive gathering, and guided tours and artist talks were performed with care. Yet, all in all the attendance was very good throughout the exhibition time. We thank our guests for the compliments and kind reviews and hope that our next exhibition will be held at a better and brighter time, free from epidemics.

All further information about the exhibition and more photos can be found here on this page:
JAÐARLÖND | BORDERLANDS

Ljósmyndir | photos: Kristín Þóra Guðbjartsdóttir, Ólafur Engilbertsson.
Smellið á myndirnar til að stækka. | Click on the images to enlarge.

Sýning í fullum gangi: JAÐARLÖND | BORDERLANDS

🇮🇸 Sýningin okkar JAÐARLÖND | BORDERLANDS á Listahátíð í Reykjavík opnaði án boðsgesta í Þjóðarbókhlöðu föstudaginn 21. ágúst 2020, en vegna heimsfaraldursins og tiheyrandi sóttvarna var ekki boðað til almennrar sýningaropnunar eins og venja er. Við ARKIR glöddumst þó yfir góðum áfanga ásamt fulltrúum frá Landsbókasafni og Listahátíð í Reykjavík. Hér neðar eru nokkrar myndir frá fyrsta sýningardeginum.

↑ Sex af sextán listamönnum sem eiga verk á sýningunni, frá vinstri: Sigurborg Stefánsdóttir, Áslaug Jónsdóttir, Kristín Þóra Guðbjartsdóttir sýningarstjóri, Svanborg Matthíasdóttir, Ingiríður Óðinsdóttir og Helga Pálína Brynjólfsdóttir.

Sýningin er á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík 2020 og stendur til sunnudagsins 20. september. Sýninguna er að finna í sýningarrými Þjóðarbókhlöðunnar við Arngrímsgötu 3. Hún er opin á mán-fim frá 8.15-22, frá 8.15 -19 á föstudögum, 10-17 á laugardögum og 11-17 á sunnudögum. Gestir beðnir um að gæta vel að sóttvörnum og almennum nálægðartakmörkunum vegna Covid-19 heimsfaraldursins.

Þess má geta að allar helgar taka listakonur úr ARKA-hópnum á móti gestum sýningarinnar á milli kl 15.00 og 17.00.

JAÐARLÖND er samsýning sextán listamanna frá sjö löndum. Sýningin er annars vegar samsett úr nýlegum verkum sem aðeins hafa verið sýnd í Bandaríkjunum á farandsýningunni BORDERLAND og hins vegar úr nýjum og eldri bókverkum ARKA, og gesta þeirra frá Danmörku, Noregi, Litháen, Póllandi, Bretlandi og Bandaríkjunum. Sýningarstjóri er Kristín Þóra Guðbjartsdóttir. 

Um alla þátttakendur og verk þeirra á sýningunni má lesa á sérstakri síðu hér: JAÐARLÖND | BORDERLANDS

Í tilefni af opnun sýningarinnar ræddi Sigurlaug M. Jónasdóttir við ARKIRNAR Helgu Pálínu Brynjólfsdóttur og Svanborgu Matthíasdóttur í þættinum Segðu mér á RÚV, 26. ágúst.

Viðtal við sýningarstjórann, Kristínu Þóru Guðbjartsdóttur, birtist svo í Fréttablaðinu 1. september. Smellið hér til að lesa.


🇬🇧 The exhibition JAÐARLÖND | BORDERLANDS had a quiet and controlled opening on Friday August 21st – without the usual invitations due to covid19-restrictions. But six of the exhibiting artists, few guests and representatives from the Reykjavík Art Festival and the National Library had a happy afternoon at the National Library. 

Our exhibition JAÐARLÖND | BORDERLANDS – a part of Reykjavík Arts Festival 2020, is held at the National and University Library of Iceland – Þjóðarbókhlaðan, Arngrímsgata 3, in Reykjavík. The exhibition will stand until September 20, 2020 and is open Mondays to Thursdays from 8:15 am to 10 pm; on Fridays from 8:15 am to 7 pm; on Saturdays from 10 am to 5 pm and Sundays from 11 am to 5 pm. We kindly ask all our guests to keep in mind safety precautions and social distancing due to the Covid-19 pandemic.

The exhibition is partly made up of recent works of ARKIR that have only been shown in the United States on the touring exhibition BORDERLAND, and partly from new and older works by ARKIR and their guests from Denmark, Norway, Lithuania, Poland, UK and USA. Exhibition curator is Kristín Þóra Guðbjartsdóttir. Read about all the participants and their works on a special page here: JAÐARLÖND | BORDERLANDS

Ljósmyndir | photos: Áslaug Jónsdóttir, Ólafur Engilbertsson, Svanborg Matthíasdóttir.


ÞÁTTTAKENDUR | PARTICIPANTS: 

Åse Eg Jørgensen (Denmark), Imi Maufe (Norway), Kestutis Vasiliunas (Lithuania), Nancy Campbell (UK), Rebecca Goodale (USA), Bożka Rydlewska (Poland) – og ARKIR: Anna Snædís SigmarsdóttirArnþrúður Ösp KarlsdóttirÁslaug Jónsdóttir, Bryndís Bragadóttir, Helga Pálína BrynjólfsdóttirIngiríður Óðinsdóttir, Kristín Þóra Guðbjartsdóttir, Jóhanna Margrét TryggvadóttirSigurborg StefánsdóttirSvanborg Matthíasdóttir.

Ljósmyndir frá opnun – smellið á myndirnar til að stækka.
Photos from the opening day – click on the images to enlarge.

JAÐARLÖND | BORDERLANDS – Reykjavík Arts Festival 2020

Bókverkasýningin JAÐARLÖND | BORDERLANDS í Landsbókasafni Íslands er á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík 2020 og verður opin gestum frá föstudeginum 21. ágúst 2020 til sunnudagsins 20. september. Sýninguna er að finna í sýningarrými Þjóðarbókhlöðunnar við Arngrímsgötu 3. Nánar verður tilkynnt um viðburði tengda sýningunni síðar.

JAÐARLÖND er samsýning sextán listamanna frá sjö löndum: þar sýna tíu ARKIR og sex erlendir listamenn. Titill sýningarinnar, JAÐARLÖND, vísar til heima á jaðri veraldar, jaðri sem er, þegar að er gáð, síbreytilegur í veraldarsögunni. Í fjölbreyttum bókverkum skoða listamennirnir lönd og mæri, texta og tungumál, náttúru og menningarheima frá ólíkum sjónarhornum.

Sýningin er annars vegar samsett úr nýlegum verkum sem aðeins hafa verið sýnd í Bandaríkjunum á farandsýningunni BORDERLAND og hins vegar úr nýjum og eldri bókverkum ARKA, og gesta þeirra frá Danmörku, Noregi, Litháen, Póllandi, Bretlandi og Bandaríkjunum.

Gestir beðnir um að gæta vel að sóttvörnum og almennum nálægðartakmörkunum vegna Covid-19 heimsfaraldursins.


🇬🇧 Our exhibition JAÐARLÖND | BORDERLANDS – a part of Reykjavík Arts Festival 2020, –will be open from Friday 21st of August at the National and University Library of Iceland – Þjóðarbókhlaðan, Arngrímsgata 3, in Reykjavík. The exhibition will stand until September 20, 2020. We will post more information about possible events later.

The title of the exhibition, JAÐARLÖND | BORDERLANDS, refers to the peripheries of the world, the borders and boundaries that are, after all, subject to change and movable and highly fickle in the history of the world. In the works, the artists explore various perspectives on land and in nature, boundaries and borders, text and languages, communication and cultures.

The exhibition is partly made up of recent works of ARKIR that have only been shown in the United States on the touring exhibition BORDERLAND, and partly from new and older works by ARKIR and their guests from Denmark, Norway, Lithuania, Poland, UK and USA.

We kindly ask all our guests to keep in mind safety precautions and social distancing due to the Covid-19 pandemic.

Veggspjald: | Poster by Kristín Þóra Guðbjartsdóttir


ÞÁTTTAKENDUR | PARTICIPANTS: 

Åse Eg Jørgensen (Denmark), Imi Maufe (Norway), Kestutis Vasiliunas (Lithuania), Nancy Campbell (UK), Rebecca Goodale (USA), Bożka Rydlewska (Poland) – og ARKIR: Anna Snædís SigmarsdóttirArnþrúður Ösp KarlsdóttirÁslaug Jónsdóttir, Bryndís Bragadóttir, Helga Pálína BrynjólfsdóttirIngiríður Óðinsdóttir, Kristín Þóra Guðbjartsdóttir, Jóhanna Margrét TryggvadóttirSigurborg StefánsdóttirSvanborg Matthíasdóttir.

Sýningin SPOR | TRACES Exhibition 2020

Smellið á myndir til að stækka. Click on images to enlarge.
© ljósmyndir: listamennirnir | © photos: the artists

🇮🇸 Við höfum opnað sérstaka síðu fyrir textílbókverkasýninguna SPOR | TRACES sem er sumarsýning Heimilisiðnaðarsafnsins á Blönduósi. Njótið!


🇬🇧 We have opened a special page for our textile book art exhibition SPOR | TRACES, that’s now open to the public in the Textile Museum in Blönduós! Enjoy!

Ljósmyndir | photos: © listamennirnir | the artists

Sýningarvinna | Installation work – SPOR | TRACES 2020

🇮🇸 ARKIR hafa undirbúið sýninguna SPOR | TRACES af kappi síðustu vikur og mánuði, en sýningin á sér þó enn lengri aðdraganda. Upphaflega voru þátttakendur um 20 listamenn, erlendir og íslenskir, en listsköpun í textíl og bókverkum sameinaði hópinn. Vegna ýmissa vandkvæða í tengslum við COVID-19 heimsfaraldurinn fækkaði mjög í hópi erlendu gestanna og enn bíða listaverk í gámum og pakkhúsum flugvalla og hafna – verk sem unnin voru með textílbókverkasýninguna á Blönduósi í huga, en komast hvorki lönd né strönd vegna faraldursins.

Svanborg, Helga Pálína, Inga og Jóhanna héldu hinsvegar ótrauðar norður á Blönduós með sýningu í farteskinu og luku uppsetningu um síðustu helgi. Formlegri opnun er frestað fram á sumar, en Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi opnar 2. júní n.k. og er sýningin þá öllum gestum opin. SPOR | TRACES er sumarsýning Heimilisiðnaðarsafnsins á Blönduósi.

Hér fylgja með nokkrar myndir frá vinnunni á Blönduósi, en sérstök síða um sýninguna, verkin og listmennina opnar hér einnig fljótlega.

Smellið á myndir til að stækka. Click on images to enlarge.


🇬🇧 For the last weeks and months ARKIR have been preparing the exhibition SPOR | TRACES, but the whole project has been in process for a much longer time. Initially, the participants were about 20 artists, from Iceland and abroad, but common interest in textile art and book art united the group. Due to all sorts of problems in connection with the COVID-19 pandemic, the number of our foreign guests has sadly been reduced and artworks still wait in containers and warehouses of airports and docks around the world for the next trip to Iceland. Still, an exhibition of textile book art is on and soon to be revealed in the Textile Museum in Blönduós!

Svanborg, Helga Pálína, Inga and Jóhanna headed north with an exhibition in the trunks of their trucks and completed the installation last weekend. A formal opening will be delayed until later this summer, but the Textile Museum opens as usual – on June 2nd.

We post a few photos from the installation work at Blönduós, but a special webpage about the exhibition, the artworks and the artists will also open at this site soon.

Ljósmyndir | photos: ©Helga Pálína Brynjólfsdóttir ©Svanborg Matthíasdóttir ©Jóhanna M. Tryggvadóttir.

JAÐARLÖND | Exhibition at Reykjavík Arts Festival 2020

UPPFÆRÐ FRÉTT 6. maí 2020 | UPDATED MAY 6 2020

Vegna covid-19 heimsfaraldursins hefur sýningunni JAÐARLÖND | BORDERLANDS á Listahátíð í Reykjavík verið frestað fram á haust. Áformað er að sýningin opni föstudaginn 21. ágúst 2020 í Landsbókasafni Íslands, í sýningarrými Þjóðarbókhlöðunnar við Arngrímsgötu 3. Sýningin stendur fram til sunnudagsins 20. september. Nánar verður tilkynnt um sýninguna síðar.

JAÐARLÖND er sýning á bókverkum sautján listamanna frá sjö löndum: þar sýna ellefu ARKIR og sex erlendir listamenn. Titill sýningarinnar, JAÐARLÖND, vísar til heima á jaðri veraldar, jaðri sem er, þegar að er gáð, breytilegur og færanlegur í veraldarsögunni. Í fjölbreyttum bókverkum skoða listamennirnir lönd og mæri, texta og tungumál, náttúru og menningarheima frá ólíkum sjónarhornum.

Sýningin er annars vegar samsett úr nýlegum verkum sem aðeins hafa verið sýnd í Bandaríkjunum á farandsýningunni BORDERLAND og hins vegar úr nýjum og eldri bókverkum ARKA og gesta þeirra frá Danmörku, Noregi, Litháen, Póllandi, Bretlandi og Bandaríkjunum.


🇬🇧 Due to the covid-19 pandemic our exhibition JAÐARLÖND | BORDERLANDS at Reykjavík Arts Festival 2020, has been postponed until August – September. We plan to open the exhibition on Friday 21st of August at the National and University Library of Iceland – Þjóðarbókhlaðan – at Arngrímsgata 3 in Reykjavík. The exhibition will stand until September 20, 2020. We will post more information about the exhibition later.

The title of the exhibition, JAÐARLÖND | BORDERLANDS, refers to the peripheries of the world, the borders and boundaries that are, after all, subject to change and movable and highly fickle in the history of the world. In the works, the artists explore various perspectives on land and in nature, boundaries and borders, text and languages, communication and cultures.

The exhibition is partly made up of recent works of ARKIR that have only been shown in the United States on the touring exhibition BORDERLAND, and partly from new and older works by ARKIR and their guests from Denmark, Norway, Lithuania, Poland, UK and USA.

Myndin fyrir ofan er af bókverki Kristínar Þóru Guðbjartsdóttur
Image above: book art by Kristín Þóra Guðbjartsdóttir


Eldri frétt | Posted on

Við kynnum fleiri sýningar framundan! ARKIR undirbúa sýninguna JAÐARLÖND í Veröld – húsi Vigdísar. Sýningin er á dagskrá Listahátíðar og í samvinnu við Vigdísarstofnun. JAÐARLÖND er sýning á bókverkum sautján listamanna frá sjö löndum: þar sýna ellefu ARKIR og sex erlendir listamenn.

Titill sýningarinnar, JAÐARLÖND, vísar til heima á jaðri veraldar, jaðri sem er, þegar að er gáð, breytilegur og færanlegur í veraldarsögunni. Í fjölbreyttum bókverkum skoða listamennirnir lönd og mæri, texta og tungumál, náttúru og menningarheima frá ólíkum sjónarhornum.

Sýningin er annars vegar samsett úr nýlegum verkum sem aðeins hafa verið sýnd í Bandaríkjunum á farandsýningunni BORDERLAND og hins vegar úr nýjum og eldri bókverkum ARKA og gesta þeirra frá Danmörku, Noregi, Litháen, Póllandi, Bretlandi og Bandaríkjunum. Sýningin opnar laugardaginn 6. júní og stendur til 4. júlí. 


🇬🇧 ARKIR prepare an artist’s book exhibition in Reykjavík in June. The exhibition JAÐARLÖND | BORDERLANDS will be held in Veröld – House of Vigdís at Reykjavík Arts Festival 2020, opening on Saturday 6 June, closing 4 July. Full program for Reykjavík Arts Festival will be revealed in April.

The title of the exhibition, JAÐARLÖND | BORDERLANDS, refers to the peripheries of the world, the borders and boundaries that are, after all, subject to change and movable and highly fickle in the history of the world. In the works, the artists explore various perspectives on land and in nature, boundaries and borders, text and languages, communication and cultures.

The exhibition is partly made up of recent works of ARKIR that have only been shown in the United States on the touring exhibition BORDERLAND, and partly from new and older works by ARKIR and their guests from Denmark, Norway, Lithuania, Poland, UK and USA. The exhibition is in collaboration with Vigdís International Center

ÞÁTTTAKENDUR | PARTICIPANTS: 

Åse Eg Jørgensen (Denmark), Imi Maufe (Norway), Kestutis Vasiliunas (Lithuania), Nancy Campbell (UK), Rebecca Goodale (USA), Bożka Rydlewska (Poland) – og ARKIR: Anna Snædís SigmarsdóttirArnþrúður Ösp KarlsdóttirÁslaug Jónsdóttir, Bryndís Bragadóttir, Helga Pálína BrynjólfsdóttirIngiríður ÓðinsdóttirKristín GuðbrandsdóttirKristín Þóra Guðbjartsdóttir, Jóhanna Margrét TryggvadóttirSigurborg StefánsdóttirSvanborg Matthíasdóttir.


Myndin fyrir ofan er úr bókverki Nancy Campbell | Image above from: How to Say ‘I Love You’ in Greenlandic: An Arctic Alphabet by Nancy Campbell.

Anna Snædís sýnir grafík og bókverk | Anna’s Landscapes

🇮🇸 ÖRKIN snara Anna Snædís Sigmarsdóttir opnaði nú á laugardag, 22. febrúar, sýningu á grafíkverkum í Spönginni menningarhúsi – Borgarbókasafninu í Grafarvogi. Sýningin nefnist Nútímalandslag og sækir Anna Snædís innblástur í náttúru, umhverfi og landslag. Anna Snædís sýnir líka nokkur bókverk sem unnin eru með blandaðri tækni, en í þeim má sjá grafíkþrykk, teikningar og letur og verkin vísa bæði í náttúru og samfélag.

Verkin á sýningunni eru að hluta til þau sömu og sýnd voru á Munsterland Festival í Þýskalandi 2017, en þar komu saman listamenn úr norðri og suðri, frá Íslandi og Grikklandi og sýndu grafíkmyndir.

🇬🇧 On Saturday 22 February ARKIR member Anna Snædís Sigmarsdóttir opened an exhibition of graphic prints in Spöngin Culture House, Reykjavík. The exhibition is called Modern Landscape, as Anna seeks inspiration from nature, the environment and the landscape. Anna also shows several mixed-media artist’s books that include graphic prints, drawings and typography. 

The works in the exhibition are partly the same Anna exhibited at the Munsterland Festival in Germany in 2017, where artists from the north and the south, from Iceland and Greece came together and showed graphic prints.


Ljósmyndir | photos: @ Áslaug Jónsdóttir og @ Anna Snædís Sigmarsdóttir.

SPOR | TRACES

🇮🇸 Það er tímabært að kynna eitt af mörgum sýningarverkefnum ARKA. Textílbókverkasýningin SPOR | TRACES verður sumarsýning Heimilisiðnaðarsafnsins á Blönduósi næstkomandi sumar, en að sýningunni standa nær tveir tugir listakvenna, íslenskra og erlendra. Það eru ellefu ARKIR ásamt gestum: sjö erlendum listakonum frá sex löndum. Gestir ARKA á sýningunni hafa allir dvalið í gestavinnustofu Textílmiðstöðvar Íslands á Blönduósi og þekkja því vel til Heimilisiðnaðarsafnsins og dýrgripanna sem þar eru varðveittir. Verkin á sýningunni kunna því að vísa í íslenskar textílhefðir, vefnað, útsaum, jurtalitun og fleira, auk þess að vera innblásin af náttúru Íslands, menningu kvenna og sögu. Sýningin mun standa fram til vors 2021 en halda þá vestur um haf.  

🇬🇧 It is time to introduce one of ARKIR’s book art projects: an upcoming exhibition in the Textile Museum in Blönduós, North Iceland. The exhibition SPOR | TRACES is an international collaborative project of nearly two dozen female artists. The eleven members of ARKIR have teamed up with seven artists from six countries and are preparing an exhibition of textile artist’s books. All seven artists from abroad have stayed at the artist residency in the Icelandic Textile Center, also in Blönduós. Some of the works in this exhibition will therefore refer to Icelandic textile traditions, weaving, embroidery, herbal dyeing and more, but also the Icelandic landscape and the history and culture of women. The exhibition will be available in Blönduós until spring 2021 and than travel to the US. 

Sýnendur – ARKIR og gestir | ARKIR AND GUESTS: 
Anna Snædís Sigmarsdóttir
Arnþrúður Ösp Karlsdóttir
Áslaug Jónsdóttir
Bryndís Bragadóttir
Helga Pálína Brynjólfsdóttir
Ingiríður Óðinsdóttir
Kristín Guðbrandsdóttir
Kristín Þóra Guðbjartsdóttir
Jóhanna Margrét Tryggvadóttir
Sigurborg Stefánsdóttir
Svanborg Matthíasdóttir
Julia Boros (Australia)
Cornelia Theimer Gardella (Germany)
Anne Greenwood (USA)
Catherine Ferland (Canada)
Catie Palmer (UK)
Clara Pinto (Argentina)
Emily Yurkevicz (USA)


Hér neðar: nokkur eldri textílbókverk ARKA / verk í vinnslu. Smellið á myndir til að stækka.
Below: some of ARKIR’s textile/book art. Click on images to enlarge.

Ljósmyndir | photos: © Áslaug Jónsdóttir & ARKIRNAR. Mynd efst | Artwork at top: Sigurborg Stefánsdóttir

Gleðilegt ár! | Happy New Year 2020!

🇮🇸 Gleðilegt ár kæru lesendur, bókverkafólk og bókaunnendur nær og fjær! Það er engum blöðum um það að fletta: enn eitt árið er liðið og hvað ARKIR snertir þá var það viðburðaríkt og skemmtilegt. Við gerðum víðreist og tókum þátt í CODEX bókverkasýningunni í Kaliforníu í febrúar og sýndum einnig bókverk víðar í Bandaríkjunum, nú síðast í lok árs í MOFA, Florida State University Museum of Fine Arts í Tallahassee. Þá tóku meðlimir hópsins þátt í sýningum áttunda alþjóðlega bókverkaþríæringsins í Vilnius sem ferðaðist um Evrópu og Bandaríkin, sem og sýningum norræna farandbókaverkasafnsins Bibliotek Nordica, svo eitthvað sé nefnt.

ARKIR undirbúa nú tvær ólíkar bókverkasýningar sem opna í byrjun sumars, báðar á Íslandi, en með þátttöku erlendra gesta. Við segjum nánar frá sýningunum áður langt um líður!

🇬🇧 Happy New Year dear reader, book artists and book lovers around the world! The year gone by was eventful and creative for us ARKIR. We took part in the CODEX VII book fair in California and we also exhibited our works in more places in the US, – this fall in MOFA, Florida State University Museum of Fine Arts í Tallahassee. Members of our group also took part in the 8th International Artist’s Book Triennial Vilnius that travelled around Europe and the US, and a large number of the group had their works exhibited as the book art project Bibliotek Nordica travelled the world. 

ARKIR are now preparing two artist’s book exhibitions that will open early summer 2020. Both take place in Iceland, and both with participation of good guests from abroad. We will reveal more information about the exhibitions soon. Stay tuned!

Myndin fyrir ofan var tekin í vorferð ARKA í maí 2019. Á myndina vantar Kristínu Guðbrandsdóttur.
The photo was taken at ARKIR’s day out in May 2019. Missing member is Kristín Guðbrandsdóttir.

Sýningin í MOFA – myndband | Elemental Iceland – virtual tour!

🇮🇸 Að sögn aðstandenda sýningarinnar ELEMENTAL ICELAND í MOFA, Florida State University Museum of Fine Arts, hefur sýningunni verið afar vel tekið. Allar ellefu ARKIR  taka þátt og sýna þar valin bókverk. Við fengum þetta myndband frá sýningunni, en þar eru einnig verk eftir Valgerði Hauksdóttur, Elvu Hreiðarsdóttur, Soffíu Sæmundsdóttur, Rósu Sigrúnu, Önnu Gunnarsdóttur, Önnu Þóru, Nicole Pietrantoni og Jóhann Eyfells. Sýning stendur frá 14. október til 7. desember 2019.

🇬🇧 The art exhibition ELEMENTAL ICELAND in MOFA, Florida State University Museum of Fine Arts in Tallahassee, Florida, has been well-received according to the curators. The museum has produced a promotional video or a “virtual tour” for the exhibition. Featured artists are all 11 members of ARKIR Book Arts Group and artists Valgerdur Hauksdóttir, Elva Hreidarsdottir, Soffia Sæmundsdóttir, Rosa Sigrun, Anna Gunnarsdottir, Anna Thóra, Nicole Pietrantoni and Johann Eyfells.The exhibition is open from October 14 to December 7, 2019.

Myndir og myndband | Photos and video © MOFA – videography by Strategic Digital Services; sound by Burlap Productions – Glenn Swan

Sýningaropnun í Flórída | Opening: Elemental Iceland

🇮🇸 Sýningin ELEMENTAL ICELAND opnar í dag í Florida State University Museum of Fine Arts í Tallahassee, Florída, í Bandaríkjunum. ARKIR sýna þar valin bókverk úr sýningunni BORDERLAND. Sýning stendur frá 14. október til 7. desember 2019.

🇬🇧 Opening today! The art exhibition ELEMENTAL ICELAND opens in MOFA, Florida State University Museum of Fine Arts, Tallahassee, Florida, USA today, October 14th. ARKIR exhibit selected works from our exhibition BORDERLAND that travelled in the US in 2018. The exhibition is open from October 14 to December 7, 2019.

Ljósmyndir | photos: © MOFA.

Bókverkasýning ARKA í MOFA, USA | Elemental Iceland

🇮🇸 Í vor barst ÖRKUM tilboð um að sýna verk í Florida State University Museum of Fine Arts í Tallahassee, Florída, í Bandaríkjunum. Sýnd eru valin bókverk úr sýningunni BORDERLAND sem meðal annars var sett upp í tveimur sýningarsölum í Bandaríkjunum á árinu 2018. Sýningin í MOFA nefnist Elemental Iceland og stendur frá 14. október til 7. desember 2019. Sýningarstjóri að hálfu ARKA er Kristín Þóra Guðbjartsdóttir. Á sýningunni Elemental Iceland eru einnig verk eftir Valgerði Hauksdóttur, Elvu Hreiðarsdóttur, Soffíu Sæmundsdóttur, Rósu Sigrúnu, Önnu Gunnarsdóttur, Önnu Þóru, Nicole Pietrantoni og Jóhann Eyfells.

🇬🇧 ARKIR are happy to announce an upcoming exhibition in the US as they take part in the art exhibition Elemental Iceland in MOFA, Florida State University Museum of Fine Arts, Tallahassee, Florida, USA. The invitation to take part was appreciated and Kristín Þóra Guðbjartsdóttir served as ARKIR’s curator, selecting works from our exhibition BORDERLAND that travelled in the US in 2018.

The exhibition is introduced thus: “Contemporary graphic, textile, and sculptural works from Iceland addressing the island nation’s unique landscapes, geology, and cultural history rooted in materials derived from the earth and sea. Featured artists: Valgerdur Hauksdóttir, Elva Hreidarsdottir, Soffia Sæmundsdóttir, Rosa Sigrun, Anna Gunnarsdottir, Anna Thóra, Nicole Pietrantoni, Johann Eyfells, and members of the ARKIR Book Arts Group.”

The exhibition is open from October 14 to December 7, 2019.

Ljósmyndir | photos: © MOFA.

Leiðangur á Blönduós | A visit to the Textile Museum

🇮🇸 Í haust var það eitt af fyrstu verkum ARKA að heimsækja Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi og skoða þar ýmsa dýrgripi, sem og aðstæður til sýningahalds. Forstöðumaður safnsins, Elín S. Sigurðardóttir, tók vel á móti okkur þennan svala septemberdag. Við munum segja frá áformum okkar og verkefnum tengdum textílum síðar.

Í ferðinni heimsóttum við einnig Brimslóð Atelier og nutum góðra veitinga að hætti húsbænda þar. Við mælum heilshugar með áhugaverðu safni og fyrirtaks veitingastað á Blönduósi.  

🇬🇧 On a cold day in mid-September ARKIR made a trip to the northern parts of Iceland and visited the Textile Museum in Blönduós. We had a meeting with the knowledgeable director of the museum, Elín S. Sigurðardóttir, and had the opportunity to get inspired by the many unique and exquisite textiles and handcrafts that are exhibited at the museum. We will bring more news on the subject of textiles and book art later on. 

We also visited the charming Brimslóð Atelier for a good lunch. Both to be recommended: an interesting museum and a nice restaurant in the village of Blönduós


Ljósmyndir | photos: © Áslaug Jónsdóttir © Helga Pálína Brynjólfsdóttir © Arnþrúður Ösp Karlsdóttir.